Atvinnumálanefnd (2000-2008)
93. fundur atvinnumálanefndar var haldinn í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, fimmtud. 25. október 2001 og hófst hann kl. 12:45.
Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
Þórður Þ. Þórðarson,
Elínbjörg Magnúsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir,
Pétur Hansson.
Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari og Magnús Magnússon, markaðsfulltrúi, sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Nefndin hafði boðað til málþings um atvinnumál í tilefni stefnumótunar frá í vor.
Guðni Tryggvason formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár málþings:
Kl. 13:00 Setning: Guðni Tryggvason.
Kl. 13:05 Kynning á stefnumótun: Karl Friðriksson, ITÍ.
Kl. 13:20 Ávarp form. iðnaðanefndar Alþingis: Hjálmar Árnason.
Kl. 13:30 Samkeppnishæfni: Hallgrímur Jónsson ITÍ.
Kl. 13:45 Framtíðarsýn í sjávarútvegi: Sturlaugur Sturlaugsson.
Kl. 14:00 Tækifæri í heilbrigðisgeiranum: Kristján Erlendsson ÍE
Kl. 14:15 Stóriðja ? uppbygging: Jón Sveinsson hrl.
Kl. 14:30 Konur og atvinnulif: Hansína B. Einarsdóttir.
Kl. 14:45 Samspil skóla og atvinnulífs: Vífill Karlsson
Kl. 15:00 Aðfluttur Skagamaður: Magnús Guðmundsson.
Kl. 15:15 Fyrirspurnir og umræður.
Kl. 15:45 Brautryðjendaverðlaun Iðntæknistofnunar, veitt Viðari Magnússyni, Trico/Foxhall.
Kl. 16:00 Málsverður í boði HB hf. Gísli Gíslason sleit málþinginu.
Á málþingið mættu um 115 manns, flestir frá Akranesi en gestir frá Vestmannaeyjum, höfðuðborgarsvæðinu, Stykkishólmi, Akureyri og víðar.
Fleira var ekki gert og lauk samkomunni kl. 19:00.