Bæjarráð
Dagskrá
Fundarmenn taka þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkja fundargerð með rafrænum hætti.
1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd
2001006
88. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 5. október 2020.
Lögð fram.
2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020
2001240
11. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns).
Lagt fram.
3.Höfði - sviðsmyndagreining rekstrarforma
1811202
Sviðsmyndagreining vegna Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi kemur inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi kemur inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir vandaða vinnu og góð gögn sem nýtast kjörnum fulltrúm við áframhaldandi umræðu og ákvarðanatöku.
Málið fer í frekari umræðu meðal bæjarfulltrúa og verður tekið upp að því loknu í bæjarráði og eftir atvikum í öðrum fagráðum.
Jóhann Þórðarson víkur af fundi.
RÓ setur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þakkar fyrir þau góðu gögn sem fram eru komin í máli um sviðsmyndagreiningu á starfsemi Dvalarheimilisins Höfða en Sjálfstæðisflokkurinn hefur kallað eftir þeim gögnum í um 2 ár. Gögnin er gagnleg kjörnum fulltrúum til frekari ákvarðartöku um framtíðar rekstarfyrirkomulag Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Málið fer í frekari umræðu meðal bæjarfulltrúa og verður tekið upp að því loknu í bæjarráði og eftir atvikum í öðrum fagráðum.
Jóhann Þórðarson víkur af fundi.
RÓ setur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þakkar fyrir þau góðu gögn sem fram eru komin í máli um sviðsmyndagreiningu á starfsemi Dvalarheimilisins Höfða en Sjálfstæðisflokkurinn hefur kallað eftir þeim gögnum í um 2 ár. Gögnin er gagnleg kjörnum fulltrúum til frekari ákvarðartöku um framtíðar rekstarfyrirkomulag Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
4.Málefni Bókasafns og Héraðsskjalasafns
1908216
Starfsemi á Bókasafni og Héraðsskjalasafni Akraness.
Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála kemur inn á fundinn undir fundarliðum nr. 4 til og með nr. 7 í gegnum fjarfundabúnað.
Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála kemur inn á fundinn undir fundarliðum nr. 4 til og með nr. 7 í gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram.
Erindi bæjarbókavarðar varðandi stöðu deildarstjóra Bókasafns Akraness er vísað til formlegrar afgreiðslu í fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir erindi forstöðumanns menningar- og safnamála varðandi tímabundna ráðningu héraðsskjalavarðar til eins árs. Ákvörðunin felur ekki í sér nýtt stöðugildi eða viðbótarútgjöld þar sem gera verður ráð fyrir stöðunni við óbreytt rekstrarform héraðsskjalasafns.
Erindi bæjarbókavarðar varðandi stöðu deildarstjóra Bókasafns Akraness er vísað til formlegrar afgreiðslu í fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2021.
Bæjarráð samþykkir erindi forstöðumanns menningar- og safnamála varðandi tímabundna ráðningu héraðsskjalavarðar til eins árs. Ákvörðunin felur ekki í sér nýtt stöðugildi eða viðbótarútgjöld þar sem gera verður ráð fyrir stöðunni við óbreytt rekstrarform héraðsskjalasafns.
5.Menningarverðlaun Akraness 2020
2005056
Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2020.
6.Bókasafn - starfsdagur
2009072
Afgreiðsla menningar- og safnanefndar á erindi bæjarbókavarðar um starfsdag fyrir starfsfólk safnins. Nefndin telur að verða eigi við ósk bæjarbókavarðar um að Bókasafn Akraness hafi framvegis leyfi til að halda einn starfsdag á ári enda brýnt að starfsfólki safnins gefist ráðrúm til að skipuleggja það metnaðarfulla starf sem þar fer fram. Lokunin skuli auglýst vel ár hvert.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir haustið 2020. Ákvörðun varðandi framhaldið verður tekin á nýju ári komi fram slík ósk.
