Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028
2406142
Málið er til áframhaldandi meðferðar í bæjarráði.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 til og með 4.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 til og með 4.
2.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2024
2408042
Launaviðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög sem samþykktir voru haustið 2024.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 25. við fjárhagsáætlun ársins 2024 en útgjöldin eru tilkomin vegna þeirra kjarasamninga sem samþykktir voru núna á haustmánuðum.
Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 25.954.612 og er mætt með tilfærslu af deild 20830-1697 að fjárhæð kr. 19.931.691 og auknum skattekjum af deild 00010-0020 að fjárhæð kr. 6.022.921. Viðaukinn bókast á viðeigandi deildir samkvæmt meðfylgjandi skjali.
Kostnaður Akraneskaupstaðar vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2024 er því samtals kr. 206.022.921 en ólokið er samningsgerð við allnokkur stéttarfélög.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 25.954.612 og er mætt með tilfærslu af deild 20830-1697 að fjárhæð kr. 19.931.691 og auknum skattekjum af deild 00010-0020 að fjárhæð kr. 6.022.921. Viðaukinn bókast á viðeigandi deildir samkvæmt meðfylgjandi skjali.
Kostnaður Akraneskaupstaðar vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2024 er því samtals kr. 206.022.921 en ólokið er samningsgerð við allnokkur stéttarfélög.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
3.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar
2403271
Sameiginlegur viðauki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun ársins 2024 en um er að ræða samþykkta útgjöld bæjarráðs á tímabilinu júní til og með nóvember 2024 ásamt öðrum tillögum að breytingu. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins 2024.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
4.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
2410062
Drög að nýrri gjaldskrá yfir meðhöndlun úrgangs lögð fram. Breytt er flokkun úrgangs hjá heimilum, og uppbyggingu gjaldskrár. Kostnaður við meðhöndlun úrgangs í Gámu verður framvegis innheimtur hjá notendum. Kostnaður við rekstur á móttökustöð Gámu og við grenndarstöðvar verður hluti af gjaldskrá og innheimtur hjá heimilum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti drög að gjaldskrá og vísaði henni til bæjarráðs.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti drög að gjaldskrá og vísaði henni til bæjarráðs.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Gjaldskráin er í takt við viðamiklar breytingar samkvæmt nýrri löggjöf (svokölluð hringrásarlöggjöf) sem tók gildi þann 1. janúar 2023 og hefur verið í útfærslu hjá sveitarfélaginu m.a. með nýju útboði fyrr á þessu ári.
Lárus Ársælsson og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.
Samþykkt 3:0
Gjaldskráin er í takt við viðamiklar breytingar samkvæmt nýrri löggjöf (svokölluð hringrásarlöggjöf) sem tók gildi þann 1. janúar 2023 og hefur verið í útfærslu hjá sveitarfélaginu m.a. með nýju útboði fyrr á þessu ári.
Lárus Ársælsson og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.
5.Tjarnarskógar 2 - beiðni um skil á lóð
2402179
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins.
Ívar Pálsson lögmaður situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Ívar Pálsson lögmaður situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð telur, samkvæmt lögum, reglum Akraneskaupstaðar og útboðsskilmálum, hvíli ekki skylda á Akraneskaupstað til að samþykkja beiðni lóðarhafa um skil á lóðinni og endurgreiðslu þess hluta tilboðsfjárhæðar sem bjóðandi hefur þegar greitt.
Þrátt fyrir framangreint felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ræða við lóðarhafa um beiðnina þ.m.t. hvort forsendur séu til að gera samkomulag um skil lóðarinnar. Málið komi svo að nýju til umfjöllunar bæjarráðs eftir slíkar viðræður.
Samþykkt 3:0
Ívar Pálsson víkur af fundi.
Þrátt fyrir framangreint felur bæjarráð sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ræða við lóðarhafa um beiðnina þ.m.t. hvort forsendur séu til að gera samkomulag um skil lóðarinnar. Málið komi svo að nýju til umfjöllunar bæjarráðs eftir slíkar viðræður.
Samþykkt 3:0
Ívar Pálsson víkur af fundi.
6.Húsnæðisáætlun 2025
2408258
Húsnæðisáætlun 2025 til kynningar.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 7.
Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 7.
Bæjarráð samþykkir húsnæðisáætlun vegna ársins 2025 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegra ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
7.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Farið yfir uppsetningu og verkferla tengda verkefnaskrá, ásamt drögum að aðgerðaáætlun fyrir heildarstefnuna.
Lagt fram.
Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.
Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.
8.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar barnasáttmálans
2411005
Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 5. nóvember 2024 tók ráðið málið fyrir og vísaði til ungmennaráðs og bæjarráðs.
Lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir samantekt um fjárhagsleg áhrif aðgerðaráætlunar ásamt umsögn ungmennaráðs og málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð óskar eftir samantekt um fjárhagsleg áhrif aðgerðaráætlunar ásamt umsögn ungmennaráðs og málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Samþykkt 3:0
9.Jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar 2024
2411201
Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar og Höfða er í stöðugri þróun og umbótum eins og gæðakerfi eru almennt. Við undirbúning fyrir næstu vottun á kerfinu þykir rétt að uppfæra jafnlaunastefnuna en hún var síðast uppfærð í apríl 2022. Markmiðið er að einfalda stefnuna og gera hana skýrari.
Lagt fram.
Gert er ráð fyrir að málið komi fyrir næsta fund bæjarráðs þann 5. desember næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Gert er ráð fyrir að málið komi fyrir næsta fund bæjarráðs þann 5. desember næstkomandi.
Samþykkt 3:0
10.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar 2024
2411200
Jafnréttisstefna Akraneskaupstaðar var síðast unnin og samþykkt árið 2019. Undanfarna mánuði hefur verið lögð vinna í að uppfæra hana í samræmi við íslensk lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lög nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála. Jafnréttisáætlun var unnin samhliða og er öllu viðameiri með markmiðum og aðgerðum.
Lagt fram.
Bæjarráð óskar eftir samantekt um fjárhagsleg áhrif jafnréttisáætlunarinnar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð óskar eftir samantekt um fjárhagsleg áhrif jafnréttisáætlunarinnar.
Samþykkt 3:0
11.Samræmd móttaka flóttafólks - framlenging samnings
2408200
Í fylgiskjölum má sjá viðbrögð Ástu Margrétar Sigurðardóttur lögfræðings hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við bókun bæjarráðs um framlengingu á samningi vegna móttöku flóttafólks á Akranesi út árið 2024. Fellst ráðuneytið ekki á þá fyrirvara og skilyrði sem bæjarráð Akraneskaupstaðar tiltók í bókun 12. september sl.
Er viðauki vegna samnings um mótttöku flóttafólks árið 2024 því lagður fram að nýju, en nauðsynlegt er að taka skýra afstöðu til þess hvort sveitarfélagið riti undir þann samning þrátt fyrir að fyrirvarar verði ekki teknir til greina af hálfu ráðuneytisins.
Bókun velferðar- og mannréttindaráðs 19. nóvember 2024:
Velferðar- og mannréttindaráð sér ekki annað fært en að samþykkja viðauka við samning um móttöku flóttafólks, bæði vegna ársins 2024 og 2025. Ráðið leggur þunga áherslu á að þeim sveitarfélögum sem eftir standa verði tryggðar greiðslur frá Vinnumálastofnun til samræmis við raunfjölda flóttafólks, umfram tiltekinn fjölda í samningnum.
Ráðið tekur undir nauðsyn þess að tryggja þurfi áframhaldandi stöðugildi starfsmanns í ráðgjafadeild, til að mæta þeirri aukningu sem orðið hefur í hópi notenda, til samræmis við greiðslur ráðuneytisins.
Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 12 til og með 14.
Er viðauki vegna samnings um mótttöku flóttafólks árið 2024 því lagður fram að nýju, en nauðsynlegt er að taka skýra afstöðu til þess hvort sveitarfélagið riti undir þann samning þrátt fyrir að fyrirvarar verði ekki teknir til greina af hálfu ráðuneytisins.
Bókun velferðar- og mannréttindaráðs 19. nóvember 2024:
Velferðar- og mannréttindaráð sér ekki annað fært en að samþykkja viðauka við samning um móttöku flóttafólks, bæði vegna ársins 2024 og 2025. Ráðið leggur þunga áherslu á að þeim sveitarfélögum sem eftir standa verði tryggðar greiðslur frá Vinnumálastofnun til samræmis við raunfjölda flóttafólks, umfram tiltekinn fjölda í samningnum.
Ráðið tekur undir nauðsyn þess að tryggja þurfi áframhaldandi stöðugildi starfsmanns í ráðgjafadeild, til að mæta þeirri aukningu sem orðið hefur í hópi notenda, til samræmis við greiðslur ráðuneytisins.
Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 12 til og með 14.
Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki hafi verið fallist á skýra og fullkomnlega eðlilega fyrirvara Akraneskaupstaðar við framlengingu á þjónustusamningi um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2024 enda byggðu fyrirvararnir á grunnforsendum samkvæmt upphaflegum samningi frá mars 2024.
Sveitarfélögunum er, líkt og stundum áður, stillt upp við vegg í samskiptum við ríkið og er samningsstaða þeirra málaflokknum afar erfið vegna þess að valið stendur í raun um að fá greiðslur samkvæmt fyrrliggjandi samningi eða einfaldlega engar greiðslur.
Bæjarráð, með vísan til framangreinds, sér ekki annan kost í stöðunni en að samþykkja framlengingu samningsins vegna ársins 2024 án skilyrða.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Sveitarfélögunum er, líkt og stundum áður, stillt upp við vegg í samskiptum við ríkið og er samningsstaða þeirra málaflokknum afar erfið vegna þess að valið stendur í raun um að fá greiðslur samkvæmt fyrrliggjandi samningi eða einfaldlega engar greiðslur.
Bæjarráð, með vísan til framangreinds, sér ekki annan kost í stöðunni en að samþykkja framlengingu samningsins vegna ársins 2024 án skilyrða.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
12.Samræmd móttaka flóttafólks - samningur 2025
2411163
Á fundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga 8. nóvember sl. var sveitarfélögum tilkynnt um að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefði horfið frá áætlunum um endurskoðun samnings um móttöku flóttafólks og hygðist bjóða sveitarfélögum upp á undirritun óbreytts samnings til eins árs, vegna ársins 2025.
Í kjölfar slita ríkisstjórnarsamstarfsins var starfshópi, sem vann að endurskoðun samningsins, þakkað fyrir sín störf. Barst tölvupóstur frá ráðuneytinu sem staðfestir þá tilætlan og því talið nauðsynlegt að bíða með tillögur starfshópsins að breytingum á samningnum þar til ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa.
Fjöldi athugasemda voru gerðar við þessar fyrirætlanir ráðuneytisins og miklum vonbrigðum lýst yfir af hálfu sveitarfélaganna. Þá var upplýst um að einhver sveitarfélög íhuga að draga sig út úr samningi um móttöku flóttafólks. Þau sveitarfélög sem sjá ekki annað fært en að ganga til áframhaldandi samninga, velta því þó upp hvaða þýðingu það hafi fyrir þau sveitarfélög sem eftir standa og hvort ekki komi til álita að úthluta auknu fjármagni til þeirra. Einnig var sett fram sú krafa sveitarfélaganna að inn í gildandi samninga verði sett ákvæði um að Vinnumálastofnun greiði fyrir paranir við sveitarfélögin sem eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er í samningi við viðkomandi sveitarfélag. Verið er að skoða hvernig unnt er að bregðast við þessari beiðni sveitarfélaganna samhliða vinnslu viðauka samnings vegna 2025.
Í tölvupósti frá félags- og vinnumarkaðsráðunteytinu 14. nóvember sl. var óskað eftir að sveitarfélagið gerði ráðuneytinu viðvart um hvort vilji standi til þess að framlengja óbreyttan samning um móttöku flóttafólks frá næstu áramótum og út árið 2025.
21. nóvember sl. barst svo tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu ásamt II viðauka þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks. Hefur ráðuneytið bætt inn ákvæði um að Vinnumálastofnun greiði sveitarfélögum fyrir þjónustu við einstaklinga sem eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er í samningi.
Er óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2025.
Í kjölfar slita ríkisstjórnarsamstarfsins var starfshópi, sem vann að endurskoðun samningsins, þakkað fyrir sín störf. Barst tölvupóstur frá ráðuneytinu sem staðfestir þá tilætlan og því talið nauðsynlegt að bíða með tillögur starfshópsins að breytingum á samningnum þar til ný ríkisstjórn hefur tekið til starfa.
Fjöldi athugasemda voru gerðar við þessar fyrirætlanir ráðuneytisins og miklum vonbrigðum lýst yfir af hálfu sveitarfélaganna. Þá var upplýst um að einhver sveitarfélög íhuga að draga sig út úr samningi um móttöku flóttafólks. Þau sveitarfélög sem sjá ekki annað fært en að ganga til áframhaldandi samninga, velta því þó upp hvaða þýðingu það hafi fyrir þau sveitarfélög sem eftir standa og hvort ekki komi til álita að úthluta auknu fjármagni til þeirra. Einnig var sett fram sú krafa sveitarfélaganna að inn í gildandi samninga verði sett ákvæði um að Vinnumálastofnun greiði fyrir paranir við sveitarfélögin sem eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er í samningi við viðkomandi sveitarfélag. Verið er að skoða hvernig unnt er að bregðast við þessari beiðni sveitarfélaganna samhliða vinnslu viðauka samnings vegna 2025.
