Atvinnumálanefnd (2000-2008)
100. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtudaginn 3. október 2002 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
Pétur Svanbergsson,
Ástríður Andrésdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson.
Varamaður: Sigurjón Skúlason.
Markaðsfulltrúar: Magnús Magnússon.
Rakel Óskarsdóttir
Fyrir tekið:
1. Starfsfyrirkomulag markaðs- og atvinnuskrifstofu.
Nefndin samþykkir að fela formanni og bæjarritara í samráði við starfsfólk markaðs- og atvinnuskrifstofu að leggja fram skriflegar tillögur um starfsfyrirkomulag. Samþykkt að báðir starfsmenn heyri beint undir bæjarritara í skipuriti, eins og verið hefur með markaðsfulltrúa.
2. Markaðsmál verslunar- og þjónustuaðila.
Formanni falið að kynna hugmynd um markaðsráðgjöf, útstillingar og kynningarmál á fundi Markaðsráðs Akraness 9. okt. n.k. og óska eftir samstarfi við félagið.
Nefndin bendir á möguleika til útvarpsauglýsinga í jólamánuðinum og að þau mál verði skoðuð í tíma. Markaðs- og atvinnuskrifstofu falið að vinna í málinu í samráði við t.d. útskriftarnema í FVA og/eða Bíóhallarmenn.
3. Greint frá viðræðum við forsvarsmenn Norðuráls.
Sagt frá heimsókn formanns og atvinnufulltrúa til forsvarsmanna Norðuráls fyrir skömmu. Niðurstaða um sameiginleg hagsmunaatriði aðila er t.d. um samgöngumál, sveigjanleika í dagvistunarmálum, sveigjanleika í vinnutíma, kynningarmál og fl.
Nefndin samþykkir að vinna áfram að málinu í samráði við forsvarsmenn Norðuráls.
4. Önnur mál.
Formaður kynnti niðurstöður skýrslu um staðarval framleiðslufyrirtækja sem unnin var af nemanda í hagfræði við Háskóla Íslands. Meðal niðurstaða í skýrslunni bendir margt til þess að staðsetning fyrirtækja færist í auknum mæli til jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins.
Magnús greindi frá áætluðum kostnaði við útgáfu á Skaginn skorar, sem dreift yrði með Mbl í nóvemberlok.
Nefndin samþykkir að stefna að útgáfu blaðsins í lok nóvembermánaðar, enda standi útgáfan undir sér. Markaðs- og atvinnuskrifstofu falið að vinna að málinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.