Fara í efni  

Bæjarráð

3577. fundur 07. nóvember 2024 kl. 08:15 - 11:55 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ægisbraut 13 - Leigusamningur um atvinnuhúsnæði

2410279

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi leigusamningur vegna þjónustumiðstöðvar Akranekaupstaður verði samþykktur.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning vegna aðstöðu fyrir þjónustumiðstöð Akraneskaupstaðar, með tilteknum athugasemdum varðandi orðalag, og að gert verði ráð fyrir útgöldunum í fjárhagsáætlun vegna ársins 2025.

Samþykkt 3:0

2.Dalbraut 14 - afhending lóðar

2406119

Yfirferð um stöðu málsins og fyrirliggjandi gögn.

Sigurður Páll situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 3.
Bæjarráð óskar eftir að æðstu stjórnendur hlutaðeigandi félaga sem aðild eiga að samkomulaginu komi á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið.

Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt 3:0

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033

2406017

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember sl. aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs, samtals að fjárhæð kr. 533.880.424 og vísaði ákvörðuninni til bæjarráðs. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að útgjöldunum yrði mætt með viðauka sem feli í sér aukna lántöku og að bæjarráð vísi málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.



Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 4 til og með 8.
Bæjarráð samþykkir aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2024, samtals að fjárhæð kr. 533.881.000. Ráðstöfuninni er mætt með lántöku.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 23 vegna ráðstöfunarinnar og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Helstu frávik í áætluninni eru:
Brekkubæjarskóli 1. hæð - um kr. 162 m.kr.
Grundaskóli C álma - um kr. 360 m.kr.
Tvær deildir við Teigasel - um kr. 116. m.kr.
Jaðarsbakkar íþróttahús - um 146 m.kr.
Íþróttahús Vesturgötu - um kr. 50 m.kr.
Uppkaup mannvirkja - lækkun um 300 m.kr.

Sigurður Páll víkur af fundi.

4.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2025

2410278

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2025
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2025 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Áætlun ársins 2025 gerir ráð fyrir óbreyttu fjárframlagi frá sveitarfélögunum á árinu 2024 (heildarframlag) en hlutur Akraneskaupstaðar eykst í takt við aukin fjölda íbúa kaupstaðarins (miðað er við íbúatal 1. janúar 2025) og því má reikna með að raunútgjöld Akraneskaupstaðar verði nokkuð hærri en á yfirstandandi ári.

5.Lán - langtímafjármögnun útboð

2411022

Unnið hefur verið að fyrirkomulagi útboðs vegna langtímafjármögnunar Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu/útboðsskilmála vegna langtímafjármögnunar Akraneskaupstaðar og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

6.Höfði - Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2410292

Dvalarheimilið Höfði - Fjárhagsáætlun 2025-2028.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð fyrirhugar frekari rýningu á áætluninni á milli umræðna.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034

2409132

Áframhaldandi vinna við fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2025 og vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.

Lokafundur bæjarráð fyrir framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá.

Frekari rýning á áætluninni mun fara fram á milli umræðna.

8.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2025 og vegna tíambilsins 2026 til og með 2028.

Lokafundur bæjarráðs fyrir framlagningu fjárhagsáætlunar til fyrri umæðu í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2026 til og með 2028 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 2:0, RBS situr hjá.

Frekari rýning á áætluninni mun fara fram á milli umræðna.

Kristjana Helga víkur af fundi.

9.Lækjarflói 24 - Umsókn um lóð

2312167

Tilkynning Helga Þorsteinssonar um skil á lóðinni Lækjarflói 24, sbr. tölvupóst dags. 28.10.2024.
Bæjarráð samþykkir erindi umsækjanda um skil á lóð í Flóahverfinu.

Samþykkt 3:0

10.Lækjarflói 14 - umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2309160

Tilkynning Elvars Hallgrímssonar, f.h. Mardals ehf. um skil á lóðinni Lækjarflói 14.
Bæjarráð samþykkir erindi umsækjanda um skil á lóð í Flóahverfinu.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 11:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00