Fara í efni  

Bæjarráð

3563. fundur 16. maí 2024 kl. 08:15 - 13:20 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Kaup á kæliskáp fyrir mötuneyti

2405047

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 8. maí 2024 að vísa málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita viðbótarfjármagni til Grundaskóla til kaupa á kæliklefa (stór kæliskápur). Kostnaðinum, samtals að fjárhæð kr. 2.331.000 (með uppsetningu og vsk), er mætt af deild 20830-4660 og færður á deild 04230-4660.

Samþykkt 3:0

2.Garðavellir - endurskoðun á samningi GL og AK 2023

2303201

Undanfarin misseri hefur staðið yfir endurskoðun á húsaleigusamningi Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis vegna Garðavalla. Lokadrög voru kynnt í skóla- og frístundaráði 24. apríl s.l. og vísar ráðið málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 3 og 4.
Bæjarráð fór yfir samningsdrögin og felur sviðsstjórum frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

3.Ósk um heimild til ráðningar sjöunda deildarstjórans

2312152

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum nr. 239 þann 8. maí 2024 að leggja til við bæjarráð að heimila ráðningu á deildarstjóra sjöundu deildarinnar en ljóst er miðað við þann nemendafjölda sem er í skólanum að þörfin er til staðar sem og að taka þarf upp reiknilíkan skólans nú á vormánum vegna komandi skólaárs.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 4. og nr. 5.
Bæjarráð óskar eftir umfjöllun ráðningarnefndar Akraneskaupstaðar um erindið en gert er ráð fyrir að ráðið fundi nk þriðjudag þann 21. maí.

Samþykkt 3:0

Rétt er að taka fram að í bókun skóla- og frístundaráðs þann 8. maí sl. misritaðist að erindið færi til bæjarráðs og fundargerðin lögð þannig fram til kynningar í bæjarstjórn þann 14. maí sl. og því eðlilegt að erindið sé tekið upp í bæjarráði nú.

4.Skipurit Grundaskóla

24042335

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum nr. 238 þann 24. apríl 2024 framlagða beiðni skólastjóra Grundaskóla um breytingu á skipuriti skólans um að festa í sessi tvo aðstoðarskólastjóra.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við ákvörðunina sem er að fullu í samræmi við samþykktar stjórnunarheimildir skólans.

Samþykkt 3:0
Dagný Hauksdóttir og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi

5.Árshlutauppgjör 2024

2405132

Árshlutauppgjör janúar - mars 2024.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir yfirferðina.

6.Frístundamiðstöðin Garðavöllum - tækjakaup

24042213

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 11. apríl 2024 og fól kerfisstjóra að afla frekari gagna frá fleiri þjónustuaðilum til samanburðar við fyrirliggjandi tilboð og leggja fram á næsta fundi.

Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela Jóhanni að ganga til samninga við lægstbjóðanda um kaup á viðunandi búnaði.
Samþykkt 2:0, RBS situr hjá

Jóhann Guðmundsson víkur af fundi.

7.930. mál - Lagareldi - til umsagnar frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - Frestur til og með 8.maí 2024.

24042373

930. mál - Lagareldi - til umsagnar frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Lagt fram.
Bæjarráð telur ekki þörf á að Akraneskaupstaður skili sérstakri umsögn umfram fyrirliggjandi umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga.

8.Skólabraut 9 (gamli Iðnskólinn) - Akraneskirkja skilar húsi.

24042324

Erindi Akraneskirkju vegna skila á Skólabraut 9.
Bæjarráði þykir miður sú staða sem er upp komin eins og rakið er með skýrum hætti í erindinu og má fyrst og fremst rekja til fjárhagslegrar stöðu Akranessóknar.
Bæjarráð óskar umsagnar skipulags- og umhverfisráðs varðandi möguleg not hússins fyrir Akraneskaupstað og varðandi ástand mannvirkisins.
Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra frágang löggerninga og annars sem tilheyrir breyttu eignarhaldi hússins.

Samþykkt 3:0

9.Frystihúsið ísverslun ehf. - Rekstrarleyfi kaffihús

2405038

Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi.

Umsókn um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, tegund E-kaffihús
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til handa umsækjanda að því gefnu að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa, Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti.

Samþykkt 3:0

10.Írskir dagar 2024

2405054

Skýrsla starfshóps írskra daga - Framtíðarsýn írskra daga.

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir skýrsluna.
Til greina kemur að bæjarráð óski eftir að starfshópurinn haldi áfram störfum og gert ráð fyrir að boða fulltrúa hópsins á næsta fund bæjarráðs, til að fylgja eftir skýrslunni en vegna fjölda mála á fundinum nú var ekki unnt að koma því við að þessu sinni.

