Atvinnumálanefnd (2000-2008)
123. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 27. október 2004 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.
Hrönn Ríkharðsdóttir,
Þórður Þ. Þórðarson,
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.
Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Upplýsingamiðstöð ferðamanna.
Skýrt var frá stöðu málsins og ákveðið að nefndarmenn komi með tillögur að úrbætum á næstu fundum.
2. Strætó BS.
Guðni greindi frá stöðu málsins.
3. Fjölskyldustefna Akraneskaupstaðar.
Markaðs- og atvinnufulltrúi kynnti verkefnið og dreifði gögnum. Ákveðið var að nefndarmenn kynni sér gögnin og komi með ábendingar er varða málaflokk nefndarinnar á Fjölskyldustefnu Akraneskaupstaðar á næstu fundum.
4. Skaginn skorar, kálfur í Morgunblaðið.
Rætt um að fara í útgáfu blaðsins. Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að ræða við hugsanlega samstarfsaðila um útfærslumöguleika og kostnað.
5. Átak hjá Markaðsráði Akraness, námskeið o.fl.
Markaðs- og atvinnufulltrúi greindi frá helstu verkefnum Markaðsráðsins á næstu misserum.
6. Skýrsla um Hvalfjarðargöng sem kynnt var 19. okt. í Safnaskálanum.
Lagt fram og kynnt.
7. Sjávardýrasafn, Jóhann Ársælsson mætir á fundinn.
Markaðs- og atvinnufulltrúi greindi frá stöðu málsins.
8. Önnur mál.
- Byggðakvótaumsókn, lögð fram.
- Málefni markaðs- og atvinnuskrifstofu rædd.