Fara í efni  

Bæjarráð

3407. fundur 25. mars 2020 kl. 11:30 - 14:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli.

666. mál til umsagnar - frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.
Lagt fram.

2.Kostnaðaraukning vegna COVID-19

2003162

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 18. mars sl., viðbótarráðningar og kostnaðaraukningu við veitta þjónustu og vísar því til staðfestingar í bæjarráði. Í ljósi aðstæðna er ekki hægt að meta aukinn kostnað.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda sérstaklega utan um allan viðbótarkostnað sem fellur til vegna COVID-19 viðbragða sem gripa þarf til í rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri tryggir upplýsingagjöf til bæjarráðs og ákvarðanir sem fela í sér veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins verða eðli máls samkvæmt alltaf til ákvörðunar í bæjarráði áður en þær öðlast skuldbindingargildi fyrir Akraneskaupstað.

Bæjarráð hyggst funda einu sinni í viku næstu fjórar vikurnar eða oftar ef aðstæður krefjast þess og verður sú ákvörðun endurskoðuð eftir þörfum.

3.Aðgerðir Akraneskaupstaðar vegna Covid-19

2003133

Aðgerðir Akraneskaupstaðar í tengslum við áhrif Covid-19 á starfssemi og þjónustu stofnanna til samfélagsins.
Farið yfir mögulegar aðgerðir af hálfu Akraneskaupstaðar vegna COVID-19 í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um samkomubann og skerta þjónustu frá 17. mars sl.

A. Bæjarráð samþykkir að Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla og frístundar fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.

Ofangreint nær til þjónustu gjalda leik- og grunnskóla og starfsemi frístundar í Þorpinu.

Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka apríl næstkomandi.

Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna og verður fyrirkomulagið auglýst að nýju eigi síðar en 15. apríl næstkomandi.

B. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra tillögur varðandi mögulega frestun gjalddaga fasteignagjalda fyrirtækja og einstaklinga sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. Tillögurnar taki mið af ákvörðun ríkisvaldsins um frestun gjalddaga staðgreiðslu og tryggingargjalds hjá lögaðilum.

C. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að útfæra tillögu varðandi fasteignaskatta í flokki A (íbúðarhúsnæði) og C (atvinnuhúsnæði) vegna komandi fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2021 í samræmi við útfærslur vegna fjárhagsáætlunar yfirstandandi árs. Það felur í sér útfærslu í samræmi við ákvæði lífskjarasamningsins og bindur hækkanir við áætlaðar verðlagsbreytingar en ekki hækkun fasteignamats. Sama gildir um áætlaða hækkun gjaldskráa á milli ára sem er í samræmi við hefðbundna aðferðarfræði Akraneskaupstaðar við fjárhagsáætlunargerð.

D. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra tillögur um mögulega flýtingu viðhaldsframkvæmda í sveitarfélaginu og stærri fjárfestingaverkefna. Útfærslan taki m.a. mið af væntanlegum tillögum ríkisvaldsins um endurgreiðslu virðisaukaskatts en slíkt hefur verið boðað og er í vinnslu. Sama gildir um stofnframlagsverkefni sem útfærð verði í samræmi við væntanlegar tillögur ríkisvaldsins á þessu sviði.

E. Bæjarráð samþykkir að gildistími þjónustukorta í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar framlengist sem nemur gildistíma samkomubanns stjórnvalda.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2020-2023

1912062

Endurskoðun fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar Akraneskaupstaðar 2020-2023.
Lagt fram.
Bæjarráð hefur til skoðunar möguleika á að flýta tilteknum fjárfestingum og viðhaldsverkefnum með hliðsjón af því ástandi sem er uppi í samfélaginu vegna COVID-19.

5.Leikskóli hönnun

1911054

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um á fundi sínum þann 18. mars sl. hönnun á 6 deilda leikskóla.

Akraneskaupstað barst tillaga að vali á bjóðanda í útboði nr. 21135 hjá Ríkiskaupum á arkitektahönnun á 6 deilda leikskóla á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um verkefnið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að erindisbréfi starfshópsins í samstarfi við hlutaðeigandi sviðsstjóra og leggi fyrir ráðið.

6.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2020

2003227

Launaviðauki við fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2020 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar. Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð um kr. 138.843.000 vegna samþykktar kjarasamnings Verkalýðsfélags Akraness og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og er mætt með tilfærslum af deildunum Óviss útgjöld innan hvers málaflokks sem og deildinni Laun, óúthlutað 20830-1697 en nánari sundurliðun ráðstafanna er að finna í fylgiskjali.

Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli liða í áætluninni og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

7.Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar

1706056

Sævar Freyr Þráinsson fer yfir stöðu á vinnu við aðgerðir í húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

8.Akralundur 16-18 - umsókn um byggingarlóð

2002149

Albert Páll Albertsson og Markus F. Gendek hafa fallið frá úthlutun lóðar við Akralund 16-18. Samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða fær næsti sem var dreginn lóðina, sem er í þessu tilviki Petrea Emilía Pétursdóttir og Ásta Björg Gísladóttir.
RÓ víkur af fundir undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda.

9.Akralundur 8-14 - umsókn um byggingarlóð

2002112

Björg Fasteignafélag hefur fallið frá úthlutun lóðar við Akralund 8-14. Samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða fær næsti sem var dreginn lóðina, sem er í þessu tilviki Trésmiðjan Akur ehf.
RÓ víkur af fundir undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

10.Lækjarflói 10 - Umsókn um lóð

2003188

Umsækjandi hefur greitt umsóknargjaldið og lóðin er því tæk til úthutunar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

11.Að vestan - sjónvarpsþættirnir á N4

2003207

Erindi um áframhaldandi samstarf við N4 í framleiðslu þáttanna Að vestan.
Bæjarráð samþykkir erindið um áframhaldandi samstarf við N4 i samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir kr. 500.000 í verkefnið.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafund mánudaginn 30. mars kl. 13:00.

Fundi slitið - kl. 14:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00