11.Lopapeysan - Írskir dagar 2024 - tækifærisleyfi

2401204

Beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn vegna umsóknar frá Veislur og viðburðir ehf. um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna "Lopapeysunnar" á Írskum dögum 2024.
Bæjarráð telur mikilvægt að aldurstakmörk inn á viðburðinn sé 20 ár eins og umsóknin ber með sér nú sem er breyting frá fyrri árum.

Varðandi fjöldann sem sótt er heimild fyrir nú um, þ.e. alls 6000 manns, sem er fjölgun um 1000 manns frá fyrra ári, telur bæjarráð það óraunhæfan fjölda sem innviðir samfélagsins, þ.e. heilsu- og löggæsla og viðburðaraðilar almennt, ráði illa við. Umsóknir viðburðarhaldara undanfarin ár bera þess merki að fjöldinn hefur verið að aukast. Árið 2018 var sótt um heimild fyrir 2500 manns, árið 2019 var fjöldinn 3000, árin 2020 og 2021 féll viðburðurinn niður vegna Covid faraldursins og fjöldinn 2022 og 2023 var 5000.

Bæjarráð tekur jafnframt fram að við vinnslu umsagnarinnar hefur verið aflað ýmissa gagna, m.a. frá lögreglu og Heilbrigðsstofnun Vesturlands, og fyrir liggur einnig skýrsla starfshóps Akraneskaupstaðar um framtíðarsýn Írska daga. Starfshópurinn var settur á laggirnar haustið 2023 og starfaði frá miðjum október og skilaði af sér skýrslu nú í lok apríl. Þar er að finna mjög gagnlegar og mikilvægar upplýsingar sem munu nýtast Akraneskaupstað til að bæta umgjörð fjölskylduhátíðar Írskra daga og þar er einnig að finna umfjöllun um viðburðinn Lopapeysuna og komið með fjölmargar ábendingar sem nýst gætu bæði Akraneskaupstað og viðburðarhaldara Lopapeysunnar til að bæta alla umgjörð þessa skemmtilegu og viðburðarríku helgi sem hefur fastan sess í bæjarbrag Akraness. Mikilvægt er auðvitað að gera greinarmun á þeim þáttum Írskra daga sem Akraneskaupstaður ber eiginlega ábyrgð á og svo einstaka viðburðum eins og Lopapeysunni sem skv. hefð fer fram þessa sömu helgi og er jafnan spyrt við hátíðina Írska daga en gæti eðli máls samkvæmt farið fram á hvaða öðrum tíma sem er.

Að öðru leyti en að framan greinir gerir bæjarráð ekki athugasemdir við að umsækjanda verði veitt tækifærisleyfi vegna viðburðarins Lopapeysan þann 6. júlí næstkomandi og samþykkir að viðburðurinn standi til kl 04:00 aðfararnótt þess 7. júlí. Samþykki Akraneskaupstaðar er veitt með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirlits og annarra viðbragðsaðila.

Gert er ráð fyrir að skipuleggjandi viðburðarins komi á fund bæjarráðs nú í lok maí eða byrjun júni þar sem farið verður yfir þær ráðstafanir sem hann hyggst grípa til vegna þessa umfangsmikla viðburðar.

Samþykkt 3:0

12.Tækifærisleyfi vegna Írskra daga 2024.

2405079

Bréf frá Sýslumanni vegna umsóknar um tækifærisleyfi á Írskum dögum 2024.

Bæjarráð telur mikilvægt að aldurstakmörk slíks viðburðar séu miðuð við 20 ár sem er þá í samræmi við skilyrði leyfisveitingar til sölu áfengis. Þá bendir Akraneskaupstaður á að þessa helgi er mikið umleikis á Akranesi vegna Írskra daga en miðað við fjölda hátíðargesta undanfarin ár reynir mjög á þolmörk viðbragðsaðila (lögreglu, heilsugæslu, björgunarsveitar o.fl.). Vissulega er sá þjóðþekkti viðburður í nafni Akraneskaupstaðar og eðli máls samkvæmt getur kaupstaðurinn ekki lagst gegn leyfisveitingu af þessum toga af þeim sökum enda Írskir dagar fyrst og fremst ætlaðir að vera fjölskylduskemmtun af kaupstaðarins hálfu með fullt af skemmtilegum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri.

Viðburðurinn "Lopapeysan" er haldin þessa sömu helgi á laugardagskveldinu en áralöng samstarfssaga er á milli þess viðburðarhaldara og Akraneskaupstaðar og sú áherslubreyting verið gerð nú að aldurmörk þess viðburðar eru miðuð við sömu aldursmörk og sett eru fram nú að hálfu Akraneskaupstaðar í þessari umsögn.

