Fara í efni  

Bæjarráð

3383. fundur 12. september 2019 kl. 08:15 - 12:07 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - viðaukar

1904196

Samkvæmt 6. tl. 3. gr. verklagsreglna um gerð viðauka við fjárhagsáætlun skal ársfjórðungslega taka þær afgreiðslur saman í viðauka og leggja fyrir bæjarráð.

Hjálagður er heildarviðauki fyrir tímabilið janúar til ágúst. Viðaukinn sýnir allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun, bæði samþykktum viðaukum nr. 1-10 og samþykktum á fjármunum undir 2 m.kr.

Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóra tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar verkefnastjóra fyrir vandaða og greinargóða vinnu.

2.Innheimtumál

1909102

Tillaga að bættu ferli og skýrara verklagi í tengslum við innheimtu Akraneskaupstaðar.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri og Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um verklag varðandi innheimtu hjá Akraneskaupstað sem felur í sér útvistun.

3.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Grunnforsendur ásamt tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020 lagðar fram til samþykktar.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason aðalbókari taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir grunnforsendur vegna fjárhagsáætlunarvinnu vegna 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021 til og með 2023 sem taki mið af spá Hagstofu Íslands.

Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri, Kristjana Helga Ólafsdóttir og Sigmundur Ámundason aðalbókari víkja af fundinum.

4.Höfði - viðauki 2019

1907054

Erindi frá Höfða vegna viðauka 1 hjá heimilinu var tekið fyrir til umfjöllunar og samþykktar í bæjarráði þann 11. júlí síðastliðinn.

Bæjarráð afgreiddi erindið með ófullnægjandi hætti, með vísan til reglna um gerð viðauka, og er því málið lagt fyrir á nýju.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 11 vegna Höfða, hjúkrunar og dvalarheimilis en Rakel Óskarsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

Viðaukinn felur í sér aukin rekstrarútgjöld í B-hluta samstæðu Akraneskaupstaðar að fjárhæð 15,3 mkr. sem er mætt með samsvarandi lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísar viðaukanum til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Bókun bæjarfulltrúans RÓ:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill árétta að bæjarstjórn Akraness samþykkti reglur um gerð viðauka á fundi sínum þann 28. maí 2019. Markmið þeirra reglna er að skýra ferli við gerð slíkra viðauka og áhrif þess á fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélagsins. Undirrituð benti á þetta í bókun sinni á bæjarráðsfundi þann 25. júlí s.l.
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 11. júlí s.l. samþykkti bæjarráð Akraness með atkvæði fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra auka fjárútlát að upphæð 15,3 milljóna kr. vegna aukinnar rekstrargjalda Höfða án beiðni um viðauka.

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Nú skal málið tekið aftur upp til samþykktar því afgreiðslan braut á reglugerð um viðauka. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerir aftur athugasemdir við vinnubrögð meirihlutans í afgreiðslu fjárhagsbeiðna sem þessa.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

5.Atvinnumál - verkefni

1905365

Minnisblað bæjarstjóra um stöðu atvinnuverkefna.
Lagt fram.

6.Höfði - sviðsmyndagreining rekstrarforma

1811202

Sviðsmyndagreining vegna Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og Jóhann Þórðarsyni frekari úrvinnslu málsins og staðan kynnt á næsta fundi ráðsins þann 26. september næstkomandi.

7.Skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstaða fyrir starfsmenn og kennara

1905270

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um á fundi sínum þann 27. maí síðastliðinn minnisblað varðandi skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstöðu starfsmanna og kennara.

Skipulags- og umhverfisráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar sem lagðar eru fram varðandi skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstöðu starfsmanna og kennara. Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu að öðru leyti til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að að bæta starfsaðstöðu íþróttakennara á Jaðarsbökkum með rými Akraneskaupstaðar á svölum við hlið hátíðarsalar. Ráðstöfunin tekur til vetrarins 2019 til 2020. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins.

8.Guðlaug, heit laug - starfsleyfi o.fl.

1612106

Tillaga um breytingu á vetraropnun Guðlaugar.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði breyting á vetraropnun Guðlaugar sem felur í sér lengingu um helgar.

Kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.275.000, verður mætt af liðnum 20830-4995.

