Atvinnumálanefnd (2000-2008)
140. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtud. 19. október 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir voru: Karen Jónsdóttir, formaður
Þórður Þ. Þórðarson
Haraldur Helgason
Björn Guðmundsson
Dagný Jónsdóttir
Auk þeirra sátu fundinn Rakel Óskarsdóttir og Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnufulltrúar. Fundargerð ritaði Tómas Guðmundsson.
Fyrir tekið:
1. Kynningarefni atvinnumálanefndar.
Drög að kynningarefni lögð fram. Samþykkt að klára vinnslu kynningarefnisins með þeim hætti sem kynnt var.
2. Leiðarkerfi Akraness / strætó.
Tillögur Strætó bs. um samræmingu á þjónustu fyrirtækisins og Strætisvagna Akraness. Lagt fram.
3. Samvinna við IMPRU Iðntæknistofnun, hugmyndir.
Lagt fram.
4. Tillögur að áætlun atvinnumálanefndar / stefnumótun.
Lagt fram.
5. Önnur mál:
a) OR
Markaðsfulltrúum falið að vinna bréf með formanni, sem sendist á forsvarsmenn OR.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.