Að öðru leyti gerir bæjarráð ekki athugasemdir við leyfisveitingu til umsækjanda en þó að því gefnu að fyrir liggi jákvæðar umsagnir Slökkviliðs, Heilbrigðiseftirlits og annara viðbragðsaðila og tryggt að uppfyllt séu í einu og öllu þau skilyrði sem þessir aðilar kunna að setja fram. Bæjarráð bendir á að í umsókninni er miðað við að viðburðurinn standi óslitið frá kl. 12:00 þann 5. júlí nk. til kl. 18:00 þann 6. júlí nk. sem hljóta að vera mistök. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að viðburðurinn standi til kl. 04:00 aðfaranótt þess 6. júlí nk. Ef vilji viðburðarhaldara stendur til að hafa viðburðinn einnig á laugardeginum sjálfum gerir bæjarráð engar athugasemdir við að hann hefjist að nýju um kl. 12:00 og standi til kl. 18:00.

Samþykkt 3:0

13.Eigendafundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

2403274

Fyrstu drög að samþykktum um vatnsverndarsvæði fyrir Vesturland og Kjósarhreppi ásamt samþykkt um hundahald, kattahald og annað gæludýrahald fyrir Vesturland og Kjósarhrepp.

Bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.

Kynning á eigendafundi.
Lagt fram.

Einstök mál sem fjallað var um á eigendafundinum eru til frekari úrvinnslu á vettvangi Heilbrigðisnefndar og koma væntanlega til málsmeðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar á síðari stigum.

14.Stýrihópur á vegum Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins

2405073

Bréf Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða 6. maí 2024 varðandi tilnefningu í stýrihóp.
Lagt fram.
Bæjarráð er sammála Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða um mikilvægi þess að sveitarfélögin fái kynningu á skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits frá því í ágúst 2023 sem og þeim tillögum sem þar koma fram enda er málaflokkurinn á ábyrgð sveitarfélaga. Þá tekur bæjarráð einnig undir ósk Samtakanna um að fá að skipa einnig varafulltrúa í stýrihópinn svo tryggt sé að fulltrúi samtakanna sé ávallt við borðið er stýrihópurinn fundar um þetta mikilvæga málefni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri við umhverfis, orku- og loftslagsráðherra sem og matvælaráðherra.

Samþykkt 3:0

15.Skýrsla KPMG um stafrænt samstarf sveitarfélaga

2405101

Skýrsla og grein á visir.is lagðar fram til kynningar.
Lagt fram.

16.Forsetakosningar 1. júní 2024

2401263

Forsetakosningar fara fram þann 1. júní 2024 og verða í Fjölbrautarskóla Vesturlands.

Minnisblað sviðsstjóra vegna framkvæmdar lagt fram.
Bæjarráð samþykktir tillögu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um launagreiðslur til starfsmanna kjörstjórna og annarra þeirra sem koma að framkvæmd kosninganna.

Á kjörskrá á Akranesi þann 1. júní nk. eru samtals 5828 einstaklingar.

Samþykkt 3:0

17.Höfði -dvalarheimili - aðalfundarboð 2024

2405148

Aðalfundarboð Höfða 2024 - fer fram í Höfðasal, mánudaginn 27. maí 2024, kl. 16:30.
Lagt fram.
Framkvæmdastjóri Höfða óskaði eftir að fundarboðið yrði birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en kynnt sérstaklega fyrir eftirtöldum aðilum:
Bæjarfulltrúum (aðal- og varamenn), bæjarstjóra, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs og öldungaráði.
Fylgiskjöl:

18.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun

2304154

Á bæjarstjórnarfundi nr. 1394 þann 14. maí sl. kom bæjarfulltrúinn Guðmundur Ingþór Guðjónsson með þá tillögu að stofnaður yrði starfshópur um Jaðarsbakkaverkefnið. Lýstu þeir bæjarfulltrúar sem tjáðu sig um málið því sammála.

Forseti lýsti því yfir á fundinum að réttur farvegur málsins sbr. reglur Akraneskaupstaðar um stofnun starfshópa, væri hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir stofnun starfshóps um Jaðarsbakkaverkefnið sbr. meðfylgjandi drög að erindisbréfi hópsins og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

19.Samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

2308141

3. fundargerð samstarfsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar frá 29. febrúar 2024.

4. fundargerð samstarfsnefndar Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar frá 13. maí 2024.
Lagt fram.
Næsti fundur nefndarinnar er 2. september nk.

20.Starfshópur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi rekstrarform Höfða.

2405187

Starfshópur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi rekstrarform Höfða
Mögulegt rekstrarform Höfða hefur verið til skoðunar hjá stjórn Höfða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að erindisbréfi fyrir starfshóp á vettvangi eigenda heimilisins, þ.e. Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit, og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Eðli máls samkvæmt verði haft samráð við Hvalfjarðarsveit um tilnefningar fulltrúa af þeirra hálfu í starfshópinn sem og um efnisatriði væntanlegs erindisbréf.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00