Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

117. fundur 01. apríl 2004 kl. 13:00 - 15:45

117. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtudaginn 1. apríl 2004, í fundarsal Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1,  og hófst hann kl. 13:00.


Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Pétur Svanbergsson,
 Ástríður Andrésdóttir,

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð og markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir.


Fyrir tekið:

 

1. Viðræður um nýsköpunar, markaðs- og atvinnuþróunarmál.
Rætt var við þá Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóra, Bergþór Þormóðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóra og Þorleif Finnsson sviðsstjóra nýsköpunar.
Starfsemi OR var kynnt fyrir nefndinni og ýmis mál rædd, m.a. rætt um mögulegt samstarf atvinnumálanefndar Akraness við OR í sambandi við nýsköpun og úrvinnslu hugmynda um atvinnuuppbyggingu.  Ákveðið að vinna nánar að málinu og bæjarritara falið að vera í sambandi við fulltrúa OR um áframhaldandi útfærslu á samstarfi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00