Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

126. fundur 15. febrúar 2005 kl. 18:15 - 19:10

126. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir voru:                   Guðni Tryggvason, formaður

                                      Ástríður Andrésdóttir

                                      Pétur Svanbergsson

                                      Þórður Þ. Þórðarson

                                      Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.

 

Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúarnir, Rakel Óskarsdóttir, Björn Elísson og Tómas Guðmundsson og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Kynning á nýjum starfsmönnum á markaðs- og atvinnuskrifstofu.

Þeir Tómas og Björn kynntu sig fyrir nefndarmönnum.  Atvinnumálanefnd býður þá velkomna til starfa.

 

2. Samstarf við OR, undirskrift samnings.

Bæjarritari og formaður gerðu grein fyrir að undirritun samningsins er fyrirhugð á fimmtudaginn 17. febrúar n.k. í bæjarþingsalnum.

 

3. Skaginn skorar.

Markaðs- og atvinnufulltrúi gerði grein fyrir þeim tilboðum sem fyrir liggja í útgáfu blaðsins.  Rætt um efnistök í blaðinu, heppilegan útgáfutíma, kostnað við útgáfuna og fleira því tengdu.  Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu, með það í huga að blaðið komi út í apríl. 

 

4. Sýningin ?Sumar 2005?.

Markaðs- og atvinnufulltrúi kynnti möguleika á að taka þátt í sýningunni sem haldin er 15.-17. apríl n.k. með bás sem yrði tekinn og settur upp í samvinnu við nokkur fyrirtæki á Akranesi.  Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í þá hugmynd að vera þátttakandi á sýningunni og yrði framlag nefndarinnar vinnuframlag markaðs- og atvinnufulltrúa.

 

5.  Stóriðjubrú.

Formaður og markaðs- og atvinnufulltrúi kynntu skiptingu námsins, verkefnalýsingu, verkáætlun,  hugsanlega samstarfsaðila og fjármögnun.  Samþykkt að fela markaðs- og atvinnufulltrúa að vinna áfram að málinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00