Bæjarráð
Dagskrá
1.Brú lífeyrissjóður - endurgreiðsluhlutfall
2206189
Erindi frá Brú lifeyrissjóði þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023 verði óbreytt, eða 67%.
2.Uppbygging við Jaðarsbakka
2211263
Hugmyndir um uppbyggingu á Jaðarsbökkum.
Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, Hrönn Ríkharðsdóttir og Eggert Herbertsson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, Hrönn Ríkharðsdóttir og Eggert Herbertsson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á erindinu. Bæjarráð fagnar langþráðum áhuga á uppbyggingu hótels á Akranesi og heilsutengdri ferðaþjónustu sem gefur margvísleg tækifæri til frekari uppbyggingar íþróttamannvirkja á Akranesi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið sem fer nú til frekari stjórnsýslulegrar meðferðar í viðeigandi fagráðum Akraneskaupstaðar.
Aðalsteinn, Hrönn og Eggert víkja af fundi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið sem fer nú til frekari stjórnsýslulegrar meðferðar í viðeigandi fagráðum Akraneskaupstaðar.
Aðalsteinn, Hrönn og Eggert víkja af fundi.
3.Gatnagerðargjald - gjaldskrá 2022
2201198
Breyting á gatnagerðargjaldskrá lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir breytingu á gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
4.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - 2026
2211018
Fjárhagsáætlun Höfða er til rýningar á milli umræðna.
Stjórn Höfða hefur lokið umfjöllun sinni um fjárhagsætlun heimilisins og vísað til eignaraðila til umfjöllunar og afgreiðslu.
Stjórn Höfða hefur lokið umfjöllun sinni um fjárhagsætlun heimilisins og vísað til eignaraðila til umfjöllunar og afgreiðslu.
Lagt fram.
Stjórn Höfða gerði enga breytingu á fjárhagsáætlun heimilisins á milli umræðna.
Stjórn Höfða gerði enga breytingu á fjárhagsáætlun heimilisins á milli umræðna.
5.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026
2208072
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar er til rýningar á milli umræðna.
Lagt fram.
Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.
Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.
6.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026
2207107
Fjárhagsáætlun ársins 2023 og vegna tímabilsins 2024 til 2026 er til rýningar á milli umræðna.
Lagt fram.
Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.
Áframhaldandi vinna verður á aukafundi bæjarráðs þann 8. desember næstkomandi.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra að áretta við Brú lífeyrissjóð fyrri afstöðu Akraneskaupstaðar um nauðsyn þess breytingar verði gerðar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar, með það að markmiði að endurgreiðsluhlutfall einstaka launagreiðanda verði í samræmi við fyrirliggjandi skuldbindingar og eignastöðu hans í sjóðnum. Þannig verði komið í veg fyrir að skuldbinding myndist sem falli á sveitarfélagið sem bakábyrgðaraðila eða að gengið verði á aðrar eignir sem myndast hafa í sjóðnum og er ætlað að standa undir öðrum tilteknum skuldbindingum, svo sem vegna starfsfólks Akraneskaupstaðar sjálfs, Faxaflóahafna eða Höfða.
Samþykkt 3:0