Fara í efni  

Bæjarráð

3157. fundur 28. júní 2012 kl. 16:00 - 18:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Hjördís Garðarsdóttir varabæjarfulltrúi
  • Gunnar Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Vesturgata 63A, 0101 eignarnám

1204184

Erindi eigenda eignarlóðar að Vesturgötu 63a þar sem nýgerðu lóðablaði sem þeim var afhent 30. apríl s.l. er mótmælt.

Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu.

2.Bakkatún 32 - rökstuðningur f. fasteignamati

1204147

Bréf yfirfasteignamatsnefndar,dags. 15. júní 2012,til Akraneskaupstaðar þar sem óskað er eftir umsögn um kæru, dags. 6. júní 2012, frá Árna Á. Árnasyni hrl. fyrir hönd Grenja ehf. og Þorgeirs og Ellerts hf. vegna úrskurðar Þjóðskrár um endurupptöku fasteignamats ofangreindrar eignar. Umsögn óskast send nefndinni innan 14 daga frá dagsetningu bréfsins.

Bæjarráð telur ekki tilefni til athugasemda af hálfu Akraneskaupstaðar.

3.Krókatún 22-24 - rökstuðningur f. fasteignamati

1204119

Bréf yfirfasteignamatsnefndar,dags. 15. júní 2012,til Akraneskaupstaðar þar sem óskað er eftir umsögn um kæru, dags. 5. júní 2012, frá Árna Á. Árnasyni hrl. fyrir hönd Grenja ehf. vegna úrskurðar Þjóðskrár um endurupptöku fasteignamats ofangreindrar eignar. Umsögn Akraneskaupstaðar óskast send nefndinni innan 14 daga frá dagsetningu bréfsins.

Bæjarráð telur ekki tilefni til athugasemda af hálfu Akraneskaupstaðar.

4.Sólmundarhöfði 7 - þjónustu- og öryggisíbúðir

1109148

Bréf verkefnisstjóra Reginn fasteignafélags, dags. 25. júní 2012, varðandi stöðu framkvæmda að Sólmundarhöfða 7,Akranesi.

Lagt fram.

Gunnar telur að bærinn eigi að krefjast þess að Reginn klári húsið í samræmi við teikningar eða rífi húsið ella.

5.Dreyri - leiðrétting á fasteignagjöldum

1202124

Bréf Hestamannafélagsins Dreyra dags. 7. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á hesthús félagsmanna í Æðarodda og víðar. Minnisblað fjármálastjóra dags. 13. febrúar 2012. Samkvæmt lögum samþykktum af Alþingi er sveitarstjórn heimilt að lækka álagningu fasteignaskatts á árinu 2012 á heshús þannig að álagningarhlutfall þeirra eigna sé það sama og annarra fasteigna skv. a-lið 3. mgr 3. gr. laga nr. 4/1995.

Bæjarráð samþykkir sem fyrr að nýta heimild laga um lækkun álagningu á hesthús í samræmi við beiðni félagsins. Heildarlækkun fasteignaskatts og lóðarleigu yrði þannig um 2,6 m.kr. Ekki er þörf að geta lækkunar í viðauka fjárhagsáætlunar þar sem hún rúmast innan fjárhagsáætlunar.

6.OR - Planið framvinduskýrsla

1204074

Framvinduskýrsla OR ,,PLANIÐ" - 2012 F1, dags. 12. júní 2012.

Lagt fram.

7.Samningur um innheimtu fasteignagjalda.

1206173

Samningur Akraneskaupstaðar og Landsbankans hf. um innheimtu fasteignagjalda. Samningurinn gildir í fjögur ár frá undirritun og tekur til álagðra fasteignagjalda gjaldáranna 2013-2016.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.

Gunnar telur að bjóða hefði átt þessi viðskipti út.

8.Samningur um bankaviðskipti.

1206174

Samningur Landsbankans hf. og Akraneskaupstaðar um bankaviðskipti. Samningurinn gildir einnig fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar og sjóði sem hann ber fjárhagslegea ábyrgð á og/eða hefr umsjón með. Samningurinn gildir til fjögurra ára, frá undirritun.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.

Gunnar telur að bjóða hefði átt þessi viðskipti út.

9.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Tilnefning í starfshóp til að fara yfir bæjarmálasamþykkt og skipurit. Starfshópurinn leggi tillögur fyrir bæjarstjórn fyrir fyrsta fund bæjarstjórnar í ágúst, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 12. júní 2012.

Afgreiðslu frestað.

10.Fjárhagsáætlun 2013

1205099

Bréf fjármálastjóra, dags. 24. júní 2012, varðandi fjárhagsáætlun 2013, gögn vegna ramma og fleira. Einnig minnisblað fjármálastjóra, dags. 15. júní 2012.

Lagt fram.

