Fara í efni  

Bæjarráð

3546. fundur 26. október 2023 kl. 08:15 - 12:55 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Breið - kynning

2310273

Yfirferð um stöðu mála á Breiðarsvæðinu.



Gestir á fundinum:

Gísli Gíslason og Valdís Fjölnisdóttir, fulltrúar frá Breið Þróunarfélagi og Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim hf. og Inga Jóna Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Brim hf.



Sigurður Páll Harðarson situr einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn, yfirferðina og samtalið.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Gestir víkja af fundi.

2.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Mánaðayfirlit janúar - ágúst 2023.



Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið 3.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og vegna tímabilsins 2025-2027.



Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs um fjárhagsáætlun sem verður þann 6. nóvember næstkomandi.

Sigurður Páll Harðarson og Kristjana Helga Ólafsdóttir, víkja af fundi.

4.Sala fasteigna Akraneskaupstaðar - Skarðsbraut 9 (0101).

2308051

Kauptilboð vegna Skarðsbrautar 9.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð vegna Skarðsbrautar 9 (0101) og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi og öðrum nauðsynlegum gögnum vegna sölunnar.

Samþykkt 3:0

5.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2024

2310136

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna 2024 lögð fram til samþykktar.

Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2024 og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

6.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Uppfærð innleiðingaráætlun stýrihóps lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Næstu skref í vinnunni er opinn vinnufundur starfsmanna Akraneskaupstaðar og kjörinna fulltrúa þann 15. nóvember næstkomandien síðan er gert ráð fyrir að heildarstefnan fari til samþykktar í bæjarstjórn Akraness þann 12. desember næstkomandi og stefnan taki gildi þann 1. janúar næstkomandi.

7.Uppbygging við Jaðarsbakka - Starfshópur

2303156

Lokaskil starfshóps um stefnumótun vegna uppbyggingar við Jaðarsbakka.
Lagt fram.
Starfshópurinn hefur formlega lokið störfum. Niðurstöður starfshópsins voru kynntar, ásamt tillögum þriggja arkitektastofa, á íbúafundi þann 23. október síðastliðinn. Niðurstöður starfshópsins eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Akraneskaupstaðar.

Málið fer nú í áframhaldandi vinnu hjá skipulags- og umhverfisráði og stefnt að því að nýtt deiliskipulag fari í auglýsingu í apríl 2024.

8.Dalbraut 1 - leiga á húsnæði

2310107

Drög að leigusamningi við Reitir - verslun ehf. um afnot Akraneskaupstaðar að rýminu undir hluta af starfsemi bæjarskrifstofu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning um rými að Dalbraut 1 sem nýtt verði undir hluta starfsemi bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar.
Samningurinn gildi frá þeim tíma sem rýmið verði aðgengilegt fyrir Akraneskaupstað, sem ráðgert er að verði þann 15. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

9.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

315. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028.

314. mál til umsagnar - frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.

238. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar 314. máli til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.

Samþykkt 3:0

10.Lækjarflói 24 - umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2310254

Umsókn um breytingu en uppbyggingu (upphafleg umsókn) var var miðuð við léttan iðnað en nú óskað eftir að uppbygging verði miðuð við geymslur.



Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Breyting á starfsemi á lóð úr léttum iðnaði í geymslur er hafnað á þeim forsendum að ekki er talin frekari þörf á geymsluhúsnæði á svæðinu.

Um er að ræða græna iðngarða þar sem fyrst og fremst er horft til atvinnusköpunar og meta þarf heildstætt uppbygginguna með tilliti til þess sbr. fyrirligggjandi stefnu Akraneskaupstaðar; www.akranes.is/static/files/1.stjornsysla/Utgefid_efni/Graenir_idngardar/stefna-akraneskaupstadar-um-graena-idngarda_mars-2023.pdf

Samþykkt 3:0

11.Lighthouse restaurant - Heimaskagi tónlistarhátíð

2310176

Meðfylgjandi er umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lighthouse Restaurant ehf kt.600913-0260 sem hefur gilt bráðabirgðarekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, vegna Lighthouse restaurant, Kirkjubraut 8-10, Akranesi, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna, fjölda gesta inni á staðnum 27.-29. október 2023 í tilefni af "Heimaskagi Tónlistarhátíð". Óskað er eftir heimild til að gestafjöldi verði allt að 150, atburðurinn fari fram inni á staðnum og standi til kl.03:00 aðfararnótt 29. október 2023.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti útgáfu tækifærileyfis til rekstraraðila vegna viðburðarins og að gestafjöldinn verði 150 manns en samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa sýslumanns er rekstraraðilinn nú komin með rekstrarleyfi til að hafa opið til kl. 03:00 aðfararnætur frídaga og fyrir samtals 90 gesti.

Leyfisveiting bæjarráðs er veitt með þeim fyrirvara að umsækjandi uppfylli kröfur slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits vegna þess aukna gestafjölda sem óskað er heimildar fyrir.

Samþykkt 3:0

12.Mæðrastyrksnefnd - styrkbeiðni vegna jólaúthlutunar 2023

2310230

Mæðrastyrksnefnd óskar eftir styrk vegna jólaútlutunar 2023.
RBS vikur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun að fjárhæð kr. 550.000 til Mæðrastyrksnefndar vegna komandi jólaúthlutunar.

Samþykkt 2:0
RBS tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

Fundi slitið - kl. 12:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00