Atvinnumálanefnd (2000-2008)
152. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtudaginn 10. janúar 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.
Mættir voru: Ásgeir Hlinason formaður
Björn Guðmundsson
Dagný Jónsdóttir
Haraldur Helgason
Þórður Þ. Þórðarson.
Auk þeirra sátu fundinn Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.
_____________________________________________________________
Fyrir tekið:
1. Akstur strætisvagns á milli Akraness og Reykjavíkur.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir beiðni Hvalfjarðarsveitar um mögulegan aðgang að samningi kaupstaðarins við Strætó bs. þannig að vagninn stoppi á ákveðnum stöðum á leið sinni um Hvalfjarðarsveit. Óskaði bæjarstjóri að Atvinnumálanefnd taki beiðni sveitarfélaginsins til umfjöllunar.
Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í erindið og felur bæjarritara og formanni að ræða við fulltrúa sveitarfélagsins um framhald mála.
2. Önnur mál.
Rætt um færslu á endastöð strætó.
Samþykkt að ítreka óskir til tækni- og umhverfissvið að taka málið til umfjöllunar.
Einnig var rætt um námskeiðahald fyrir atvinnulífið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.