7.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna
1911175
Menningar- og safnanefnd óskar eftir heimild bæjarráðs til að fresta útgreiðslu styrkja vegna menningarverkefna sem ekki verður unnt að framkvæma á árinu 2020 til ársins 2021 óski umsækjendur eftir slíku.
Til vara er óskað eftir heimild bæjarráðs til útgreiðslu styrkja vegna menningarverkefna sem ekki verður unnt að framkvæma á árinu 2020 fyrir lok árs 2020 í góðri trú um að styrkþegi muni framkvæma verkefnið svo fljótt sem aðstæður leyfa óski umsækjendur eftir slíku.
Til vara er óskað eftir heimild bæjarráðs til útgreiðslu styrkja vegna menningarverkefna sem ekki verður unnt að framkvæma á árinu 2020 fyrir lok árs 2020 í góðri trú um að styrkþegi muni framkvæma verkefnið svo fljótt sem aðstæður leyfa óski umsækjendur eftir slíku.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá menningar- og safnanefnd vegna málsins en bendir á að samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og reglugerðum settum samkvæmt þeim er ekki unnt að færa slíkar styrkveitingar á milli ára heldur þarf að gera ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun komandi árs.
Ella María Gunnarsdóttir víkur af fundi.
Ella María Gunnarsdóttir víkur af fundi.
8.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10
1910179
Starfshópur um framtíðarhúsnæði Fjöliðjunnar kynnti fyrir bæjarráði á 3431. fundi þess þann 24. september sl. mismunandi sviðsmyndir og kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar á húsnæði Fjöliðjunnar. Inn í skýrsluna vantaði umsögn notendaráðs um málefni fatlaðs fólks en sú umsögn liggur nú fyrir og hefur skýrslan verði uppfærð í samræmi við það.
Lagt fram.
VLJ og RBS samþykkja að farið verði eftir sviðsmynd 1 í lokaskýrslu starfshópsins.
RÓ er á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Starfshópur skipaður embættismönnum Akraneskaupstaðar og fulltrúum notenda hefur tekið saman skýrslu sem dregur fram ólíkar sviðsmyndir um hvernig Akraneskaupstaður getur mætt þörfum Fjöliðjunnar í aðstöðu og húsnæðismálum til framtíðar.
Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra í bæjarráði standa við fyrri ákvörðun sína um að samþykkja þá tillögu sem gerir ráð fyrir að núverandi húsnæði verði endurbyggt og skeytt við það viðbyggingu sem byggir á 13 ára gamalli teikningu. Þá tekur sú ákvörðun ekki mið af þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað á á Dalbrautarreit síðustu ár.
Fyrir bruna Fjöliðjunnar fannst mygla í húsnæðinu sem eins og ótal mörg dæmi sanna getur skapað verulega óvissu og umtalsverðan viðbótarkostnað til framtíðar. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er nýbygging dýrari valkostur en á móti kemur hærra mótframlag ríkisins til framkvæmdanna, sem Akraneskaupstaður ætti að íhuga betur.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins getur ekki stutt þessa afgreiðslu meirihlutans og telur skynsamlegra að rífa núverandi húsnæði og reisa þar byggingu sem tekur m.a. mið af nýju skipulagi Dalbrautarreitsins og þróun hans til framtíðar. Auk þess verður óvissu um mygluvanda í eldri byggingu eytt.
Það liggur í augum uppi að meirihlutinn hyggst fara þessa leið út frá þeim forsendum að ákvörðun hefur dregist úr hófi og hægt verður að hefjast handa eftir afgreiðslu þessa máls. Þar lætur meirihlutinn að mati bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins skammtímasjónarmið ráða för og virðist skorta áræðni til að finna viðunandi lausnir á þeim vanda sem uppi er. Hér virðist því miður krónunni kastað fyrir aurinn og verður fróðlegt að sjá hver endanlegar kostnaður verður þegar upp er staðið vegna þessarar ákvörðunar fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra.
