Atvinnumálanefnd (2000-2008)
147. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 24. apríl 2007 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Björn Guðmundsson
Þórður Þ. Þórðarson
Auk þeirra sat fundinn Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.
Fyrir tekið:
1. Strætó ? utanbæjar.
Bæjarritari lagði fram upplýsingar um notkun á strætisvagni á leið 27 sem talin var á síðasta ári, í mars s.l. svo og nú um miðjan apríl ásamt hugmyndum forráðamanna Strætó bs um mögulega niðurfellingu nokkurra ferða sem ekki eru vel nýttar af farþegum.
Atvinnumálanefnd fellst í megindráttum á tillögur Strætó bs um fækkun ferða sem hefur í för með sér um ca 8% lækkun á kostnaði sem kemur á móti auknum kostnaði við morgunferðir sem nýlega voru teknar upp. Bæjarritara falið að fylgja málinu eftir við Strætó bs í samræmi við umræður á fundinum að höfðu samráði við bæjarráð.
2. Strætó - innanbæjar.
Bæjarritari lagði fram ýmsar upplýsingar varðandi farþegafjölda í strætisvagni innanbæjar ásamt afriti af verksamningi við núverandi verktaka. Á árinu 2006 voru farþegar 24.365 sem er fjölgun um 2.806 frá árinu áður, eða sem nemur 13%. Aukning frá árinu 2004 er 25,5%. Samningur við núverandi verktaka rennur út um n.k. áramót og leggur atvinnumálanefnd til við bæjarráð með hliðsjón af innkaupasefnu bæjarins að akstur strætisvagns innanbæjar verði boðinn út að nýju. Jafnframt beinir atvinnumálanefnd því til bæjarráðs að athugað verði sérstaklega hvort mögulegt sé að frítt verði í strætisvagninn með hliðstæðum hætti og gert er á Akureyri og í Reykjanesbæ með góðum árangri svo og að hugað verði að nýrri aksturleið um bæinn um ný hverfi bæjarins.
Bæjarritari lagði fram upplýsingar um kostnað við biðskýli fyrir farþega strætisvagna. Áætlaður kostnaður við hvert skýli ásamt uppsetningu er um ein mílljón krónur. Atvinnumálanefnd mælist til við bæjarráð að sett verði upp 5 skýli eftir nánari ákvörðun tækni- og umhverfissviðs um staðsetningu skýlanna.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.