Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

115. fundur 19. nóvember 2003 kl. 08:10 - 19:00

115. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2003 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Pétur Svanbergsson,
 Ástríður Andrésdóttir.

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Samkomulag milli Akraneskaupstaðar annars vegar og SSV- þróun og ráðgjöf hins vegar um tilhögun starfsemi SSV- þróun og ráðgjöf á Akranesi. 
Atvinnumálanefnd mælir með samþykkt á samkomulaginu.

 

2. Málefni Markaðs- og atvinnuskrifstofu Akraneskaupstaðar.
Upplýst var að Magnús Magnússon markaðs- og atvinnufulltrúi hafi ákveðið að láta af störfum hjá Akraneskaupstað um næstu mánaðamót.  Atvinnumálanefnd þakkar Magnúsi fyrir vel unnin störf.
Rætt var um starfsmannahald á skrifstofunni.  Formanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

3. Önnur mál.
Upplýst var að Byggðastofnun hafi til úthlutunar 150 millj. króna til atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni til ákveðinna verkefna og er nú verið að kanna með umsóknir í þann sjóð.  Samþykkt að fela formanni og markaðs- og atvinnufulltrúa að vinna áfram að málinu með það í huga að framlög komi til Akraness af umræddri fjárhæð.

Uppbygging Norðuráls.  Atvinnumálanefnd fagnar viljayfirlýsingu Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja við Norðurál um raforkuviðskipti fyrirtækjanna vegna fyrirhugaðar stækkunar Norðuráls

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00