Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

127. fundur 15. mars 2005 kl. 18:15 - 19:45

127. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 15. mars 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


Mættir voru:                 Guðni Tryggvason, formaður

                                    Ástríður Andrésdóttir

                                    Pétur Svanbergsson

                                    Þórður Þ. Þórðarson

                                    Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

 

Auk þeirra markaðs- og  atvinnufulltrúarnir Rakel Óskasrdóttir, Björn Elíson og Tómas Guðmundsson og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1.  Skaginn skorar,  útgáfa kynningarblaðs fyrir Akranes.

Til viðræðna mætti Kristján Kristjánsson sem tekið hefur að sér útgáfu blaðsins.  Rætt var um efnistök, auglýsingar, tímasetningu á útgáfu blaðsins og önnur atriði varðandi málið.

         

2.  Fyrirtækjadagur í maí 2005.

Málið rætt lauslega.

 

3.  Stóriðjubrú, samstarfsverkefni við símenntunina og SVM.

Staða málsins kynnt.  Markaðsfulltrúa og formanni falið að vinna áfram að málinu.

 

4.  Upplýsingamiðstöð ferðamanna.

Markaðsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar þjónustu umsjónaraðila Safnaskálans að Görðum varðandi upplýsingamiðstöðina.  Atvinnumálanefnd telur nauðsynlegt að stjórn Byggðasafnsins leysi það vandamál sem uppi er án tafar.

 

5.  Önnur mál.

Rætt um markaðssetningu Akraness og hugmyndir að kynningarefni sem ætlað væri fyrirtækjum.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00