Það er von bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Fjöliðjan vinnu- og hæfingastaður fái starfsstöð sem stenst allar nútímakröfur slíkrar starfsemi og mæti þörfum starfsmanna og væntingum skjólstæðinga til lengri framtíðar.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bókun VLJ og RBS:
Undirritaðir, fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra, þakka starfshópi um uppbyggingu Fjöliðjunnar fyrir góða og faglega vinnu sem birtist í vandaðri skýrslu þar sem skýrir valkostir eru dregnir upp.
Það er mat starfshópsins að endurbygging núverandi húsnæðis og viðbygging samkvæmt fyrirliggjandi teikningu frá árinu 2007 sé góður kostur til að tryggja starfsemi Fjöliðjunnar fyrsta flokks húsnæði fyrir starfsemi hennar til framtíðar. Þetta álit starfshópsins leggjum við til grundvallar þeirri ákvörðun okkar að þessi leið verði farin við endurbyggingu húsnæðisins.
Nú liggur fyrir að starfsemi N1 muni í nánustu framtíð hverfa af aðliggjandi lóðum í nágrenni Fjöliðjunnar og fyrir bæjarstjórn liggur það verkefni að skipuleggja þetta svæði upp á nýtt. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hefja nú þegar endurbyggingu húsnæðisins við Dalbraut 10 og halda jafnframt áfram með frekari hönnun aðliggjandi svæða þannig að þróun þessarar og tengdrar starfsemi haldist í hendur við frekari þróun á skipulagi reitsins.
Þessi ákvörðun er ekki tekin af fljótfærni eða í tímaskorti, heldur að vandlega yfirveguðu ráði eftir vandaða vinnu starfshópsins. Hafi ákvörðun dregist úr hófi, eins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur, þá ber meirihluti bæjarstjórnar ekki meiri ábyrgð á þeim töfum en minnihlutinn. Þá skal því haldið til haga að í uppistandandi byggingum liggja verðmæti og því væri það sóun á verðmætum að rífa núverandi hús og farga því, þegar hægt er að endurbyggja það með myndarlegum hætti.
Við teljum að með þessari ákvörðun fái Fjöliðjan, vinnu- og hæfingarstaður, gott og myndarlegt húsnæði undir starfsemi sína sem mæti öllum kröfum sem til slíkra starfsstöðva eru gerðar.
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
VLJ og RBS samþykkja að farið verði eftir sviðsmynd 1 í lokaskýrslu starfshópsins.
RÓ er á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Starfshópur skipaður embættismönnum Akraneskaupstaðar og fulltrúum notenda hefur tekið saman skýrslu sem dregur fram ólíkar sviðsmyndir um hvernig Akraneskaupstaður getur mætt þörfum Fjöliðjunnar í aðstöðu og húsnæðismálum til framtíðar.
Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra í bæjarráði standa við fyrri ákvörðun sína um að samþykkja þá tillögu sem gerir ráð fyrir að núverandi húsnæði verði endurbyggt og skeytt við það viðbyggingu sem byggir á 13 ára gamalli teikningu. Þá tekur sú ákvörðun ekki mið af þeim miklu breytingum sem hafa átt sér stað á á Dalbrautarreit síðustu ár.
Fyrir bruna Fjöliðjunnar fannst mygla í húsnæðinu sem eins og ótal mörg dæmi sanna getur skapað verulega óvissu og umtalsverðan viðbótarkostnað til framtíðar. Samkvæmt skýrslu starfshópsins er nýbygging dýrari valkostur en á móti kemur hærra mótframlag ríkisins til framkvæmdanna, sem Akraneskaupstaður ætti að íhuga betur.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins getur ekki stutt þessa afgreiðslu meirihlutans og telur skynsamlegra að rífa núverandi húsnæði og reisa þar byggingu sem tekur m.a. mið af nýju skipulagi Dalbrautarreitsins og þróun hans til framtíðar. Auk þess verður óvissu um mygluvanda í eldri byggingu eytt.
