Fara í efni  

Bæjarráð

3450. fundur 18. febrúar 2021 kl. 16:00 - 17:47 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti í lok fundar.

1.Fundargerðir 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ýmsar tilkynningar og samskipti vegna breytinga

2102135

165. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 10. febrúar 2021.
Lagt fram.

2.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Bæjarráð fékk kynningu á tillögum/tilboðum vegna fyrirhugaðrar úttektar á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar frá fulltrúum HLH ráðgjafar, KPMG og PwC á síðasta fundi ráðsins þann 11. febrúar sl.

Bæjarráð fresti afgreiðslu málsins og er því málið lagt fyrir á ný.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við KPMG um sjálfstæða úttekt með það að markmiði að koma með tillögur að hagræðingu í stjórnsýslu, fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarráð þakkar tilboðsgjöfum fyrir þeirra tilboð.

Samþykkt 3:0

3.Vesturgata 57 - Hársnyrting Hinriks (rakarastofa)

2012167

Erindi Hinriks Haraldssonar um forkaupsrétt á Vesturgötu 57.
Bæjarráð þakkar erindið en sér ekki möguleikann á nýtingu húsnæðisins til lögbundinnar þjónustu sveitarfélagsins og hafnar því erindinu.

Samþykkt 3:0

4.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Þann 1. janúar árið 1942 fékk Akranekaupstaður kaupstaðarréttindi og þann 26. janúar sama ár var fyrsti fundur bæjarstjórnar Akraness.

Akraneskaupstaður fagnar því 80 ára afmæli þann 1. janúar árið 2022.
Bæjarráð óskar eftir að menningar- og safnanefnd geri ráð fyrir viðburðinum í sínum áætlunum vegna ársins 2022.

Samþykkt 3:0

5.Íbúakönnun landshlutanna - Vesturland

2102153

Niðurstöður Íbúakönnunar landshlutanna fyrir Vesturland.
Lagt fram.

6.Stofnframlög ríkisins til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga 2021

2102052

Undurbúningur vegna fyrirhugaðrar umsóknar um uppbyggingu húsnæðis vegna fólks með fötlun - stofnframlagsumsókn
Bæjarráð samþykkir að lögð verði fram umsókn um stofnframlag til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar í samstarfi við Leigufélag aldraðra hses. sbr. meðfylgjandi gögn.

Samþykkt 3:0

7.Æðaroddi 40 - umsókn um byggingarlóð

2102144

Umsókn um úthlutun byggingarlóðar.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinns við Æðarodda 40 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

8.Umsókn í framkvæmdasjóð aldraðra 2021

2102010

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 3. febrúar sl. að legga til við bæjarstjórn að sótt verði um framlag í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2021 vegna uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Dalbraut.

Ráðið fól sviðsstjóra að vinna umsókn í samráði við skipulags- og umhverfissvið og vísa til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að undirbúningi umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna uppbyggingar þjónustumiðstöðvarinnar á Dalbraut 4. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. mars næstkomandi.

Samþykkt 3:0

9.Höfði - endurbætur - umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra

2001138

Framkvæmdasjóður aldraðra hefur opnað fyrir umsóknir vegna framkvæmda árið 2021.

Fyrir liggur vilji hjá stjórn Höfða til að sækja um að nýju en bæjarráð taldi á fundi sínum þann 29. október 2020 m.a. ekki forsvaranlegt að fara í verkefnið án nýrrar umsóknar miðað við þær breyttu forsendur sem blöstu við eftir endurskoðun kostnaðaráætlunar.
Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að undirbúningi umsóknar í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á Höfða.

Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. mars næstkomandi.

Samþykkt 3:0

10.Aðgangur FEBAN að Bjarnalaug

2102279

Bæjarráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag um aðgengi FEBAN að Bjarnalaug til samræmis við fyrirliggjandi áralanga hefð.

Bæjarráð telur mikilvægt og nauðsynlegt að styrkveitingin verði réttilega færð í bókhaldi Akraneskaupstaðar og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 08:15.

Fundi slitið - kl. 17:47.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00