Fara í efni  

Bæjarráð

3583. fundur 19. desember 2024 kl. 08:15 - 14:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2024

2408042

Endurreikningur vegna kjarasamninga 2024.

Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 til og með 5.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 30. við fjárhagsáætlun ársins 2024 en útgjöldin eru tilkomin vegna þeirra kjarasamninga sem samþykktir hafa verið núna í lok árs, samningar félagsráðgjafa, þroskaþjálfa og iðjuþjálf, auk gilditöku nýrra launatafla fyrir skólastjórafélagið, félag grunnskólakennara, félag stjórnenda í leikskólum, félag leikskólakennar og félag tónlistarkennara og stjórnenda. Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 64.427.627 og er mætt með auknum skattekjum af deild 00010-0020 að sömu fjárhæð og bókast á viðeigandi deildir samkvæmt meðfylgjandi skjali.

Samþykkt 3:0

Kostnaður Akraneskaupstaðar vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2024 er því samtals kr. 270.450.548.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

2.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2403271

Sameiginlegur viðauki desember 2024.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun ársins 2024, samtals að fjárhæð kr. 3.594.000 en um er að ræða tilfærslur af deild 20830 (óráðstafað skv. áætlun), af tegundarlyklum 4280, 4660,4980 og 4995 og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

3.Reglur 2025 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2412147

Framlagning reglna um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi vegna ársins 2025.
Bæjarráð samþykktir reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2025 og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

4.Mánaðayfirlit 2024

2403044

Mánaðaryfirlit janúar - október 2024
Lagt fram.

5.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Málið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 5. desember 2024 og gert ráð fyrir að málið færi að nýju fyrir fund bæjarráðs þann 19. desember 2024.
Málið verður til frekari umræðu á fyrsta fundi bæjarráðs á nýju ári þann 16. janúar 2025.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

6.Tækjakaup í C-álmu Grundaskóla

2412172

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að heimila tilfærslu fjármuna af launaliðum Grundaskóla til tækjakaupa fyrir nýbyggingu skólans, C-álmu, sem tekin verður í notkun snemma á nýju ári.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundsviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 7 til og með 8.

Bæjarráð samþykkir tilfærslu og heimilar tilfærslu fjármuna af launalyklum Grundaskóla, samtals að fjárhæð 6,0 m.kr. til ráðstöfunar á kaupum á tilteknum búnaði samkvæmt fyrirliggjandi lista.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun ársins 2024 til samræmis við framangreint, samtals að fjárhæð 6,0 m.kr. sem færist af launum og yfir á búnaðarkaup (4660) og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

7.Gjaldskrá frístundadvalar utan lögheimilissveitarfélags

2312219

Skóla- og frístundaráð samþykkir 15% hækkun á gjaldskrá vegna frístundadvalar utan lögheimilissveitarfélags fyrir árið 2025. Þá er innifalið gjald vegna aðstöðu, efniskostnaðar og umsýslu. Ráðið vísar málinu til umræði hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á gjaldskrá 2025 vegna frístundadvalar barna sem ekki eiga lögheimili á Akranesi en gert er ráð fyrir endurskoðun gjaldskrárinnar ár hvert.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar.

Samþykkt 3:0

8.Tómstundaframlag - vinnuhópur um endurskoðun

2312220

Bæjarráð fól skóla- og frístundaráði að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að tómstundaframlag fyrir árið 2025 verði hækkað um 3,5%. Ráðið leggur einnig til eftirfarandi breytingar á fyrirkomulagi úthlutunar: Tómstundaframlagið gildi fyrir 5-17 ára börn (áður 6-18 ára). 5 ára börn fái hálfan styrk en 6-17 ára fullan styrk. Áfram tekur styrkupphæð mið af fjölda barna á heimili. Skóla- og frístundaráð leggur einnig til að 18 ára ungmennum standi til boða árskort í þrek- og sund í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar þeim að kostnaðarlausu. Fyrirkomulag þetta byggir á gögnum um nýtingu tómstundaframlags s.l. tveggja ára - rétt rúmlega 30% 18 ára ungmenna hafa nýtt tómstundaframlagið. Skráðir 5 ára iðkendur hjá ÍA eru 93, eða um 80% 5 ára barna á Akranesi. Meðaltals nýtingarhlutfall tómstundaframlags á Akranesi fyrir árið 2024 er 77%. Kostnaði verður mætt innan fjárheimilda skóla- og frístundasviðs.



Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um fyrirkomulag og fjárhæð tómstundaframlags Akraneskaupstaðar vegna ársins 2025 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Breytingin hefur ekki áhrif á ákvarðaðar fjárheimildir skóla- og frístundsviðs vegna ársins 2025 og mögulegum kostnaðarauka skal mætt innan þeirra.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

9.Hækkun eiginfjárframlags 2024

2412154

Stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. fjallaði um málið á fundi sínum þann 16. desember 2024 og vísaði til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarráð samþykkir hækkun eiginfjárframlags aðalsjóðs til Fasteignafélags Akraneskaupstaðar í árslok 2024 og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

10.Styrkir til menningartengdra verkefna 2025

2412030

Á fundi menningar- og safnanefndar þann 11. desember 2024 hófst úrvinnsla umsókna til menningatengdra verkefna fyrir árið 2025.