Það liggur í augum uppi að meirihlutinn hyggst fara þessa leið út frá þeim forsendum að ákvörðun hefur dregist úr hófi og hægt verður að hefjast handa eftir afgreiðslu þessa máls. Þar lætur meirihlutinn að mati bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins skammtímasjónarmið ráða för og virðist skorta áræðni til að finna viðunandi lausnir á þeim vanda sem uppi er. Hér virðist því miður krónunni kastað fyrir aurinn og verður fróðlegt að sjá hver endanlegar kostnaður verður þegar upp er staðið vegna þessarar ákvörðunar fulltrúa Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra.
Það er von bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að Fjöliðjan vinnu- og hæfingastaður fái starfsstöð sem stenst allar nútímakröfur slíkrar starfsemi og mæti þörfum starfsmanna og væntingum skjólstæðinga til lengri framtíðar.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bókun VLJ og RBS:
Undirritaðir, fulltrúar Samfylkingarinnar og Framsóknar og frjálsra, þakka starfshópi um uppbyggingu Fjöliðjunnar fyrir góða og faglega vinnu sem birtist í vandaðri skýrslu þar sem skýrir valkostir eru dregnir upp.
Það er mat starfshópsins að endurbygging núverandi húsnæðis og viðbygging samkvæmt fyrirliggjandi teikningu frá árinu 2007 sé góður kostur til að tryggja starfsemi Fjöliðjunnar fyrsta flokks húsnæði fyrir starfsemi hennar til framtíðar. Þetta álit starfshópsins leggjum við til grundvallar þeirri ákvörðun okkar að þessi leið verði farin við endurbyggingu húsnæðisins.
Nú liggur fyrir að starfsemi N1 muni í nánustu framtíð hverfa af aðliggjandi lóðum í nágrenni Fjöliðjunnar og fyrir bæjarstjórn liggur það verkefni að skipuleggja þetta svæði upp á nýtt. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hefja nú þegar endurbyggingu húsnæðisins við Dalbraut 10 og halda jafnframt áfram með frekari hönnun aðliggjandi svæða þannig að þróun þessarar og tengdrar starfsemi haldist í hendur við frekari þróun á skipulagi reitsins.
Þessi ákvörðun er ekki tekin af fljótfærni eða í tímaskorti, heldur að vandlega yfirveguðu ráði eftir vandaða vinnu starfshópsins. Hafi ákvörðun dregist úr hófi, eins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur, þá ber meirihluti bæjarstjórnar ekki meiri ábyrgð á þeim töfum en minnihlutinn. Þá skal því haldið til haga að í uppistandandi byggingum liggja verðmæti og því væri það sóun á verðmætum að rífa núverandi hús og farga því, þegar hægt er að endurbyggja það með myndarlegum hætti.
Við teljum að með þessari ákvörðun fái Fjöliðjan, vinnu- og hæfingarstaður, gott og myndarlegt húsnæði undir starfsemi sína sem mæti öllum kröfum sem til slíkra starfsstöðva eru gerðar.
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Valgarður L. Jónsson (sign)
9.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2020
2006135
Átta mánaða uppgjör lagt fram.
Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri kemur inn á fundinn undir fundarliðum nr. 9 og nr. 10 í gegnum fjarfundabúnað.
Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri kemur inn á fundinn undir fundarliðum nr. 9 og nr. 10 í gegnum fjarfundabúnað.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar fjármálasviði fyrir framlagt uppgjör og ekki síst hve fljótt það liggur fyrir en mikilvægt er að kjörnir fullltrúar eigi kost á að fylgjast með þróun fjárhags sveitarfélagsins út frá breyttum forsendum við þær sérstöku aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi sem stendur.
Bæjarráð þakkar fjármálasviði fyrir framlagt uppgjör og ekki síst hve fljótt það liggur fyrir en mikilvægt er að kjörnir fullltrúar eigi kost á að fylgjast með þróun fjárhags sveitarfélagsins út frá breyttum forsendum við þær sérstöku aðstæður sem uppi eru í íslensku samfélagi sem stendur.
