Fara í efni  

Bæjarráð

3494. fundur 17. mars 2022 kl. 08:15 - 10:40 á Garðavöllum
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Brák

2110005

Stofnfundur húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni fór fram þann 15. febrúar síðastliðinn og framhaldsstofnfundur fór fram þann 4. mars þar sem samþykktir stofnunarinnar voru samþykktar sem og skipan stjórnar.

Akraneskausptaðar er stofnaðili ásamt 30 öðrum sveitarfélögum og stofnframlag hvers sveitarfélags fyrir sig er kr. 50.000 en aðildin er háð endanlegri staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Akraneskaupstaðar sem stofnaðila að húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni (Brák hses.) og stofnframlag sem nemur kr. 50.000 vegna aðildarinnar og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá

Bæjarráð samþykkir stofnsamþykktir húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni sbr. stofnfund dags. 15. febrúar 2022 og framhaldsstofnfund dags. 4. mars 2022 og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá

2.Þjóðbraut 3 og 5 - fjármögnun 10 íbúða fyrir fatlaða

2201052

Umsókn um húsnæðisframlag(stofnframlag) í samstarfi við Brák hses. og gerð samkomulags við Bestla Þróunarfélag ehf. um kaup á samtals níu íbúðum á Þjóðbraut 3 og 5 - Kaup Akraneskaupstaðar á einni íbúð á Þjóðbraut 3 eða Þjóðbraut 5.
Bæjarráð, með vísan til meðfylgjandi fylgigagna, samþykkir eftirfarandi og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar:

1. Að veita bæjarstjóra heimid til að ganga frá samkomulagi við Bestla Þróunarfélag ehf./byggingaraðila mannvirkjanna að Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5, um kaup á samtals 10 íbúðum í mannvirkjunum þar sem kaupverð hverrar íbúðar er 41,5 m.kr. eða samtals 415,5 m.kr. Skipting eignarhalds íbúðanna verði þannig að 9 íbúðir verði keyptar í nafni óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni (9X41,5 m.kr. = 373.5 m.kr.) en 1 íbúð (41,5 m.kr. verði í eigu Akraneskaupstaðar (íbúð til afnota fyrir starfsmenn sem sinna þjónustu við íbúa hinna 9 íbúðanna).

2. Að veita bæjarstjóra heimild til að sækja um stofnframlag til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni þar sem heildarstofnvirði umsóknar verði samtals 373,5 m.kr. og stofnframlag Akraneskaupstaðar verði samtals kr. 70.920.000 (12% stofnframlag að fjárhæð kr. 44.820.000 og 7% viðbótarframlag að fjárhæð kr. 26.100.000). Stofnframlagið er veitt með fyrirvara um samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag ríkisins, samtals að fjárhæð kr. 67.230.000, og gert er krafa um fulla endurgreiðslu stofnframlagsins (12% og 7%) til Akraneskaupstaðar.

3. Bæjarráð samþykkir að veita heimild til skuldajöfnunar byggingarréttargjalda Besta Þróunarfélags ehf./uppbyggingaraðila mannvirkjanna að Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5 þar sem miðað verði við byggingarvísitölu í desember 2021 sem var 159,3 stig.

4. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild og felur honum jafnframt að undirrita alla nauðsynlega löggerninga og skjöl i tengslum við framangreint.

5. Bæjarráð samþykkir að falla frá veitingu stofnframlags Akraneskaupstaðar til Brynju Hússjóðs Örykjabandalagsins að fjárhæð 65,0 m.krk vegna sömu íbúða í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar frá stjórn félagsins um að það sjái sér ekki fært að standa við fyrri áform sín. Nauðsynlegt er að fá formlega tilkynningu frá Brynju Hússjóði og HMS um lúkningu málsins.

Samþykkt 3:0

3.Stofnframlag - samstarf um uppbyggingu íbúða

2203085

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir stofnframlag fyrir fjórum íbúðum til Brynju Leigufélags hses. vegna áranna 2022 og 2023, tvær íbúðir hvort ár.

Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að veita stofnframlag að fjárhæð 23,4 m.kr. á árunum 2022 og 2023 til Brynju Leigufélags hses (Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins) vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á húsnæði á Akranesi sem yrði til afnota fyrir skjólstæðinga Akraneskaupstaðar. Félagið áformar að kaupa tvær íbúðir árið 2022 og er áætlað heildarstofnvirði væntanlegrar umsóknar 97,5 mkr., stofnframlag Akraneskaupstaðar 11,7 m.kr, (12%) og stofnframlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um 17,6 m.kr. (18%).

Samþykki bæjarráðs er veitt með fyrirvara um samþykki HMS á stofnframlagi ríkisins og gerð er krafa um fulla endurgreiðslu stofnframlags Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Framangreint samþykki er veitt með fyrirvara um að Brynja Hússjóður mæti brýnni húsnæðisþörf skjólstæðinga Akraneskaupstaðar sem viðræður hafa verið um undanfarið á milli hlutaðeigandi aðila.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir samsvarandi stofnframlagi í fjárhagsáætlun vegna ársins 2023 en endanlegt samþykki um veitingu framlagsins er háð formlegri afgreiðslu fjárhagsáætlunar í desember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar framangreindu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Akraness.

4.Móttaka flóttafólks

2203074

Á 177. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 15. mars 2022 og á 186. fundi skóla- og frístundaráðs var tekið fyrir erindi sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur sent til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu. En félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leitar til sveitarfélaga um þátttöku í því brýna verkefni sem er framundan.
Bókun ráðanna var eftirfarandi efnislega þannig:

Velferðar- og mannréttindaráð og skóla- og frístundaráð taka undir bókun bæjarstjórnar Akraness um mikilvægi þess að taka þátt í því brýna verkefni að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu. Ráðin leggja til við bæjarráð að starfsmenn velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs verði falið að undirbúa móttöku flóttafólksins.

Sviðsstjórar velferðar- og mannréttindasviðs og skóla- og frístundasviðs leggja fram aðgerðaráætlun fyrir ráð viðkomandi sviða og bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir móttöku á flóttafólki frá Úkraínu en væntir góðs samstarfs við stjórnarráðið um fyrirkomulag, þann fjölda sem óskað er eftir að komi í sveitarfélagið og að fjárveitingar til Akraneskaupstaðar verði í samræmi við eðli og umfang verkefnisins sem á þessari stundu er mjög óljóst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

5.Sumarfögnuður Skagamanna - Styrkbeiðni

2203127

KFÍA fyrirhugar að halda Sumarfögnuð Skagamanna í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum þann 22. apríl næstkomandi.

Óska eftir fjárhagslegum stuðningi Akraneskaupstaðar vegna kostnaðar.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að heimila gjaldfrjáls afnot af Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum vegna viðburðarins.

Akraneskaupstaður gerir ekki athugasemdir við að sýslumaður veiti KFÍA tækifærisleyfi vegna viðburðarins með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

Samþykkt 2:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

Fundi slitið - kl. 10:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00