Atvinnumálanefnd (2000-2008)
86. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn
15. maí 2001 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.
15. maí 2001 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 17:00.
Mættir: Guðni Tryggvason,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson,
Ástríður Andrésdóttir,
Pétur Hansson.
Auk þeirra Rakel Óskarsdóttir, markaðsfulltrúi, og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Heimsókn í báta- og húsaviðgerðir, Guðgeirs Svavarssonar ehf., Kalmansvöllum 1.
Atvinnumálanefnd skoðaði og kynnti sér starfssemi fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda fyrirtækisins þeirra Guðgeirs og Kristínar.
Atvinnumálanefnd skoðaði og kynnti sér starfssemi fyrirtækisins undir leiðsögn eigenda fyrirtækisins þeirra Guðgeirs og Kristínar.
2. Stefnumótun atvinnumálanefndar.
Formaður greindi frá að skýrslan væri í lokavinnslu, lögð var fram tillaga að útliti skýrslunnar. Atvinnumálanefnd samþykkir tillöguna og felur formanni að fylgja málinu eftir svo og að undirbúa kynningu skýrslunnar.
Að tillögu formanns samþykkir atvinnumálanefnd að efna til málþings í framhaldi af útgáfu skýrslunnar þar sem rætt verði m.a. um atvinnumál bæjarins og fleira. Formanni og markaðsfulltrúa falið að undirbúa málið.
Formaður greindi frá að skýrslan væri í lokavinnslu, lögð var fram tillaga að útliti skýrslunnar. Atvinnumálanefnd samþykkir tillöguna og felur formanni að fylgja málinu eftir svo og að undirbúa kynningu skýrslunnar.
Að tillögu formanns samþykkir atvinnumálanefnd að efna til málþings í framhaldi af útgáfu skýrslunnar þar sem rætt verði m.a. um atvinnumál bæjarins og fleira. Formanni og markaðsfulltrúa falið að undirbúa málið.
3. Upplýsingamiðstöð.
Formaður greindi frá samkomulagi við eigendur Café 15 um að starfsmenn þess muni annast almenna upplýsingagjöf til ferðamanna í húsnæði fyrirtækisins og hafa til staðar upplýsingabæklinga frá þjónustuaðilum á Akranesi. Atvinnumálanefnd samþykkir samkomulagið.
Formaður greindi frá samkomulagi við eigendur Café 15 um að starfsmenn þess muni annast almenna upplýsingagjöf til ferðamanna í húsnæði fyrirtækisins og hafa til staðar upplýsingabæklinga frá þjónustuaðilum á Akranesi. Atvinnumálanefnd samþykkir samkomulagið.
4. Staða mála varðandi markaðsfulltrúa.
Markaðsfulltrúi skýrði frá þeim verkefnum sem unnið er að. Bæjarritari upplýsti að markaðsfulltrúi muni flytja aðsetur sitt í stjórnsýsluhúsið á næstu dögum, jafnframt því sem hann hafi gengið frá samkomulagi við Skessuhornið um að starfsmenn þess muni annast almenna upplýsingagjöf til ferðamanna og hafa til staðar upplýsingabæklinga frá þjónustuaðilum á Akranesi í núverandi húsnæði upplýsingamiðstöðvar, fram að haustmánuðum ársins 2002.
Markaðsfulltrúi skýrði frá þeim verkefnum sem unnið er að. Bæjarritari upplýsti að markaðsfulltrúi muni flytja aðsetur sitt í stjórnsýsluhúsið á næstu dögum, jafnframt því sem hann hafi gengið frá samkomulagi við Skessuhornið um að starfsmenn þess muni annast almenna upplýsingagjöf til ferðamanna og hafa til staðar upplýsingabæklinga frá þjónustuaðilum á Akranesi í núverandi húsnæði upplýsingamiðstöðvar, fram að haustmánuðum ársins 2002.
5. Önnur mál.
Rætt um ýmis mál, m.a. Írska daga, kynningarefni fyrir Akranes, stofnun félags handverksfólks á Akranesi.
Rætt um ýmis mál, m.a. Írska daga, kynningarefni fyrir Akranes, stofnun félags handverksfólks á Akranesi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.