10.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir 2020 og 2021
2010100
Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2020 og 2021. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 3,2% á milli ára 2020 og 2021.
Lagt fram.
Þorgeir H. Jónssón víkur af fundi.
Þorgeir H. Jónssón víkur af fundi.
11.Endurskoðun gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald fráveitu
2003038
Endurskoðun gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld og tengigjald fráveitu var samþykkt og vísað til bæjarráðs á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 12. október sl.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kemur inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
VLJ og RBS samþykkja breytingu á gatnagerðargjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.
Samþykkið er veitt með þeim fyrirvara að bæjarstjórn Akraness samþykki viðauka á fráveitu sem fjallar um tengigjöld fráveitu en breytt gatnagerðargjaldskrá tekur m.a. mið af þeim breytingum sem felast í breyttri aðferðarfræði við álagningu og innheimtu tengigjalda.
RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins þar sem viðauki fráveitu hefur ekki verið afgreiddur af bæjarstjórn.
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Samþykkið er veitt með þeim fyrirvara að bæjarstjórn Akraness samþykki viðauka á fráveitu sem fjallar um tengigjöld fráveitu en breytt gatnagerðargjaldskrá tekur m.a. mið af þeim breytingum sem felast í breyttri aðferðarfræði við álagningu og innheimtu tengigjalda.
RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins þar sem viðauki fráveitu hefur ekki verið afgreiddur af bæjarstjórn.
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
12.Tjaldsvæðið í Kalmansvík - samningur um leigu á landi undir rekstur
1805195
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í lok apríl sl. að samningur við rekstraraðila tjaldsvæðisins yrði frystur í sumar og engar leigugreiðslur innheimtar á þeim tíma fyrr en áhrif Covid 19 á reksturinn væru sýnilegri.
Málið er því lagt fyrir að nýju til ákvörðunar um innheimtu fyrir árið 2020 og rekstur tjaldsvæðisins árið 2021.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Málið er því lagt fyrir að nýju til ákvörðunar um innheimtu fyrir árið 2020 og rekstur tjaldsvæðisins árið 2021.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Bæjarráð samþykkir lækkun á leigu lands sem Tjaldsvæðið í Kalmansvík er rekið á vegna rekstrar sumarið 2020.
Ákvörðun bæjarráðs er í samræmi við fyrri ákvörðun og er til þess fallin að jafnræðis sé gætt við aðrar ákvarðanir í sambærilegum málum við þær óvenjulegu aðstæður sem uppi eru vegna Covid 19. Einnig er tekið tillit til nauðsynlegrar fjárfestingar rekstaraðila á svæðinu í sumar sem mun nýtast framtíðar rekstraraðilum. Ástæður eru fyrst og fremst hin mikla fækkun ferðamanna á milli ára og lækkun tekna af þeim sökum hjá núverandi rekstraraðila.
Samhliða þessari ákvörðun samþykkir bæjarráð að framlengja samning við núverandi rekstraraðila til 30. apríl 2022 samkvæmt heimildarákvæði í útboðsgögnum sem liggur til grundvallar núgildandi rekstrarsamningi.
Ákvörðun bæjarráðs er í samræmi við fyrri ákvörðun og er til þess fallin að jafnræðis sé gætt við aðrar ákvarðanir í sambærilegum málum við þær óvenjulegu aðstæður sem uppi eru vegna Covid 19. Einnig er tekið tillit til nauðsynlegrar fjárfestingar rekstaraðila á svæðinu í sumar sem mun nýtast framtíðar rekstraraðilum. Ástæður eru fyrst og fremst hin mikla fækkun ferðamanna á milli ára og lækkun tekna af þeim sökum hjá núverandi rekstraraðila.
Samhliða þessari ákvörðun samþykkir bæjarráð að framlengja samning við núverandi rekstraraðila til 30. apríl 2022 samkvæmt heimildarákvæði í útboðsgögnum sem liggur til grundvallar núgildandi rekstrarsamningi.