Alls bárust 25 umsóknir og heildar umsóknarfjárhæð var 13.956.300 kr. en til úthlutunar voru 3.520.000 kr.

Nefndin hefur valið 19 verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni. Við úrvinnslu var horft til áherslna menningarstefnu Akraneskaupstaðar 2018-2023. Jafnframt var lögð áhersla á að styðja við verkefni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarandann, hvetja til fjölbreyttrar listsköpunar, styðja við menningarlegt uppeldi og/eða auðga menningarlíf bæjarins. Einnig hafði gæði umsóknar og fylgigagna áhrif á niðurstöður þessar.

Menningar- og safnanefnd vísaði málinu til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar.



Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 11 til og með 12.



Valgarður L. Jónsson bæjarfulltrúi víkur af fundi og tekur ekki frekari þátt í fundinum og Jónína Margrét Sigmundsdóttir bæjarfulltrúi tekur sæti á fundinum í hans stað.
Bæjarráð samþykkir úthlutun menningar og safnanefnar til menningartengdra verkefna árið 2025 en alls er til úthlutunar kr. 3.520.000.

Um eftirfarandi 19 verkefni og fjárhæðir er um að ræða:
Leiksýning leiklistarklúbbsins Melló - Nemendafélag FVA - kr. 300.000.
Skonrokk, Saga rokksins - Birgir Þórisson - kr. 280.000.
Útvarp Akraness, miðlun efnis - Hjörvar Gunnarsson - kr. 250.000.
Brjótum 1000 trönur - Borghildur Jósúa og Bryndís Siemsen - kr. 250.000.
Samsýning Listfélags Akraness - kr. 250.000.
Kórstjórn og æfingar kóra Vesturlands - Hilmar Örn - kr. 250.000.
Tónleikaröð menningarfélagsins Bohéme - Hanna Þóra Guðbrandsdóttir - kr. 200.000.
Skagarokk 2025 - Rokkland ehf. - kr. 200.000.
Menningarstrætó - Listfélag Akraness - kr. 200.000.
Tónleikaröð - Kalman listfélag - kr. 200.000.
Hvilft, Weathered Remains - Antonía Bergsdóttir - kr. 200.000.
Lilló Hardcorefest - Ægisbraut Records - kr. 180.000.
Myndir og ljóð - Guðný Sara og Guðfinna - kr. 130.000.
Olíubrák myndlistarsýning - Angela Árnadóttir - kr. 130.000.
Club Cubano tónleikar og tónlistarkynning - Haraldur Ægir - kr. 100.000.
Fjöltyngd sögustund - Jessica Anne - kr. 100.000.
Myndlistarsýning - Herdís Arna Hallgrímsdóttir - kr. 100.000.
Krílatónlist - Úlfhildur Þorsteinsdóttir - kr. 100.000.
Langisandur myndlistarsýning - Vilborg Bjarkadóttir - kr. 100.000.

Samþykkt 3:0

11.Bíóhöllin - Rekstrarsamningur 2023

2310110

Á 250. fundi skóla- og frístundaráðs tók ráðið undir bókun menningar- og safnanefndar frá fundi 139 um framlengingu samnings við Vini hallarinnar um eitt ár.



Málinu vísað til endanlegrar ákvörðunar hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samningsins um eitt ár, til 31. desember 2025 og eru þá framlengingarheimildir fyrirliggjandi rekstrarsamnings fulnýttar og bjóða skal reksturinn út að nýju í framhaldinu.

Samþykkt 3:0

12.Heima-Skagi - samstarfssamningur

2412180

Beiðni Ólafs Páls Gunnarssonar um samstarf við Akraneskaupstað vegna tónlistarhátíðarinnar Heima-Skaga
Bæjarráð felur verkefnastjóra menningar- og safnamála að óska eftir upplýsingum frá öðrum sveitarfélögum um mögulega fyrirmynd samstarfssamninga vegna svipaðra hátíða.

Gert er ráð fyrir að málið komi að nýju til umfjöllunar í bæjarráði í janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Vera Líndal Guðnadóttir víkur af fundi.

13.Kirkjugarður Akraness - kostnaður við jarðvegsskipti

2412092

Kirkjugarður Akraness - kostnaður við jarðvegsskipti.

Sigurður Páll Harðarson situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

14.Roð ehf - rekstrarleyfi

2412167

Roð ehf - beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til umsækjanda með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu annarra umsagnaraðila.
Gert er ráð fyrir að afgreiðslutími sé frá til kl. 12:00 til kl. 23:00 virka daga sem aðfararnætur frídaga.

Samþykkt 3:0

15.Styrkir til lækkunar fasteignagjalda 2024

2411175

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmr 2. mr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 til eftirtalinna félaga:
- Akur frímúrarastúka, samtals kr. 1.056.880.
- Oddfellow, samtals kr. 1.132.551.
- Dreyri, samtals kr. 310.569.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun ársins 2024 til samræmis við framangreint, samtals að fjárhæð 2,5 m.kr sem færast af deild 20830-5946 og á deild 05890-5948, að fjárhæð kr. 2.189.431, og á deild 06860-5948, að fjárhæð fjárhæð kr. 310.569 og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

16.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Eftirfylgni með fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2025 og vegna tímabilsins 2025 til og með 2028.
Málið verður til frekari umræðu á fyrsta fundi bæjarráðs á nýju ári þann 16. janúar 2025.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00