Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

143. fundur 08. janúar 2007 kl. 18:00 - 19:00

143. fundur atvinnumálanefndar var haldinn mánud. 8. janúar 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


 

Mættir voru:                 Karen Jónsdóttir, formaður

                                    Haraldur Helgason

                                    Björn Guðmundsson

 

Auk þeirra sátu fundinn Rakel Óskarsdóttir, Tómas Guðmundsson og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.  Samvinna við IMPRU Iðntæknistofnun.  Brautargengi, námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja.

Markaðsfulltrúi gerði grein fyrir undirbúningi málsins.  Markaðsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu, útbúa kostnaðaráætlun vegna námskeiðsins og leggja fyrir nefndina.

 

2. Bréf bæjarráðs dags. 13.12.06, þar sem tilkynningu um ráðstefnu varðandi bláskeljarækt, sem haldin verður á Akureyri, er vísað til umfjöllunar nefndarinnar.

Markaðsfulltrúum falið að vekja athygli bæjarbúa á ráðstefnunni.

 

3. Almenningssamgöngur ? bókun bæjarstjórnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Formanni og bæjarritara falið að undirbúa viðræður við hagsmunaaðila á grundvelli tillögunnar.

 

4. Bréf Faxaflóahafna dags. 13.12.06, þar sem gert er grein fyrir lækkun á gjaldskrá Faxaflóahafna og samþykkt um Fiskimarkað.

Lagt fram til upplýsinga.

 

5. Bréf bæjarstjórnar, dags. 14.12.06, þar sem gert er grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar varðandi atvinnumál.

Lagt fram.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00