13.Búnaðar- og áhaldakaup (tækjakaupasjóður) 2020
2002182
Umsóknir í tækjakaupasjóð.
Umsókn Garðasels, Teigasels og Vallarsels um endurnýjun tölvubúnaðar. Samtals að fjárhæð kr. 1.850.535.
Brekkubæjarskóli óskar eftir fjármagni til kaupa á stólum í skólastofur. Samtals 95 stólar að verðmæti kr. 1.520.000.
Íþróttamiðstöðin á Vesturgötu óska eftir fjármagni til kaupa á gólfþvottavél að verðmæti kr. 1.176.930.
Umsókn Garðasels, Teigasels og Vallarsels um endurnýjun tölvubúnaðar. Samtals að fjárhæð kr. 1.850.535.
Brekkubæjarskóli óskar eftir fjármagni til kaupa á stólum í skólastofur. Samtals 95 stólar að verðmæti kr. 1.520.000.
Íþróttamiðstöðin á Vesturgötu óska eftir fjármagni til kaupa á gólfþvottavél að verðmæti kr. 1.176.930.
Bæjarráð samþykkir erindin með eftirfarandi úthlutun:
VLJ víkur af fundi undir lið nr. 1.
1. Umsókn leikskólanna vegna tölvukaupa í tengslum við nýgerðan kjarasamninga Félags leikskólakennar, samtals að fjárhæð kr. 1.615.623, er mætt af liðnum 20830-4660 og færð á tegundarlykil 4660 undir viðeigandi deild hjá viðkomandi stofnun. Skipting niður á einstaka leikskóla er samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.
VLJ tekur sæti á fundinum á ný.
2. Umsókn Brekkubæjarskóla, samtals að fjárhæð kr. 1.520.000, er mætt af liðnum 20830-4660 og færð á deild 04220-4660.
3. Umsókn Íþróttamiðstöðvarinnar á Vesturgötu, samtals að fjárhæð kr. 1.176.930 er mætt af liðnum 20830-4660, kr. 822.377 og af liðnum 20830-4980 Aðkeypt önnur vinna, kr. 354.553. Heildarfjárhæðin, kr. 1.176.930 er færð á deild 06520-4660.
VLJ víkur af fundi undir lið nr. 1.
1. Umsókn leikskólanna vegna tölvukaupa í tengslum við nýgerðan kjarasamninga Félags leikskólakennar, samtals að fjárhæð kr. 1.615.623, er mætt af liðnum 20830-4660 og færð á tegundarlykil 4660 undir viðeigandi deild hjá viðkomandi stofnun. Skipting niður á einstaka leikskóla er samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.
VLJ tekur sæti á fundinum á ný.
2. Umsókn Brekkubæjarskóla, samtals að fjárhæð kr. 1.520.000, er mætt af liðnum 20830-4660 og færð á deild 04220-4660.
3. Umsókn Íþróttamiðstöðvarinnar á Vesturgötu, samtals að fjárhæð kr. 1.176.930 er mætt af liðnum 20830-4660, kr. 822.377 og af liðnum 20830-4980 Aðkeypt önnur vinna, kr. 354.553. Heildarfjárhæðin, kr. 1.176.930 er færð á deild 06520-4660.
14.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2020
2009090
Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2020.
RÓ víkur af fundi við afgreiðslu málsins.. Enginn fundarmanna gerir athugasemd við það.
Bæjarráð (VLJ og RBS) samþykkir upphæð kr. 1.447.726 vegna styrkja til greiðslu fasteignaskatts. Útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum 20830-5946 að sömu fjárhæð.
Úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2020 er eftirfarandi:
1. Akur frímúrarastúka kr. 751.078, færist á deild 05890-5948.
2. Oddfellow kr. 554.736, færist á deild 05890-5948.
3. Rauði Krossinn kr. 141.960, færist á deild 07890-5948.
Umsóknum Golfklúbbsins Leynis og Skátafélags Akraness er hafnað á grundvelli e-liðar 2. gr. reglna um úthlutun fasteignastyrkja en í gildi er rekstrarsamningur við þau félög.
