Fara í efni  

Bæjarráð

3468. fundur 16. september 2021 kl. 08:15 - 12:05 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Haustþing SSV 2021

2108227

Fundarboð á haustþing SSV sem fer fram í Árbliki í Dalabyggð miðvikudaginn 29. september næstkomandi.
Lagt fram.

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á þinginu verða Elsa Lára Arnardóttir, Ragnar B. Sæmundsson, Bára Daðadóttir, Rakel Óskarsdóttir og Ólafur G. Adolfsson en auka þeirra sækir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri þingið.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102302

Viðauki 30 - sameiginlegur viðauki.
Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum lið sem og undir dagskrárlið nr. 3.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 30, samtals að fjárhæð kr. 6.989.000, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Nánari sundurliðun viðaukans er samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

3.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Forsendur fjárhagsáætlunar 2022, fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun, erindi KFÍA og önnur mál tengd fjárhagsáætlunarvinnunni.
Lagt fram.

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunarinnar verður á næsta fundi bæjarráðs þann 14. október næstkomandi.

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

4.Alþingiskosningar 2021

2108085

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. september síðastliðinn tillögu um gerð og frágang kjörskrár ásamt afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um laun kjörstjórna og annarra starfsmanna sem koma að framkvæmd kosninganna.

Samþykkt 3:0

5.Lækjarflói 11 - umsókn um byggingarlóð

2109021

Umsókn um byggingarlóðina Lækjarflói 11.
Umsóknargjald hefur verið greitt og umsækjandi fengið gögn varðandi vistvæna iðngarða.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda og felur sviðsstjórum stjórnsýslu- og fjármálasviðs og skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

6.Langtímaveikindi starfsmanna 2021 (veikindapottur)

2108149

Umsóknir í veikindapott Akraneskaupstaðar fyrir tímabilið janúar til og með júní 2021.

ELA víkur af fundi undir þessum lið og RBS situr fundinn í hennar stað.

Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2021. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. janúar til og með 30. júní og nemur samtals kr. 42.640.000 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 31 að fjárhæð kr. 42.640.000. Ráðstöfuninni verður mætt af liðnum 20830-1691 að sömu fjárhæð og inn á lykil 1691 á hverri stofnun fyrir sig samkvæmt skiptingu í gögnum um veikindapott.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við afgreiðslu málsins.

Harpa Hallsdóttir víkur af fundi.

7.Sementsreitur - uppbygging

2101238

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög á útboði á byggingarétti á reitum C1-C2 og D1-D4 á Sementsreit verði samþykkt.
RBS situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög á útboði á byggingarrétti á reitum C1-C2 og D1-D4 á Sementsreit.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.t.t. auglýsingar o.fl.

Samþykkt 3:0

ELA tekur sæti á fundinum á ný og RBS víkur af fundi.

8.Fjöliðjan uppbygging á húsnæði - starfshópur

2106089

Starfshópur um uppbyggingu Fjöliðjunnar vinnu- og hæfingarstað hélt sinn þriðja fund 18. ágúst síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir stöðuna á uppbyggingunni og hvar hönnunarvinna arkitekta stendur með Sverri Hermanni Pálmarssyni frá SHP consulting ehf.

Starfshópurinn hafði óskað eftir því að loknum sínum fyrsta fundi í júní síðastliðnum, frest til bæjarráðs til 2. september 2021 til að leggja fram tillögu á endanlegri útfærslu á uppbyggingu Fjöliðjunnar með samnýtingu á eldra húsnæðið á sameiginlegum fundi bæjarráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs. Bæjarráð veitti umbeðinn frest.

Í ljósi þess að enn er nokkuð í land þar til hægt verður að leggja fram tillögu á endanlegri útfærslu á uppbyggingu Fjöliðjunnar óskar starfshópurinn eftir fresti til 30. október næstkomandi til að leggja þær tillögur fram.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn frest til 30. október næstkomandi en leggur áherslu á að vinnunni verði hraðað eins og kostur er.

Samþykkt 3:0

Bókun RÓ:
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að starfshópur um uppbyggingu Fjöliðjunnar starfi eftir reglum um stofnun starfshópa Akraneskaupstaðar. Þar er kveðið á um að fundargerðir skulu lagðar fram til kynningar í viðeigandi fagráði hverju sinni. Nú hefur starfshópurinn átt fjóra fundi og engar fundagerðir lagðar fram til upplýsinga fyrir kjörna fulltrúa.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

9.Þjónustuþörf árið 2021 - 2022 - viðbóta stuðningstímar

2108109

Beiðni frá Leikskólanum Akraseli um viðbótarstuðning vegna barns.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni samtals að fjárhæð kr. 2.137.000 Leikskólans Akrasels til að mæta auknum launakostnaði vegna þjónustuþarfa barns sem er að hefja leikskólagöngu nú að hausti. Fjármagnið er fært á deild 04110-1691 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir viðauka 32 vegna þessa sem færist á deild 04110-1691, er mætt með lækkun á handbæru fé og vísað til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

10.Samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands, endurskoðuð áætlun 2021

2109138

Drög að samgönguáætlun 2021.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri áherslum er varða tvöföldun Hvalfjarðarganga (samgöngur og aukin vatnsþörf á svæðinu) og ferjusiglingar á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins.

11.Fjárhagsáætlun Höfða - viðauki 1

12.Úthlutun lóða (Skógarhverfi áfangi 3A)

2106032

Byggingarlóðirnar Skógarlundur nr. 2, Skógarlundur nr. 3, Skógarlundur nr. 5 og Skógarlundur nr. 7 voru auglýstar lausar til umsóknar og umsóknarfrestur var frá kl. 12:45 þann 31. ágúst til 12:45 þann 1. september síðastliðinn.
RÓ víkur af fundir undir þessum lið og ÓA tekur sæti á fundinum.

Heildarfjöldi umsókna var sautján, tvær í Skógarlund nr. 2, þrjár í Skógarlund nr. 3, sjö í Skógarlund nr. 5 og fimm í Skógarlund nr. 7. Miðað er við regluna um að fyrstur kemur fyrstur fær að uppfylltum öðru skilyrðum.

1. Skógarlundur nr. 2
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til Arnars Úlfars Andréssonar.
Samþykkt 3:0

2. Skógarlundur 3
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til Daisy Heimisdóttur.
Samþykkt 3:0

Skógarlundur nr. 5
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til Heimis Björgvinssonar.
Samþykk 3:0

Skógarlundur nr. 7
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til Ragnhildar I. Aðalsteinsdóttur.
Samþykkt 3:0

Bæjarráð áréttar að samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða hefur einstaklingur/lögaðili átta mánuði frá úthlutun lóðar til að fá útgefið bygggingarleyfi en gangi það ekki eftir og lóð er skilað eða úthlutun afturkölluð, fer viðkomandi lóð á lóðavef Akraneskaupstaðar //300akranes.is.

Samþykkt 3:0

13.Skátaskálinn i Skorradal - leigusamningur um land

2109153

Leigusamningur um landið sem Skátaskálinn stendur á rennur út 2024. Unnið hefur verið að samningum við ríki um framlengingu leigusamnings og drög um útfærslu liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að formgera samningsdögin og leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00