Fara í efni  

Bæjarráð

3268. fundur 12. nóvember 2015 kl. 16:30 - 19:26 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1411073

Umsókn Bókasafns Akraness um kaup á sjálfsafgreiðsluvél.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna úr tækjakaupasjóði vegna kaupa á sjálfsafgreiðsluvél í Bókasafn Akraness.

Fjármununum, samtals að fjárhæð kr. 2.200.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.

2.Jöfnunarsjóður - framlög 2016

1509141

Erindi Jöfnunarsjóðs um úthlutun tekjujöfnunarframlaga og sérstaks framlags vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

3.Jöfnunarsjóður - framlög v/ sérþarfa fatlaðra nemenda 2016

1509132

Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlað framlag Jöfnunarsjóðs vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fyir fjárhagsárið 2016.
Lagt fram til kynningar.

4.Jöfnunarsjóður - framlög v/ nýbúafræðslu 2016

1509131

Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2016.
Lagt fram til kynningar.

5.Skipan almannavarna í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi

1511181

Erindi lögreglustjórans á Vesturlandi um skipan almannavarna á Vesturlandi.
Bæjarráð tekur undir erindi lögreglustjórans og telur skynsamlega ráðstöfun að hafa eina almannavarnanefnd á Vesturlandi.

6.Listaverk á Breið

1511179

Erindi Elsu Maríu Guðlaugsdóttur um listaverkið Síberíu sem staðsett hefur verið á Breiðinni.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og umhverfisráði vegna staðsetningu listaverkanna á Breiðinni og til menningar- og safnanefndar vegna listaverkakaupanna.

7.Orkuveita Reykjavíkur - arðgreiðslustefna

1511167

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur um arðgreiðslustefnu og tillaga um tilnefningu í rýnihóp.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Jóhann Þórðarson sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í rýnihópinn.

8.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

1412236

Erindi skóla- og frístundaráðs um áherslur Hvalfjarðarsveitar vegna samstarfssamnings um ýmis málefni á skóla- og frístundasviði. Ráðið vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

9.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi

1404016

Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs að samningi milli Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur og uppbyggingu Skátafells í Skorradal.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

10.Grundaskóli - tölvukostur og hvatatilboð

1511162

Erindi Hollvinafélags Grundaskóla um tölvukost í Grundaskóla og hvata tilboð til að gera betur.
Bæjarráð fagnar stuðningi Hollvinafélags Grundaskóla og bendir á að forsvarsmenn skólans geta sótt um fjárveitingu í miðlægan tækjakaupasjóð Akraneskaupstaðar.

11.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 831 frá 30. október 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Afreksíþróttasvið samstarfssamningur 2015

1509378

Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs við samstarfssamningi FVA, ÍA og Akraneskaupstaðar um afreksíþróttasvið við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi fyrir skólaárið 2015-2016.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn.

13.Knattspyrnufélag ÍA - umsögn á tækifærisleyfi vegna Carnival Rejúníjon

1511006

Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna uppskeruhátíðar árgangamóts sem halda á þann 14. nóvember næstkomandi frá kl. 19:00-01:00.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

14.Starfshópur um ábyrgð lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga

1511120

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um stofnun starfshóps um ábyrgð lífeyrisskuldbindinga ríkis og sveitarfélaga vegna samrekstrar og fleira. Í starfshópnum verða Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri Reykjavíkurborgar.
Erindið lagt fram til kynningar.

15.Dalbraut 6 - þjónustumiðstöð fyrir aldraða

1410165

Lagt fram erindi starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 þar sem óskað er eftir fjárheimild vegna frumhönnunar húsnæðis þjónustumiðstöðvar að fjárhæð kr. 3.000.000.
Í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir 10 mkr. í reitinn að Dalbraut 6. Innfalið í þeirri fjárhæð er m.a. hönnunarkostnaður.

16.Reglur um styrkveitingar vegna umsókna um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

1511189

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til skóla- og frístundaráðs að semja drög að reglum um styrkveitingar til tónlistarnáms einstaklinga sem hafa lögheimili á Akranesi en stunda tónlistarnám í öðru sveitarfélagi.

17.Tónlistarnám á miðstigi utan lögheimilissveitarfélags

1509250

Erindi Tónlistarskólans í Kópavogi, dags. 14. september 2015, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður greiði kostnað við kennslu nemanda á grunnskólaaldri við tónlistarskólann.
Bæjarráð samþykkir að veita nemanda við Tónlistarskóla Kópavogs styrk sem nemur 50% af kostnaðarhlutfalli sveitarfélagsins fyrir skólaárið 2015-2016, samtals kr. 97.000, á grundvelli þess að námið er ekki kennt við Tónlistarskóla Akraness auk þess sem nemandi er á grunnskólaaldri myndi námið ekki falla undir samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

18.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags

1508413

Erindi Tónlistarskólans á Akureyri, dags. 27. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður greiði kostnað við kennslu nemanda við tónlistarskólann. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 10. september sl.
Bæjarráð hafnar umsókn Tónlistarskólans á Akureyri vegna nemanda sem stundar saxafónnám á grunnstigi við skólann.
Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda sem eru á framhaldsskólastigi til tónlistarnáms eftir búsetu er úr gildi fallið auk þess sem saxófónnám á grunnstigi er kennt við Tónlistarskóla Akraness.

19.Viðburðir 2016, dagsetningar

1509315

Ingþór Bergmann formaður menningar- og safnanefndar kynnir dagsetningar viðburða sem stefnt er að halda á Akranesi árið 2016.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við menningar- og safnanefnd að Írskir dagar verði áfram fyrstu helgina í júlí 2016.

20.Tónberg - salur Tónlistarskólans á Akranesi

1511168

Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi og Ingþór Bergmann formaður menningar- og safnanefndar taka sæti á fundinum til að ræða málefni Tónbergs.
Bæjarráð þakkar þeim Lárusi og Ingþór fyrir komuna og upplýsandi umræður.

Fundi slitið - kl. 19:26.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00