Atvinnumálanefnd (2000-2008)
128. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 29. mars 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.
Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður
Ástríður Andrésdóttir
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.
Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúarnir, Björn Elísson og Tómas Guðmundsson og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Fundur með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur, fimmtudaginn 31. mars n.k. varðandi nýsköpunar- og þróunarverkefni.
Rætt um undirbúning fundarins og þau mál sem leggja skal áherslu á af hálfu atvinnumálanefndar. Reiknað er með að markaðs- og atvinnufulltrúar ásamt tveim nefndarmönnum sæki fundinn.
2. Fjölskyldustefna Akraneskaupstaðar.
Markaðs- og atvinnufulltrúum falið að undirbúa drög að umsögn.
3. Önnur mál.
Gert var grein fyrir viðræðum við fulltrúa Samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar varðandi sérleyfismál á leiðinni Akranes ? Reykjavík og fyrirhuguðum fundi með forráðamönnum Strætó bs.
Einnig rætt um verkefnastöðu og verkaskiptingu starfsmanna markaðs- og atvinnuskrifstofunnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.