Atvinnumálanefnd (2000-2008)
102. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 2002 í fundarsal Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut. Fundurinn hófst kl. 18:00.
_____________________________________________________________
Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson.
Ástríður Andrésdóttir.
Pétur Svanbergsson
Markaðsfulltrúar: Magnús Magnússon.
Rakel Óskarsdóttir
_____________________________________________________________
Fyrir tekið:
1. Viðræður við forsvarsmenn og fulltrúa starfsmanna í Sementsverksmiðjunni hf.
Farin var kynnisferð um athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar. Forsvarsmenn verksmiðjunnar gerðu gestum grein fyrir stöðu og horfum í rekstri verksmiðjunnar. Umræður og fyrirspurnir spunnust í framhaldi þess um málið.
2. Önnur mál.
a. Lagt fram tilboð Gunnlaugs Jónssonar hjá GJ Fjármálaráðgjöf um athugun á efnahagslegum áhrifum Norðuráls. Atvinnumálanefnd getur ekki tekið þessu tilboði.
b. Lagt fram til kynningar bréf Ólafs Sveinssonar, dags. 7.11.2002, minnisblað um verkefni fyrir Akranes.
c. Lögð var fram svohljóðandi tillaga: ?Atvinnumálanefnd beinir þeim tilmælum til bæjarráðs Akraneskaupstaðar að brýnt verði fyrir forstöðumönnum stofnana bæjarins að leitað verði til fyrirtækja á heimamarkaði um kaup á vöru og þjónustu bjóði þau sambærileg verð og gæði og aðilar utan bæjarins?. Tillagan var rædd ítarlega og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:15.