Bæjarráð
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og staðfesta fundarmenn fundargerð með rafrænum hætti í lok fundar.
1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020
2001240
43. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
81. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.
276. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.).
187. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.
275. mál til umsagnar (uppfært)- frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis).
240. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
265. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi).
81. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.
276. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.).
187. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega.
275. mál til umsagnar (uppfært)- frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis).
240. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
265. mál til umsagnar - frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi).
Lagt fram.
2.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.
2009128
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 135. fundi sínum þann 16. september 2020 fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum og vinnulag vegna úthlutunar. Ráðið tók málið einnig fyrir á 140. fundi sínum þann 18. nóvember 2020 og samþykkti tillögu að breytingum sem sneru að umsóknarferlinu.
Reglurnar eru byggðar á samþykkt ríkisstjórnarinnar sem í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Samþykkt var 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Reglur Akraneskaupstaður eru í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Reglurnar eru byggðar á samþykkt ríkisstjórnarinnar sem í fjáraukalögum fyrir árið 2020, sbr. lög nr. 26/2020, nr. 36/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Samþykkt var 600 m.kr. framlag til sveitarfélaga í því skyni að gera þeim kleift að veita styrki til tekjulágra heimila þannig að öll börn geti óháð efnahag stundað íþróttir og aðrar tómstundir.
Reglur Akraneskaupstaður eru í samræmi við leiðbeiningar félagsmálaráðuneytisins um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar til endanlegrar afgreiðslu i bæjarstjórn Akraness.
3.Höfði - fjárhagsáætlun 2021-2024
2010228
Fjárhagsáætlun Höfða 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022 - 2024.
Lagt fram.
Gert er ráð fyrir endurskoðaðri áætlun frá stjórn Höfða fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.
Gert er ráð fyrir endurskoðaðri áætlun frá stjórn Höfða fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.
4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2021-2024
2010230
Áframhaldandi vinna við gerð fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar.
Lagt fram.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.
5.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024
2009162
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2022-2024.
ELA og VLJ víkja af fundi undir umræðum er varða tillögur um aðhaldsaðgerðir hjá Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
RBS tekir sæti í stað ELU og KHS í stað VLJ.
Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið vegna funda sem fjármálasviðið átti með tilteknum forstöðumönnum á skóla- og frístundasviði sem fóru fram fyrr í dag.
ELA og VLJ víkja af fundi undir umræðum er varða tillögur um aðhaldsaðgerðir hjá Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
RBS tekir sæti í stað ELU og KHS í stað VLJ.
Kristjana Helga Ólafsdóttir verkefnastjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið vegna funda sem fjármálasviðið átti með tilteknum forstöðumönnum á skóla- og frístundasviði sem fóru fram fyrr í dag.
Lagt fram.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar verður á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember nk. kl. 08:15.
6.Birting fundargagna
2011210
Birting fundargagna hjá fagráðum og nefndum hjá Akraneskaupstað.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Akraneskaupstaðar leggur til að tekið verði upp skýrari verklag við birtingu gagna í fundargerðum ráða og nefnda á vegum Akraneskaupstaðar með það að markmiði að gera stjórnsýsluna gagnsæjari. Lagt er til að öll gögn er fylgja málum í fundargátt nefndarmanna verði birt með fundargerðum nema þegar um ræðir trúnaðarupplýsingar.
Bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
7.Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga - frestir
2010130
Frestir vegna fjárhagsáætlunargerðar sveitarfélaga árið 202 vegna ársins 2021 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilins 2022 - 2024.
Bæjarráð samþykkir breytingu á tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar 2021 og þriggja ára áætlunar þannig að fyrri umræða áætlunarinnar fari fram í bæjarstjórn Akraness á aukafundi þann 1. desember og síðari umræða áætlunarinnar fari fram í bæjarstjórn Akraness á aukafundi þann 15. desember nk.
Ákvörðunin er í samræmi við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 15. október sl. þar sem heimild er veitt til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember í stað 1. nóvember komi og að síðari umræða fari fram eigi síðar en 31. desember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Ákvörðunin er í samræmi við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 15. október sl. þar sem heimild er veitt til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember í stað 1. nóvember komi og að síðari umræða fari fram eigi síðar en 31. desember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Fundi slitið - kl. 18:30.