Bókun bæjarfulltrúans RÓ:
Á fjárhagsárinu 2019 hefur Akraneskaupstaður aukið fjármagn til reksturs á Guðlaugu við Langasand að fjárhæð kr. 4.5 m.kr. sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs.
Í ljósi þessa er mikilvægt að bæjarstjórn Akraness fari vel yfir þennan málaflokk í vinnu sinni að fjárhagsáætlun ársins 2020. Jafnframt er mikilvægt í framhaldinu að huga að tekjumyndun mannvirkisins til að mæta kostnaði Akraneskaupstaðar. Opnunartíma Guðlaugar fyrir árið 2020 þarf að skoða samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Akraneskaupstaður kaus að hafa hafa aðgengi að Guðlaugu gjaldfrjálst á árinu 2019 í þeim tilgangi að kynna mannvirkið vel almenningi og bæta aðstöðu fyrir gesti. Það hefur heppnast vel og hafa gestakomur farið fram út björtustu vonum okkar Skagamanna og markmiðinu náð að gera Langasand að segli í ferðaþjónustu á Akranesi.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

9.Breyting á opnunartíma íþróttamannvirkja

1908333

Erindi Ágústu Andrésdóttur forstöðumanns íþróttamannvirkja um breytingu á opnunartíma íþróttamannvirkja.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar til skóla- og frístundaráðs til afgreiðslu.

10.Baugalundur 1 - umsókn um byggingarlóð

1909006

Umsókn Þórnýjar Öldu Baldursdóttur og Ragnars Más Ragnarssonar um byggingarlóð við Baugalund 1.

Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Baugalundur 1 til umsækjanda.

11.Baugalundur 1 - umsókn um byggingarlóð

1909092

Umsókn Daisy Heimisdóttur um byggingarlóð við Baugalund 1.

Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð getur ekki orðið við umsókninni þar sem annar sótti um og greiddi umsóknargjaldið á undan og hefur fengið lóðinni úthlutað.

12.Skólabraut 9, Iðnskólinn - viðhald húss

1810139

Erindi sóknarnefndar Akraneskirkju um gamla Iðnskólahúsið við Skólabraut.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að hitta fulltrúa sóknarnefndarinnar. Afgreiðslu málsins frestað.

13.Kútter Sigurfari - staða mála

1903002

Erindi forstöðumanns menningar- og safnamála um stöðu mála gagnvart Kútter Sigurfara.
Forstöðumanni falið að vinna að málinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu og bíða efti niðurstöðu Europa Nosta um hvort Sigurfari komist á lista yfir menningarmannvirki sem eru í hve mestri hættu í Evrópu. Niðurstöðu er að vænta eftir ráðstefnu Europa Nostra í París í lok október næstkomandi.

14.SSV - Haustþing 2019

1909087

Haustþing SSV verður haldið í Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 25. september næstkomandi. Dagskrá hefst kl. 09:30 og er áætlað að dagskrá standi yfir til kl. 18:00.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar verði samkvæmt kosningu í ráð og nefndir frá 12. júní 2018. Tilnefna þarf varamann á þingið vegna afgreiðslu bæjarstjórnar þann 10. september síðastliðinn á leyfisbeiðni bæjarfulltrúans Gerðar Jóhönnu Jóhannsdóttur. Málið verður tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi þann 24. september næstkomandi.

Fulltrúar Akraneskaupstaðar auk bæjarstjóra á haustþinginu verða:

Aðalmenn:
Elsa Lára Arnardóttir (B)
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Bára Daðadóttir (S)
Rakel Óskarsdóttir (D)
Ólafur G. Adolfsson (D)

Varamenn:
Liv Aase Skarstad (B)
Þröstur Karlsson (B)
Einar Brandsson(D)
Sandra M. Sigurjónsdóttir (D)
Bára Daðadóttir (S)

Varamenn:
Sandra Sigurjónsdóttir (D)

Útbúin verða umboð vegna fundarsetu fulltrúanna.

15.Sameining sveitarfélaga - nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1909066

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á því að tvö ný fylgiskjöl hafa bæst við tillögu til þingsályktunar um stefnu í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt Stjórnarráðsins.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:07.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00