Fara í efni  

Bæjarráð

3032. fundur 02. apríl 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Bókasafn - Dalbraut 1.

902126

Bréf bæjarbókavarðar, dags. 31.03.2009, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 5 milljónir vegna búnaðarkaupa í nýtt bókasafn.


Málinu frestað.

2.Atvinnusköpun - minnispunktar af fundi um nám

904017

Fyrir fundinum liggja minnispunktar frá fundi sem settur bæjarstjóri boðaði til þann 31.3.2009.


Bæjarráð felur Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra fjölskyldustofu að halda þessu starfi áfram.

3.Strætómál - fundargerðir starfshóps 2009.

903183

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 1. og 2. funda starfshóps um strætómál frá 26.03.2009 og 30.03.2009.
Lagðar fram.

4.OR - Eigendafundur - fundargerðir 2009.

904011

Fyrir fundinum liggur fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykajvíkur frá 31.03.2009.
Lögð fram.

5.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggur fundargerð 6. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 30.03.2009.

Lögð fram.

6.Efnahagsmál

810118

Fyrir fundinum liggur minnisblað dags. 10.03.2009, varðandi samráðsfund formanns og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga með samgönguráðherra, fjármálaráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra.

Lagt fram.

7.Faxaflóahafnir sf. - uppgjör fyrir árið 2008.

904001

Bréf Faxaflóahafna sf. dags. 25.03.2009, varðandi uppgjör fyrir árið 2008.

Lagt fram.

8.SAMAN hópurinn - Hvatning.

904014

Bréf SAMAN hópsins, dags. 30.03.2009. Hvatning til sveitarfélaga um að láta niðurskurð ekki bitna á börnum og unglingum.

Lagt fram.

9.KSÍ - Íþróttamannvirki - endurgreiðsla vsk.

904005

Bréf Knattspyrnusambands Íslands, dags. 24.10.2008, varðandi breytingu á lögum um virðisaukaskatt í tengslum við byggingu húseigna í eigu sveitarfélaga ss. framkvæmdum við íþróttamannvirki.

Lagt fram.

10.Café Mörk - opnunartími yfir páska 2009.

904010

Bréf Jósa ehf/co. Café Mörk, dags. 30.03.2009, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lengri opnunartíma dagana 10., 11. og 12. apríl vegna páskahátíðar.


Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að opið sé þann 11. og 13. apríl frá miðnætti til klukkan 04.00 en telur að eðlilegt sé að loka á miðnætti laugardaginn fyrir páska.

11.Apótekarinn Akranesi - Lyfsöluleyfi.

904013

Bréf Lyfjastofnunar, dags. 27.03.2009, þar sem óskað er umsagnar vegna nýs lyfsöluleyfis fyrir nýja lyfjabúð, Apótekarann Akranesi, Dalbraut 1.

Bæjarráð gerir engar athugasemdir við erindið.

12.Bókasafn - íslenskukennsla.

903180

Bréf Jafnréttishúss, dags. 23.03.2009, þar sem óskað er eftir afnoti af bókasafni Akraneskaupstaðar til þess að halda námskeið í íslensku fyrir útlendinga.

Bæjarráð samþykkir erindið.

13.Fjárhagsáætlun 2009 - endurskoðun.

904012

Bréf fjármálastjóra, dags. 01.04.2009, varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

Bæjarráð samþykkir erindið.

14.Hundahald

903182

Breyting á samþykkt um hundahald.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á 1. grein gjaldskrár vegna hundahalds á Akranesi.

15.Kirkjuhvoll - húsnæði.

904009

Bréf umsjónarmanns fasteigna, dags. 15.03.2009. Kostnaðagreining vegna Kirkjuhvolls, lista og fræðslu aðstöðu, flotun - gólfefni og snyrting.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og vísi fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

16.Heimaþjónusta - gjaldskrá

904007

Minnispunktar öldrunarfulltrúa, ódags. varðandi breytingar á gjaldskrá fyrir félagslega þjónustu.

Bæjarráð vísar erindinu til Fjölskyldustofu.

17.Atvinnuskapandi samstarfsverkefni.

903141

Undirritað samkomulag Akraneskaupstaðar og Fornleifastofnunar Íslands, dags. 27.03.2009, varðandi atvinnuskapandi samstarfsverkefni á sviði fornleifafræði og menningarsögulegra rannsókna.


Bæjarráð samþykkir samkomulagið. Komi til útgjalda vegna 7. gr. samningsins fyrir Akraneskaupstað greiðir Fornleifastofnun Íslands þann kostnað.



Hrönn og Rún óska eftir að bóka: Mikilvægt er að jafnræðis verði gætt komi til fleiri sambærilegra beiðna um þátttöku bæjarins í atvinnuskapandi samstarfsverkefnum.

18.Seljuskógar 10-12, umsókn um lóð.

903146

Bréf Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 20.03.2009, varðandi umsókn Jóhanns Boga Guðmundssonar um parhúsalóðir við Seljuskóga 10-12.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisstofu.

19.Seljuskógar 2-4, umsókn um lóð.

903145

Bréf Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 20.03.2009, varðandi umsókn Jóhanns Boga Guðmundssonar um parhúsalóðir við Seljuskóga 2-4.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisstofu.

20.Opnunartímar stofnana - endurskoðun

901145

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 26.03.2009, varðandi endurskoðun á opnunartíma stofnana.

Lagt fram.

21.Garðasel - þakviðgerð

901161

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 26.03.2009, varðandi þakviðgerðir á Garðaseli - áætlaður kostnaður er kr. 13 milljónir.


Bæjarráð leggur til að erindið verði samþykkt og fjármögnun þess vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

22.Garðagrund 3 - deiliskipulag

812091

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 26.03.2009, varðandi Garðagrund 3 - deiliskipulag.


Bæjarráð samþykkir erindi nefndarinnar.

23.Krókatún - Deildartún

810182

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 26.03.2009, varðandi Krókatún - Deildartún.

Bæjarráð samþykkir erindi nefndarinnar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00