Atvinnumálanefnd (2000-2008)
Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður
Ástríður Andrésdóttir
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Þórður Þ. Þórðarson
Auk þeirra sátu fundinn markaðs- og atvinnufulltrúarnir þeir Björn Elísson og Tómas Guðmundsson, sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Strætó bs. ? drög að samningi.
Í ljósi þess að samningur við Vegagerðina liggur ekki fyrir er málinu frestað til næsta fundar atvinnumálanefndar.
2. Safnasvæðið og ferðamál.
Fjallað var um samkomulag um riftun á samningi Byggðasafns og Steinaríkis. Atvinnumálanefnd hvetur menn til dáða við áframhaldandi uppbyggingu á safnasvæðinu.
3. Klasa-verkefni Impru o.fl.
Markaðs og atvinnumálafulltrúar kynntu verkefnið og var falið að kynna það áfram fyrir markaðsráði.
4. Önnur mál.
a. Erindi frá Halldóri Pálssyni
Atvinnumálanefnd þakkar fyrir áhugann en hefur ekki hug á að taka þátt í þessu verkefni að þessu sinni.
b. Málefni Laugafisks.
Atvinnumálanefnd hvetur Heilbrigðisnefnd Vesturlands og Laugafisk til að finna viðunandi lausn þar sem miklir hagsmundir eru í húfi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30