Fara í efni  

Bæjarráð

3337. fundur 08. mars 2018 kl. 16:00 - 16:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Lóðaumsóknir febrúar 2018 - útdráttur

1802185

Lóðaúthlutun - útdráttur.
Tímabilið 13. janúar til og með 7. febrúar 2018 voru 20 lausar lóðir auglýstar 20 til úthlutunar í Skógarhverfi 1. og 2. áfanga.

Alls sóttu 44 um lóðirnar en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Útdráttur lóðanna fer fram á opnum aukafundi bæjarráðs að viðstöddum Jóni Einarssyni fulltrúa sýslumanns.

Formaður bæjaráðs fer yfir fyrirkomulag á útdrættinum. Gestum sem viðstaddir voru útdráttin var boðið að koma á framfæri athugasemdum. Engin athugasemd barst.

A. Lóðin Akralundur nr. 1-5.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

B. Akralundur nr. 7-11.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

C. Akralundur nr. 13-23.
Ein umsókn barst frá umsækjandanum Karki ehf og fær hann lóðina úthlutaða.

D. Akralundur nr. 25-31.
Þrjár umsóknir bárust frá S1012, Kalmannsvellir 3 ehf. og Fjölsprot ehf.
Dreginn var út umsækjandinn S1012, til vara umsækjandinn Kalmannsvellir 3 ehf. og til þrautavara Fjölsprot ehf.

E. Asparskógar nr. 6.
Ein umsókn barst frá umsækjandanum X-JB ehf. og fær hann lóðina úthlutaða.

F. Asparskógar nr. 8.
Fjórar umsóknir bárust frá 1109 ehf., X-JB ehf., GS Import ehf. og Gullstofan ehf.

Dreginn var út umsækjandinn 1109 ehf, til vara umsækjandinn X-JB ehf og til þrautavara GS Import ehf.

G. Asparskógar nr. 10.
Þrjár umsóknir bárust frá 1109 ehf., GS Import ehf. og Gullstofan ehf.

Dreginn var út umsækjandinn GS Import ehf. til vara umsækjandinn 1109 ehf og til þrautavara Gullstofan ehf.

H. Asparskógar nr. 11.
Ein umsókn barst frá umsækjandanum Akralundur ehf. og fær hann lóðina úthlutaða.

I. Asparskógar nr. 13.
Ein umsókn barst frá umsækjandanum Akralundur ehf. og fær hann lóðina úthlutaða.

J. Asparskógar nr. 15.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

K. Asparskógar nr. 17.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

L. Asparskógar nr. 19.
Ein umsókn barst en umsækjandinn dróg umsóknina til baka. Lóðin fer á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

M. Asparskógar nr. 21.
Ein umsókn barst en umsækjandinn dróg umsóknina til baka. Lóðin fer á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

N. Asparskógar nr. 18.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

O. Álfalundur nr. 2-4.
Fimm umsóknir bárust frá Afltak ehf., Heimir Einarsson og Sigurjón Skúlason, GS Import ehf., Magnús Freyr Ólafsson og Ásgeir Ólafur Ólafsson og Karvel Lindberg Karvelsson og Karvel Lindberg Karvelsson.

Dreginn var út umsækjandinn Magnús Freyr Ólafsson og Ásgeir Ólafur Ólafsson , til vara umsækjandinn GS Import ehf. og til þrautavara Karvel Lindberg Karvelsson og Karvel Lindberg Karvelsson.

P. Álfalundur nr. 6-12.
Þrjár umsóknir bárust frá HH málun ehf., Lagna- og vélahönnun ehf. og Sjammi ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Sjammi ehf. til vara umsækjandinn Lagna- og vélahönnun ehf. og til þrautavara HH málun ehf.

Q. Álfalundur nr. 14-20.
Tíu umsóknir bárust frá:
Sjammi ehf.,
S1012,
H-verk ehf.,
Hugsi ehf.,
Asp 24 ehf.,
Heimir ehf.
Trésmiðja Guðmundar Friðriks ehf.,
Kalmannsvellir 3 ehf.,
Lagna- og vélahönnun ehf.,
GS Import ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Lagna- og vélahönnun ehf., til vara umsækjandinn Sjammi ehf., og til þrautavara Trésmiðja Guðmundar Friðriks ehf.

R. Álfalundur nr. 22-26.
Tíu umsóknir bárust frá:
Afltak ehf.,
HH málun ehf.,
H-verk ehf.,
Hugsi ehf.,
Asp 24 ehf.,
Heimir ehf.,
Trésmiðja Guðmundar Friðriks ehf.,
Kali ehf.,
Laufás trésmiðja ehf.,
Fjölsprot ehf.

Dreginn var út umsækjandinn Heimir ehf., til vara umsækjandinn Laufás trésmiðja ehf., og til þrautavara Hugsi ehf.

S. Beykiskógar nr. 17.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

T. Beykiskógar nr. 19.
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.

Bæjarráð þakkar umsækjendum kærlega fyrir þeirra framlag og fulltrúa sýslumanns fyrir hans störf.

Fundi slitið - kl. 16:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00