Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

144. fundur 21. febrúar 2007 kl. 18:00 - 19:20

144. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 21. febrúar 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


  Mættir voru:

                                    Haraldur Helgason

                                    Björn Guðmundsson

                                    Þórður Þ. Þórðarson

                                    Dagný Jónsdóttir

 

Auk þeirra sátu fundinn Rakel Óskarsdóttir, Tómas Guðmundsson og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Uppsögn Markaðs- og atvinnufulltrúa.

Upplýst var að Rakel Óskarsdóttir hafi sagt upp störfum.  Atvinnumálanefnd færir Rakel þakkir fyrir störf hennar í þágu Akraneskaupstaðar og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.  Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarráð að starfið verði auglýst laust til umsóknar hið fyrsta.

 

2. Brautargengi, námskeið fyrir konur um stofnun og rekstur fyrirtækja.

Markaðsfulltrúi gerði grein fyrir námskeiðinu, en 9 konur sækja námskeiðið.  Gert er ráð fyrir að SSV annist umsjón með námskeiðinu og greiði þann kostnað sem ekki er innheimtur með námskeiðsgjöldunum.

 

3. Strætó, leiðarkerfi.

Bæjarritari gerði grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á leiðarkerfinu.

 

4. Upplýsingamiðstöð ferðamála.

Gert var grein fyrir því að upplýsingarmiðstöð ferðamála hafi verið opnuð nýverið,  en Akraneskaupstaður hefur gert samning við rekstraraðila um umsjón með miðstöðinni sem jafnframt verði endastöð fyrir Strætó.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00