Í tölvupósti frá félags- og vinnumarkaðsráðunteytinu 14. nóvember sl. var óskað eftir að sveitarfélagið gerði ráðuneytinu viðvart um hvort vilji standi til þess að framlengja óbreyttan samning um móttöku flóttafólks frá næstu áramótum og út árið 2025.
21. nóvember sl. barst svo tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu ásamt II viðauka þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks. Hefur ráðuneytið bætt inn ákvæði um að Vinnumálastofnun greiði sveitarfélögum fyrir þjónustu við einstaklinga sem eru umfram þann fjölda sem tiltekinn er í samningi.
Er óskað eftir afstöðu bæjarráðs til þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir framlengingu þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2025 sbr. viðauka II en tilgreina þarf heildarfjölda þjónustuþega sem Akraneskaupstaður skuldbindir sig til að þjónusta að hámarki til að unnt sé að tryggja greiðslur skv. 1. gr. viðaukans.
Bæjarráð vekur athygli ráðuneytisins á að að tilvísun í 1. gr. viðaukans til 2. gr. samningsins er væntanlega röng og þarf að leiðrétta en í 2. gr. samningsins er fjallað um samningsaðild og í 3. og 4. gr. samningsins er fjallað um ábyrgð þjónustukaupa og ábyrgð og verkefni þjónustusala.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir tímabundnu 0,8 stöðugildi sérfræðings vegna þessarar þjónustu á árinu 2025 til samræmis við endurgreiðslu ríkisins vegna samningsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vekur athygli ráðuneytisins á að að tilvísun í 1. gr. viðaukans til 2. gr. samningsins er væntanlega röng og þarf að leiðrétta en í 2. gr. samningsins er fjallað um samningsaðild og í 3. og 4. gr. samningsins er fjallað um ábyrgð þjónustukaupa og ábyrgð og verkefni þjónustusala.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir tímabundnu 0,8 stöðugildi sérfræðings vegna þessarar þjónustu á árinu 2025 til samræmis við endurgreiðslu ríkisins vegna samningsins.
Samþykkt 3:0
13.Akstursþjónusta Akraneskaupstaðar 2024
2401211
Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 29. október 2024 fól ráðið sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að hefja undirbúning útboðs og afla tilboðs í gerð útboðsgagna.
Fundað hefur verið með aðila hjá fyrirtækinu Consensa vegna hugsanlegrar aðkomu þeirra að útboði akstursþjónustu Akraneskaupstaðar. Áætlaður tími í verkefnið er á bilinu 50 - 60 klst, eða allt að kr. 1.374.000, fyrir utan vsk, sem fæst endurgreiddur. Ef af verður mun vinna við útboðið hefjast í desember 2024 en kostnaður fara yfir á árið 2025.
Var tilboð frá Consensa lagt fyrir síðasta fund ráðsins 19.11.2024 með eftirfarandi bókun:
Velferðar- og mannréttindaráð er fylgjandi því að gengið verði frá samkomulagi við Consensa um vinnslu útboðsgagna og felur sviðsstjóra að gera viðauka.
Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindi til stjórnar Höfða er varðar afstöðu til þess hvort akstur vegna dagdvalar eigi einnig að verða hluti af útboðinu.
Fundað hefur verið með aðila hjá fyrirtækinu Consensa vegna hugsanlegrar aðkomu þeirra að útboði akstursþjónustu Akraneskaupstaðar. Áætlaður tími í verkefnið er á bilinu 50 - 60 klst, eða allt að kr. 1.374.000, fyrir utan vsk, sem fæst endurgreiddur. Ef af verður mun vinna við útboðið hefjast í desember 2024 en kostnaður fara yfir á árið 2025.
Var tilboð frá Consensa lagt fyrir síðasta fund ráðsins 19.11.2024 með eftirfarandi bókun:
Velferðar- og mannréttindaráð er fylgjandi því að gengið verði frá samkomulagi við Consensa um vinnslu útboðsgagna og felur sviðsstjóra að gera viðauka.
Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Velferðar- og mannréttindaráð vísar erindi til stjórnar Höfða er varðar afstöðu til þess hvort akstur vegna dagdvalar eigi einnig að verða hluti af útboðinu.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þessa verkefnis í fjárhagsáætlun ársins 2025.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
14.Bifreið fyrir stuðnings- og stoðþjónustu
2411012
Bifreið í eigu Akraneskaupstaðar, sem notuð hefur verið til að sinna stuðnings- og stoðþjónustu, er í slöku ásigkomulagi og brýn þörf á endurnýjun. Starfsmenn áhaldahúss hafa sinnt viðhaldi bílsins og hafa bent á vaxandi vandkvæði og óhentugleika díselbifreiða fyrir þessa tegund notkunnar. Lögð er fram tillaga um að bifreiðin verði seld og annar bíll tekinn á langtímaleigu. Fyrir liggja tilboð frá þremur bílaleigum sem eru aðilar að rammasamningi ríkisins.
Taka þarf afstöðu til kostnaðarauka á árinu 2025, í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð, vegna leigu á bifreið.
Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs 19. nóvember sl. var gerð neðangreind bókun:
Velferðar- og mannréttindaráð styður tillögu deildarstjóra um sölu á núverandi bifreið í eigu sviðsins og að tekin verði bifreið á leigu, út frá hagstæðasta tilboði. Söluhagnaður bifreiðar mun að líkindum mæta kostnaði vegna fyrstu fimm mánaða leigutímabilsins. Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Taka þarf afstöðu til kostnaðarauka á árinu 2025, í yfirstandandi fjárhagsáætlunargerð, vegna leigu á bifreið.
Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs 19. nóvember sl. var gerð neðangreind bókun:
Velferðar- og mannréttindaráð styður tillögu deildarstjóra um sölu á núverandi bifreið í eigu sviðsins og að tekin verði bifreið á leigu, út frá hagstæðasta tilboði. Söluhagnaður bifreiðar mun að líkindum mæta kostnaði vegna fyrstu fimm mánaða leigutímabilsins. Málinu vísað til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins þar sem tekið verði saman heildarþarfir miðlægrar stjórnsýslu um afnot bíla í þjónustunni og í framhaldinu væri unnt að ákveða mögulegar leiðir í þessu sambandi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
15.Útboð Miðbæjarreitur - Suðurgata 57, Suðurgata 47, Skólabraut 24
2411193
Útboðsgögn fyrir sölu og þróun á Suðurgötu nr. 57, nr. 47 og Skólabraut nr. 24.
.
.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs til frekari úrvinnslu.
Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Samþykkt 3:0
Málið komi svo að nýju fyrir bæjarráð.
Samþykkt 3:0
16.Dalbraut 14 - afhending lóðar
2406119
Áframhaldandi meðferð málsins hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gögn með smávægilegum athugasemdum og fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Samþykkt 3:0
17.Skógarlundur 38 - Umsókn um byggingarlóð ÚTHLUTAÐ
2408171
Umsækjandi var dregin út þann 29. september 2024 en hefur óskað eftir að skila lóðinni.
Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar skil á lóðinni skv. fyrirliggjandi reglum og lóðin fer þá á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
18.Skógarlundur 40 - Umsókn um byggingarlóð ÚTHLUTAÐ
2408170
Umsækjandi var dreginn út þann 29. september 2024 en hefur nú óskað eftir að skila lóðinni.
Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar skil á lóðinni skv. fyrirliggjandi reglum og lóðin fer þá á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
19.Skógarlundur 16 - Umsókn um byggingarlóð
2408273
Umsækjandi var dreginn út þann 29. september 2024 en hefur óskað eftir skilum á lóðinni og e.a. breytingum á greiðsluskilmálum (lengri greiðslufresti).
Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar skil á lóðinni skv. fyrirliggjandi reglum og lóðin fer þá á listann yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað.
Samþykkt 3:0
Ekki eru forsendur að mati bæjarráðs til að breyta greiðsluskilmálum enda kallar slíkt á endurskoðun á gildandi regluverki.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Ekki eru forsendur að mati bæjarráðs til að breyta greiðsluskilmálum enda kallar slíkt á endurskoðun á gildandi regluverki.
Samþykkt 3:0
20.Þróunarfélag Grundartanga - fjármögnun starfsemi o.fl. 2024
2405137
Þróunarfélag Grundartanga - ósk um fjármögnun vegna ársins 2025.
Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið (fjarfundur).
Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið (fjarfundur).
Bæjarráð samþykkir erindið.
Samþykkt 3:0
Guðjón Steindórsson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Guðjón Steindórsson víkur af fundi.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Samþykkt 2:1 (RBS á móti)