Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

112. fundur 09. júlí 2003 kl. 18:15 - 19:55

112. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud.  9. júlí 2003
á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Pétur Svanbergsson,
 Þórður Þ. Þórðarson.

Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúar, Rakel Óskarsdóttir og Magnús Magnússon svo og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Starfsemi markaðs- og atvinnuskrifstofu.
Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir starfsemi skrifstofunnar á árinu og þeim helstu verkefnum sem framundan eru, jafnframt sem þeir lögðu fram stöðuskýrslu um starfsemina fyrri hluta ársins 2003.
Fyrir liggur að ráðningarsamningar við markaðs- og atvinnufulltrúa renna út síðar á árinu og í upphafi næsta árs.
Það er skoðun atvinnumálanefndar að sú tilraun sem nú er gerð með starfsemi skrifstofunnar hafi skilað bæjarfélaginu það miklu að nauðsynlegt er að mati nefndarinnar að haldið verði áfram á sömu braut út árið 2005, þannig að fullnaðar reynsla fáist á því fyrirkomulagi sem starfsemin er byggð á. 
Bæjarritara falið að koma á framfæri við bæjarráð tillögu um áframhald mála í samræmi við ofangreint.
 

 

2. Atvinnuvegasýning ? Staða mála.
Markaðs- og atvinnufulltrúar gerðu grein fyrir undirbúningi sýningarinnar.  Fram kom að undirbúningur gengur vel og undirtektir meðal fyrirtækja og þjónustuaðila afar góðar og allar líkur til þess að allir sýningarbásar verði seldir og jafnvel að þörf verði fyrir stækkun á sýningarsvæðinu t.d. með uppsetningu á sérstöku sýningartjaldi sem sett verði upp við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum.

 

3. Önnur mál.
Rætt var um málefni Sementsverksmiðjunnar.   Atvinnumálanefnd fagnar því að niðurstaða skuli vera komin á málefi fyrirtækisins og treystir því að rekstur verksmiðjunnar verði tryggður til framtíðar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00