Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

111. fundur 11. júní 2003 kl. 18:00 - 19:40

 111. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 11. júní 2003 á bæjarskrifstofunum Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

 


 

Mættir voru:                        Guðni Tryggvason, formaður,

                        Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,

                        Pétur Svanbergsson,

                        Ástríður Andrésdóttir.

 

Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúar, Rakel Óskarsdóttir og Magnús Magnússon og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.

 


 

Fyrir tekið:

  

1.            Stöðuskýrsla vegna ?Átaks 50? lögð fram.

         Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir stöðu verkefnisins.  Samþykkt hafa verið 50 störf hjá Svæðisvinnumiðlun á grundvelli umsókna þar um, þar af eru 25 störf hjá kaupstaðnum og stofnunum hans.  Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisskrá er 113 m.v. lok maí.  Upplýst var einnig að samþykkt hefur verið í bæjarstjórn aukafjárveiting að fjárhæð kr. 3.000.000.- vegna ungs fólks á aldrinum 17-20 ára, en reiknað er með vinnu fyrir þann aldurshóp í júlí.

 

2.            Niðurstaða í könnun meðal 11 stærstu fyrirtækja um þarfir þeirra gagnavart bæjarfélaginu vegna  sveigjanleika í vinnutíma.

Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir niðurstöðu könnunarinnar.  Samþykkt að senda niðurstöðuna til kynningar í bæjarráði og bæjarstjórn.

 

3.           Þátttaka Akraneskaupstaðar í atvinnu-vegasýningu.

Samþykkt að beina þeim tilmælum til bæjarráðs að kaupstaðurinn taki þátt í sýningunni þar sem ýmis starfssemi á vegum kaupstaðarins verði kynnt.

 

4.            Bráðabirgðaniðurstaða í þjónustukönnun sem nýlega var lögð fyrir.

Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir könnuninni, en hún var framkvæmd á vefnum í maí - júní.  Sendar voru út spurningar til 205 aðila þar sem leitað var afstöðu þeirra til ýmissa spurninga sem tengjast málum sem snúa að rekstri kaupstaðarins og umhverfi hans.  53% hafa núþegar svarað könnunni, en endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega.

 

Pétur vék af fundi kl. 18:50.   

 

5.            Niðurstaða könnunar á símenntunarþörf í atvinnulífi á Akranesi kynnt.

Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar, en svör hafa borist frá 228 einstaklingum úr ýmsum fyrirtækum í bænum  sem töku þátt í könnuninni.  Endanlegar niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega.

 

6.            Yfirlit yfir störf markaðs- og atvinnuskrifstofu undanfarið og verkefni framundan.

 

a.            Atvinnuvegasýning 26.-28. sept.

b.            Micro Business Review

c.            Akranes í tölum

d.            Stóri íþróttadagurinn 5. sept.

e.            Viðburðaveisla og verkefnisstjórn

f.              Írskir dagar

g.            Endurskoðun stefnumótunar

h.            Alm. atvinnuráðgjöf.

i.               Outlook vefkannanakerfi

        

         Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir stöðu mála.

 

7.            Önnur mál

Í lok fundarins fóru fundarmenn í skoðunarferð að Safnasvæðinu á Görðum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:40.

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00