Atvinnumálanefnd (2000-2008)
133. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 18. október 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.
Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður
S. Pétur Svanbergsson
Hrönn Ríkharðsdóttir
Auk þeirra sat fundinn markaðs- og atvinnufulltrúi, Björn Elíson sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Strætó bs. ? kynnt drög að samningi við Vegagerðina.
Formaður nefndarinnar kynnti samningsdrögin og fór yfir næstu skref.
2. Kynnt uppkast að byggðaáætlun 2006 ? 2009.
Rætt um byggðaáætlunina og ákveðið að óska eftir fundi með fulltrúa byggðastofnunar áður en umsögn væri gerð.
3. Vaxtasamningur Vesturlands.
Staða mála kynnt og rætt var um einstök verkefni sem eru inni í drögunum. Skýrt var frá næstu skrefum.
4. Önnur mál.
Rætt var um margar hugmyndir varðandi atvinnuuppbyggingu á Akranesi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30