Atvinnumálanefnd (2000-2008)
146. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 28. mars 2007 í skrifstofu bæjarritara, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 17:00.
Haraldur Helgason
Dagný Jónsdóttir
Björn Guðmundsson
Fyrir tekið:
1. Stætó ? mál.
-
Stoppistöð ? endastöð
-
Biðskýli
-
Endurnýjun samnings, viðræður við Tanga fyrirtækin og Hvalfjarðarsveit. (minnispunktar af fundi bæjarstjóra og bæjarritara.)
-
Atvinnumálanefnd telur að skoða þurfi breytingu á endastöð strætisvagns þannig að hún verði við Suðurgötu og beinir því til bæjarráðs að það verði skoðað hvort það sé gerlegt út frá umferðarlegu og kostnaðarlegu tilliti.
Atvinnumálanefnd beinir því til bæjarráðs að gerð verði úttekt á staðsetningu biðskýla fyrir strætisvagna innan Akraness og jafnhliða því gerð kostnaðaráætlun fyrir smíði/kaup slíkra skýla og uppsetningu þeirra.
Bæjarritari gerði grein fyrir viðræðum og vinnu við endurskoðun samnings við Strætó bs um akstur til og frá Reykjavík.
2. Námskeiðsmál.
Lagt fram minnisblað markaðsfulltrúa dags. 28. mars 2007.
3. Spurningarlisti til fyrirtækja.
Lagt fram minnisblað markaðsfulltrúa dags. 28. mars 2007.
4. Önnur mál.
Rætt um starf markaðsfulltrúa sem ekki hefur verið ráðið í.
Rætt um fundartíma nefndarinnar. Stefnt að fundir verði á þriðjudögum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50.