RÓ tekur sæti á fundinum á ný.
Bæjarráð (VLJ og RBS) samþykkir upphæð kr. 1.447.726 vegna styrkja til greiðslu fasteignaskatts. Útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum 20830-5946 að sömu fjárhæð.
Úthlutun fasteignastyrkja fyrir árið 2020 er eftirfarandi:
1. Akur frímúrarastúka kr. 751.078, færist á deild 05890-5948.
2. Oddfellow kr. 554.736, færist á deild 05890-5948.
3. Rauði Krossinn kr. 141.960, færist á deild 07890-5948.
Umsóknum Golfklúbbsins Leynis og Skátafélags Akraness er hafnað á grundvelli e-liðar 2. gr. reglna um úthlutun fasteignastyrkja en í gildi er rekstrarsamningur við þau félög.
RÓ tekur sæti á fundinum á ný.
15.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala
1904136
Borist hefur nýtt tilboð í Suðurgötu 108.
VLJ og RBS fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu
RÓ er á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áréttar fyrri afstöðu sína í málinu og er því mótfallin að húsið verði selt. Þykir bæjarfulltrúanum miður að ákvörðun um að rífa húsnæðið og úthluta lóðinni að nýju samkvæmt nýju deiliskipulagi við sementsreit hafi verið snúið við af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsum.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
RÓ er á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áréttar fyrri afstöðu sína í málinu og er því mótfallin að húsið verði selt. Þykir bæjarfulltrúanum miður að ákvörðun um að rífa húsnæðið og úthluta lóðinni að nýju samkvæmt nýju deiliskipulagi við sementsreit hafi verið snúið við af bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Framsókn og frjálsum.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
16.Lækjarflói 5 - umsókn um byggingarlóð
2010109
Umsókn frá Sjamma ehf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 5. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun byggingarlóðinnar við Lækjarflóa 5 til umsækjanda.
17.Þjóðbraut 5 - umsókn um byggingarlóð
2009223
Umsókn Bestla Þróunarfélags ehf. um byggingarlóð við Þjóðbraut 5. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun byggingarlóðinnar við Þjóðbraut 5 til umsækjanda.
18.Nýting á húsi á Aggapalli
2009163
Erindi er varðar notkun á húsnæði á Aggapalli og tengingu á þeirri starfsemi við Guðlaugu.
Húsnæðið er víkjandi í skipulagi og ekki í eigu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
19.Fiskveiðikvóti / aflaheimildir - áskorun
2010076
Áskorun til bæjarstjórnar Akraness um fiskveiðikvóta og aflaheimildir.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og hvatninguna.
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og hvatninguna.
20.Kirkjuhvoll - leigusamningur
2009073
Upplýsingar frá rekstraraðila um leigu.
Forsvarsmaður Stay West hefur afturkallað fyrri beiðni um niðurfellingu á leigu Kirkjuhvols.
Ástæður sem rekstraraðilinn tilgreinir fyrir afturköllun sinni eru breyttar forsendur og að aukning hafi orðið í bókunum fram til jóla þrátt fyrir Covid 19 og rekstraraðilinn því fær um að standa straum af leigugreiðslum til samræmis við leigusamning aðila.
Ástæður sem rekstraraðilinn tilgreinir fyrir afturköllun sinni eru breyttar forsendur og að aukning hafi orðið í bókunum fram til jóla þrátt fyrir Covid 19 og rekstraraðilinn því fær um að standa straum af leigugreiðslum til samræmis við leigusamning aðila.
21.Heilbrigðisefrtirlitssvæði - hugsanleg breyting
2009171
Umsagnarbeiðni til sveitarstjórnar vegna mögulegra breytinga á heilbrigðiseftirlitseftirlitssvæðum - sameining Kjósarhrepps við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæði Vesturlands.
Umsögn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir hönd sveitarfélaganna lögð fram og samþykkt af bæjarráði.
Fundi slitið - kl. 14:10.