Bæjarráð
Dagskrá
1.Kaffi ást ehf. Kirkjubraut 8 - rekstrarleyfi
1205119
Bréf Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar, dags. 2.8.2012 og erindi Högna Gunnarssonar, vegna opnunartíma Kaffi Ástar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar álits lögmanns bæjarins.
2.Cafe Eyðimörk - rekstrarleyfi
1207004
Tölvupóstur sýslumannsins á Akranesi, dags. 19. júlí 2012, þar sem áframsent er erindi Gunnars Þórs Gunnarssonar, dags. 16. júlí 2012, varðandi umsögn bæjarráðs um rekstarleyfi Eyðimerkur ehf að Skólabraut 14 á Akranesi.
Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína til málsins. Bæjarstjóra falið að svara umsóknaraðila.
3.Einigrund 5 - tilboð
1207083
Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags.1.8.2012 ásamt kauptilboði. Fyrir liggur kauptilboð í eignina að fjárhæð 13 m.kr. frá þeim Sigurði I. Grétarssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarráð að tilboðinu verði tekið.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdaráðs um sölu íbúðarinnar og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun afsals og annarra gagna sem nauðsynleg eru. Gert verði ráð fyrir söluandvirði í viðauka við fjárhagsáætlun Eignasjóðs.
4.Úthlutun byggðakvóta
1208006
Bréf bæjarstjóra, dags 1.8.2012, til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um reglur og skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.
Lagt fram.
5.Launalaust leyfi í ár
1208004
Beiðni Sigríðar Korts Þórarinsdóttur um launalaust leyfi, dags. 24.7.2012 ásamt bréfi Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 7.8.2012, þar sem mælt er með að umbeðið leyfi verði veitt.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6.Launalaust leyfi í ár
1208005
Beiðni Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur um launalaust leyfi, dags. 24.7.2012 ásamt bréfi Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 7.8.2012, þar sem mælt er með að umbeðið leyfi verði veitt.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7.Leiguíbúðir - svar við ályktun Sambands ísl. sveitarfélaga.
1207089
Bréf Íbúðalánasjóðs, dags. 26.7.2012, vegna ályktunar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um leigu eigna Íbúðalánasjóðs.
Lagt fram.
8.Landsbankinn - lán nr. 0106-36-524
1207088
Bréf Landsbankans dags. 17.7.2012, varðandi endurútreikning láns nr. 0106-36-524, samkvæmt samþykkt alþingis frá desember 2010 um breytingu á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og endurútreikning lána með ólöglegri gengistryggingu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við bankann um leiðréttingu lánsins.
9.Aðalfundur samtaka sveitarfélaga 2012
1208034
Fundarboð vegna aðalfundar samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Stykkishólmi 31. ágúst - 1. september 2012.
Lagt fram.
10.Framkvæmdaráð - 80
1207010
Fundargerð framkvæmdaráðs dags. 31.júlí 2012.
Lögð fram.
11.Fjölskylduráð - 93
1208001
Fundargerð fjölskylduráðs, dags. 7. ágúst 2012.
Lögð fram.
12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 71
1207007
Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 7. ágúst 2012.
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 17:00.