Atvinnumálanefnd (2000-2008)
101. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 30. október 2002 á Bifröst. Fundurinn hófst klukkan 19:15, en farið var frá Akranesi kl. 18:30.
Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson.
Varamaður: Ómar F Sigurbjörnsson.
Markaðsfulltrúar:Magnús Magnússon.
Rakel Óskarsdóttir
Fyrir tekið:
1. Heimsókn í Viðskiptaháskólanna á Bifröst.
Rektor Viðskiptaháskólans; Runólfur Ágústsson, tók á móti nefndarmönnum. Kynnti hann námsskrá skólans, starfsemina þar og hina miklu uppbyggingu sem orðið hefur undanfarin ár. Húsakostur og aðstaða sýnd og snæddur kvöldverður í boði skólans. Rætt um möguleika á samstarfi Akraneskaupstaðar og skólans varðandi t.d. verkefnavinnu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:30.