Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

135. fundur 20. desember 2005 kl. 10:30 - 11:45

135. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjud. 20. desember 2005 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 10:30.


Mættir voru:                 Guðni Tryggvason, formaður

                                    Hrönn Ríkharðsdóttir

                                    Guðrún Elsa Gunnarsdóttir

 

Auk þeirra sátu fundinn starfsmenn skrifstofu markaðs- og atvinnumála, Tómas Guðmundsson og Björn Elíson ásamt Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Vaxtasamningur.

Rætt um vinnu við Vaxtasamning sem er í undirbúningi á vegum nefndar á vegum Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og sveitarfélaga á Vesturlandi.  Þau verkefni sem áhersla er lögð á og snýr að Akranesi eru tengd Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Fjölbrautaskóla Vestulands, háskólasetri á Akranesi og þekkingarsetri í tengslum við Sjúkrahús og heilsugæslu Akraness.

 

2.  Ökugerði.

Markaðsfulltrúar gerðu grein fyrir hugmynd frá Samgönguráðuneytinu um uppsetningu svokallaðs ?Ökugerðis? sem er svæði sem hugsað er undir æfingarakstur bílprófsnema.  Ef af verður er þörf á stofnun sérstaks fyrirtækis hagsmunaaðila undir rekstur svæðisins og uppbyggingu.  Atvinnumálanefnd er samþykk því að markaðsfulltrúar vinni áfram að málinu.

 

3.  Önnur mál.

Bæjarritari gerði grein fyrir drögum að samningum á milli Akraneskaupstaðar annars vegar og Strætó bs og Vegagerðarinnar hins vegar um almenningssamgöngur á milli Akraness og Reykjavíkur.  Reiknað er með að samningar verði undirritaðir í vikunni og að aksturinn verði tekinn upp frá næstu áramótum.  Ferðafjöldi er áætlaður 81 ferð í viku.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00