11.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 20. júní 2012, og tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar lóðar að Vesturgötu 113b. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir húsum við Vesturgötu 109, 111, 111B, 113, 115, 115B og 117.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.Yfirkjörstjórn - fundargerðir 2012

1205043

Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 16. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

13.Framkvæmdaráð - 79

1206014

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 13. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð - 92

1206003

Fundargerð fjölskylduráðs frá 21. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

15.Stjórn Akranesstofu - 55

1206012

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 13. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

16.Skipulags- og umhverfisnefnd - 69

1206005

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

17.OR - fundargerðir 2012

1202192

Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14. maí 2012 og fundargerð 173. stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. maí 2012.

Lagðar fram til kynningar.

18.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2012

1201149

Fundargerð 99. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 22. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

19.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2012

1201188

Fundargerð 107. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 11. júní 2012.

Lögð fram til kynningar.

20.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni

1205073

Bréf fjölskylduráðs, dags. 18. maí 2012, varðandi styrkbeiðni Mæðrastyrksnefndar Vesturlands. Fjölskylduráð óskar eftir að erindið verði tekið til umfjöllunar með öðrum styrkumsóknum sem liggja fyrir.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu í ljósi þess að umsóknin berst eftir lok umsóknarfrests.

21.Búseta fatlaðra framtíðarhugmyndir

1204075

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 26. júní 2012, þar sem leitað er staðfestingar bæjarráðs á fjármögnun framtíðarhugmyndar um búsetu fatlaðra.
Viðræður við Helgu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu. Áætlaður kostnaður ársins er um 2 m.kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting komi af liðnum "óviss útgjöld" 21-95-4995-1.

22.Þorpið - þjónusta við fatlaða framhaldsskólanemendur

1206127

Bréf fjölskylduráðs, dags. 26. júní 2012, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlaða framhaldsskólanemendur. Verkefnið kallar ekki á fjárúthlutun á árinu.
Viðræður við framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu kl. 16:30.

Lagt fram.

23.Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórnum.

1204124

Viðræður við fulltrúa Akraneskaupstaðar í Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

Á fundinn mætti Jón Pálmi Pálsson, formaður HEV og Ólafur Adolfsson, stjórnarmaður. Gerðu þeir grein fyrir ýmsum málum í starfseminni.

24.Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórnum.

1204124

Viðræður við fulltrúa Akraneskaupstaðar í Menningarráði Vesturlands.

Á fundinn mætti Jón Pálmi Pálsson, formaður stjórnar MV. Gerði hann grein fyrir ýmsum þáttum í starfseminni.

25.Írskir dagar 2012

1206086

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu dags. 27. júní 2012. Stjórn Akranesstofu fer fram á aukafjárveitingu að fjárhæð 2,0 m.kr. vegna gæslu á Írskum dögum.

Bæjarráð samþykkir erindið. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting komi af fjárhagsliðnum "óviss útgjöld 21-95-4995-1.

26.Securstore - tilkynning vegna útboðs tölvumála Akraneskaupstaðar.

1206175

Bréf Tölvuþjónustunnar Securstore ehf. þar sem tilkynnt er með formlegum hætti að fyrirtækið hyggist ekki skila inn tilboði í rekstur og þjónustu við tölvukerfi Akraneskaupstaðar. Tölvupóstur Admon ehf. dags. 25. júní 2012.

Bæjarráð þakkar Securstore ehf fyrir veitta þjónustu liðinna ára og óskar fyrirtækinu velfarnaðar í framtíðinni.

Að gefnu tilefni tekur bæjarráð fram að ráðgjafar sem útbjuggu útboðið og forsendur þess kannast ekki við fullyrðingar um að slegið hafi verið af öryggiskröfum í útboðinu.

Ráðgjafar hafa útbúið útboðsgögn í samræmi við gildandi rammasamninga um sambærilega þjónustu og unnið var við forsendur útboðsins á þeim nótum að ekki yrði gerð krafa um vottun en vottun aðila yrði metin til einkunna í matslíkani sem lagt verður til grundvallar vali á þjónustuaðilum.

27.Breiðin Sportbar - lengri opnunartími 2012

1204034

Bréf Ragnars Guðmundssonar, f.h. Breiðarinnar Sportbar, í tölvupósti dags. 20. júní 2012, þar sem óskað er heimildar til lengri opnunartíma föstudaginn 6. júlí nk. til kl. 04:00.

Bæjarráð samþykkir erindið.

28.Gamla Kaupfélagið - lengri opnunartími

1206199

Tölvupóstur Gísla S. Þráinssonar dags. 28.6.2012, f.h. Gamla kaupfélagsins þar sem óskað er eftir lengdum opnunartíma föstudaginn 6. júlí og laugardaginn 7. júlí nk. (til kl. 04:00.)

Bæjarráð samþykkir erindið.

29.Garðakaffi - endurnýjun rekstrarleyfis.

1206123

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 15. júní 2012, þar sem óskað er umasgnar um umsókn Marie Ann Butler,um rekstrarleyfi fyrir Garðakaffi á Safnasvæðinu að Görðum, Akranesi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

30.Suðurgata 57 - Gamla Landsbankahúsið

1105130

Drög að kaupsamningi um Suðurgötu 57 8210-2175), Akranesi ásamt bílskúr (210-2176) og lóð að Suðurgötu 47 (132169) og öllu sem fylgir og fylgja ber, að engu undanskildu, þ.m.t. eignarlóðaréttur. Kaupverð er 35 millj. kr.
Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu mætir til viðræðna á fundinn. Tillaga að nýtingu húsnæðis og áætlun um nauðsynlegar lágmarksendurbætur að fjárhæð 22,0 m.kr.

Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar frá 12. júní s.l. samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi kaupsamning um húsið. Bæjarstjóra falin undirritun samningsins. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi hugmyndir að nýtingu húsnæðisins í samræmi við tillögur þar um og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að annast nauðsynlegar framkvæmdir í samráði við Framvkæmdaráð.

Gert verði ráð fyrir fjárhæðunum í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting fjárfestingar komi af liðnum "Lóðir, lendur og jarðir" 31-10-5811-7, en fjárveiting vegna viðhaldsþáttar verði fjármögnuð af auknum skatttekjum, "staðgreiðsla" 00-01-0020-1.

Hrönn situr hjá við afgreiðslu málsins.

Gunnar óskar eftir að málinu verði frestað þar til fyrir liggi heildarkostnaður við endurbætur hússins eins og hann hefur þegar óskað eftir.

Bæjarráð hafnar beiðni Gunnars um frestun málsins.

31.Skagaleikflokkurinn - styrkbeiðni.

1206176

Bréf Skagaleikflokksins, dags. 25. maí 2012, þar sem sótt er um styrk og stuðning frá Akraneskaupstað.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu í ljósi þess að umsóknin berst eftir lok umsóknarfrests.

32.Styrkir 2012 - v/menningar, íþróttamála, atvinnumála og annara mála.

1202070

Styrkumsóknir vegna menningar-,íþrótta-, atvinnu- og annara mála. Minnisblað framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, verkefnastjóra Akranesstofu og bæjarritara um tillögur að úthlutun styrkja.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja með áorðnum breytingum. Samtals styrkfjárhæð 5.930 þús. kr.

Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting komi af fjárhagsliðunum "ýmsir styrkir" 21-89-5948-1 og "óviss útgjöld" 21-95-4995-1.

33.Greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 2012

1206163

Bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 19. júní 2012, varðandi greiðslur til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 30. júní 2012.

Lagt fram.

34.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað

1112125

Bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 20. júní 2012, þar sem tilkynnt er um staðfestingu ráðuneytisins á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað, sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Lagt fram.

35.Fjárhagsleg viðmið - Umsögn um drög að reglugerð og eftirlit með fjármmálum sveitarfélaga

1206120

Bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 12. júní 2012, þar sem þakkaðar eru ábendingar og umsögn Akraneskaupstaðar vegna draga að reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Lagt fram.

36.Fjárlaganefnd - Breyttar áherslur við fjárlagagerð.

1206142

Bréf fjárlaganefndar, dags. 18. júní 2012, þar sem tilkynnt er um breyttar áherslur við fjárlagagerð. Jafnframt er óskað eftir viðbrögðum sveitarfélaga við breyttum áherslum fyrir 1. ágúst nk.

Lagt fram.

37.Bókasafn - aukafjárveiting vegna veikinda

1206107

Bréf Bókasafns Akraness, dags. 11. júní 2012, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu á launalið vegna veikinda, samtals að fjárhæð kr. 1.937.316.-
Stjórn Akranesstofu samþykkti á fundi sínum þann 13. júní sl. að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið. Gert verði ráð fyrir fjárhæðinni í viðauka fjárhagsáætlunar. Fjárveiting komi af fjárhagsliðnum "aðrar launagreiðslur" 21-95-1690-1.

38.Æðaroddi 48 umsókn vegna greiðslu gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.

1206134

Erindi lóðarhafa að Æðarodda 48 varðandi greiðslu gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda.
Minnisblað fjármálastjóra, dags. 21. júní 2012.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur fjármálastjóra frágang þess.

Gunnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráð Akraness samþykkir að fela starfsmanna- og gæðastjóra Akraneskaupstaðar að semja reglur um notkun starfsmanna bæjarins á liðnum risna, gjafir og móttaka gesta. Reglur þessar skulu lagðar fyrir bæjarráð til samþykktar eigi síðar en 15. ágúst 2012.
Greinargerð.
Það kemur fram í skýrslu endurskoðanda Akraneskaupstaðar vegna ársins 2011 að notkun á liðnum risna, gjafir og móttaka gesta er ekki í lagi. Þess vegna er nauðsynlegt að setja skýrar reglur um það hverjir hafa leyfi til að ráðstafa fjármunum af þessum liðum, í hvaða tilgangi og fyrir hvaða upphæð. Eðlilegt væri að fjármálastjóri bæjarins hefði beiðnabók sem væri notuð í þessum tilgangi.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð óskar eftir að bæjarritari láti vinna frekari upplýsingar um fyrirkomulag við fjárhagsáætlunargerð sem lýtur að framangreindum liðum og jafnframt að láta taka saman kostnað vegna þessara liða undanfarinna fimm ára.

Fundi slitið - kl. 18:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00