Fara í efni  

Bæjarráð

3019. fundur 23. október 2008 kl. 15:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Ágóðahlutur EBÍ til aðildarsveitarfélaga 2008

810115

Bréf Önnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra EBÍ, barst í tölvupósti dags. 15.10.2008, varðandi ágóðahlutagreiðslu EBÍ til aðildarsveitarfélaga 2008. Þetta árið fær Akraneskaupstaður rúmlega 15 milljónir.

Lagt fram.

2.Stjórnskipulagsbreytingar

810133

Bréf Helgu Gunnarsdóttur, dags. 23.10.2008. Þar sem fram kemur að Helga þiggur starfið sem henni var boðið sem framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu.


Lagt fram.

3.Stjórnskipulagsbreytingar

810133

Vegna óska um reynslutíma í nýju starfi framkvæmdastjóra samþykkir bæjarráð Akraness að við gildistöku nýs stjórnskipulags Akraneskaupstaðar þann 1. janúar 2009 fái sviðsstjórar, sem taka við nýjum störfum hjá Akraneskaupstað, sex mánaða reynslutíma, óski þeir þess. Á framangreindum reynslutíma gilda ákvæði kjarasamninga um kjarabætur um samningsbundinn uppsagnarfrest.

4.Kjör í stjórn Vaxtarsamnings.

810132

Kjör í stjórn Vastarsamnings. Tilnefnd er Eydís Aðalbjörnsdóttir í stað Gunnars Sigurðssonar.

Bæjarráð samþykkir tilnefninguna fyrir sitt leyti.

5.Fundargerðir starfshóps vegna starfsleyfis Sementsverksmiðjunnar 2008.

810125

Fundargerð 6. fundar starfshóps um starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar frá 15.10.2008.

Lögð fram.

6.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008.

810065

Fundargerð 65. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 20.10.2008 liggur fyrir.


Bæjarráð samþykkir byggingarþætti fundargerðarinnar sbr. 1.-4. tl. Aðrir töluliðir fundargerðarinnar lagðir fram.

7.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2008

810055

Drög að dagskrá 1061. fundar bæjarstjórnar liggur fyrir.

Lögð fram.

8.Kjör í ritnefnd um sögu Akraness.

810130

Kjör í ritnefnd sögu Akraness. Tilnefndur er Guðjón Guðmundsson í stað Jósefs H. Þorgeirssonar.


Bæjarráð samþykkir tilnefninguna fyrir sitt leyti.

9.Vandi í efnahagsmálum

810118

Minnispunktar frá samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann, dags. 20.10.2008.

Lagt fram.

10.Efnahagsmál, ástand og horfur á Vesturlandi.

810129

Minnisblað Atvinnuráðgjafar Vesturlands, dags. 14.10.2008, varðandi ástand og horfur á Vesturlandi í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagsmálum.

Lagt fram.

11.Dagur íslenskrar tungu.

810121

Bréf Menntamálaráðuneytisins, dags. 8.10.2008, varðandi dag íslenskrar tungu sem haldinn er 16. nóvember ár hvert. Allir eru hvattir til að hafa íslenskuna í öndvegi með ýmsu móti. Heimasíða dags íslenskrar tungu er: http://www.menntamalaraduneyti.is/menningarmal.dit/.

Lagt fram.

12.Forvarnardagurinn 2008.

810119

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, barst í tölvupósti dags. 21.10.2008. Þann 6. nóvember nk. verður í 3. sinn boðað til Forvarnardags í 9. bekkjum grunnskóla landsins frumkvæði að forseta Íslands. Sveitarstjórnarmenn eru hvattir til að kynna sér þá dagskrá sem fram fer í skólunum í sveitarfélaginu og til að heimsækja skólana þennan dag og taka þátt í umræðum með nemendum í 9. bekkja. Allar frekari upplýsingar má finna á vefslóðinni: www.forvarnardagur.is

Lagt fram.

13.Stjórnsýslukæra minnihluta varðandi ákvörðun um tölvumál

810112

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 16.10.2008, varðandi erindi minnihluta bæjarstjórnar Akraness þar sem farið er fram á athugun ráðuneytisins á ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Akraness varðandi tölvuþjónustu.



Gunnar Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins, með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga. Bæjarráð samþykkir að fela Jóhannesi Karli Sveinssyni hrl. hjá lögmannsstofunni Landslögum ehf. að svara erindinu.

14.Brunavarnaáætlun Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

810116

Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 15.10.2008, bókun Hvalfjarðarsveitar varðandi brunavarnaráætlun Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Lagt fram.

15.Kór Akraneskirkju, styrkbeiðni 2008-2009

810117

Bréf Kórs Akraneskirkju, dags. 15.10.2008. Beiðni um rekstrarstyrk fyrir veturinn 2008-2009.


Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

16.Vallarsel, tónleikar í Tónbergi, beiðni um styrk.

810127

Bréf leikskólastjóra Vallarsels, dags. 20.10.2008, þar sem óskað er eftir styrk, í formi greiðslu húsaleigu, til að halda tónleika í Tónbergi á Vökudögum, miðvikudaginn 5. nóv. nk.

Bæjarráð samþykkir erindið.

17.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins.

810128

Bréf deildarstjóra æskulýðs- og forvarnarmála, barst í tölvupósti dags. 14.10.2008, varðandi dagssetningu bæjarstjórnarfundar unga fólksins. Lagt er til að fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 18. nóvember nk.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bréfritara undirbúning málsins.

18.Starfshópur um verkefnið ?Viskubrunnur í Álfalundi".

810126

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 22.10.2008, varðandi skipun starfshóps sem skal undirbúa og skilgreina verkefnið ?Viskubrunnur í Álfalundi". Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á skipun starfshópsins.

Bæjarráð staðfestir skipun starfshópsins.

19.Hjóla og gönguleiðir

810045

Bréf umhverfisnefndar dags. 14.10.2008, þar sem óskað er eftir því að í framtíðinni verði gert sérstaklega ráð fyrir umferð hjólreiðafólks við hönnun og endurbætur umferðamannvirkja. Jafnframt óskað eftir því að núverandi göngu og hjólreiðastígur meðfram Garðabraut verði breikkaður.


Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

20.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Bréf umhverfisnefndar, dags. 14.10.2008, þar sem nefndin óskar eftir að tjaldsvæðið í Kalmansvík og umhverfi þess verði sett í umhverfishönnun. Nefndin leggur til að verkefnið verði unnið í samvinnu við skóla sem kenna umhverfisskipulag.


Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

21.Skrúðgarðurinn, úrbætur

810043

Bréf umhverfisnefndar dags. 14.10.2008, varðandi útlit og hugsanlegar endurbætur á bæjargarðinum við Suðurgötu.

Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar 2009.

22.Kynning á vinnureglum til beitingar dagsekta

810109

Tillaga byggingarfulltrúa, barst í tölvupósti dags. 21.10.2008, varðandi vinnureglur vegna vanefnda á verkum o.fl. og beitningu dagsekta til að knýja fram úrbætur.

Bæjarráð samþykkir tillögur byggingarfulltrúa og felur honum framkvæmd málsins.

23.Dalbraut 1, bókasafn, sérkerfi.

810124

Bréf Runólfs Þórs Sigurðssonar, eftirlitsaðila verkkaupa með byggingu bókasafns, dags. 8.10.2008, varðandi sérkerfi í bókasafn sem ekki er innifalið í kostnaðaráætlun en eru sum öryggisatriði fyrir bókasafnið.



Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00