Bæjarráð
Dagskrá
1.Brák íbúðafélag hses - ársfundur félagsins var haldinn þann 15. janúar 2025.
2412211
Brák íbúðafélag hses - fundargerð ársfundar frá 15. janúar 2025.
Lagt fram.
2.Mánaðayfirlit 2024
2403044
Mánaðayfirlit janúar - nóvember 2024.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
3.Farsældarþjónusta barna - tölulegar upplýsingar fyrir 2024
2501236
Á fundi bæjarráðs í janúar 2024 óskaði bæjarráð eftir reglulegum kynningum frá velferðar- og mannréttindasviði um þróun innleiðingar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Deildarstjóri farsældarþjónustu barna, Sólveig Sigurðardóttir, kynnir tölulegar upplýsingar um þróun barnaverndar- og farsældarþjónustu barna 2024 og samanburð við fyrri ár.
Deildarstjóri farsældarþjónustu barna, Sólveig Sigurðardóttir, kynnir tölulegar upplýsingar um þróun barnaverndar- og farsældarþjónustu barna 2024 og samanburð við fyrri ár.
Lagt fram.
Bæjarráð þakkar Sólveigu Sigurðardóttur deildarstjóra farsældarþjónustu barna kærlega fyrir greinargóða og fróðlega kynningu sem ber vott um faglegt og gott starf Akraneskaupstaðar í málaflokknum.
Sólveig Sigurðardóttir víkur af fundi.
Bæjarráð þakkar Sólveigu Sigurðardóttur deildarstjóra farsældarþjónustu barna kærlega fyrir greinargóða og fróðlega kynningu sem ber vott um faglegt og gott starf Akraneskaupstaðar í málaflokknum.
Sólveig Sigurðardóttir víkur af fundi.
4.Starfsáætlun viðburða 2025
2501290
Til upplýsingar um starfsáætlun viðburða fyrir árið 2025.
Menningar- og safnanefnd leggur fram dagsetningar og fjárhagsáætlun fyrir viðburði ársins 2025. Jafnframt er lögð fram ákvörðun um sameiningu menningarhátíðanna Vetrardaga og Vökudaga til að tryggja hagkvæmari nýtingu fjármagns.
Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 5.
Menningar- og safnanefnd leggur fram dagsetningar og fjárhagsáætlun fyrir viðburði ársins 2025. Jafnframt er lögð fram ákvörðun um sameiningu menningarhátíðanna Vetrardaga og Vökudaga til að tryggja hagkvæmari nýtingu fjármagns.
Vera Líndal Guðnadóttir verkefnastjóri menningar- og safnamála situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 5.
Lagt fram.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að fjármunir til viðburðarhalds nýtist sem best og gerir ekki athugasemd við að þá ákvörðun menningar- og safnanefndar að sameina menningarhátíðarnar Vökudaga og Vetrardaga og nýta fjármagnið sem jafnan hefur verið nýtt til að halda síðarnefndu hátíðing til að efla og styrkja enn frekar þá fyrri.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að fjármunir til viðburðarhalds nýtist sem best og gerir ekki athugasemd við að þá ákvörðun menningar- og safnanefndar að sameina menningarhátíðarnar Vökudaga og Vetrardaga og nýta fjármagnið sem jafnan hefur verið nýtt til að halda síðarnefndu hátíðing til að efla og styrkja enn frekar þá fyrri.
5.Ráðning viðburðastjóra 2025
2409125
Á fundi bæjarráðs þann 16. janúar 2025 var erindið tekið fyrir og óskaði ráðið eftir nánari greiningu að baki þeirri fjárhæð sem lögð er til grundvallar ráðningu viðburðarstjóra pg gert ráð fyrir að málið kæmi að nýju fyrir bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir erindið og þá ráðstöfun fjármuna sem þar er lögð til sem er innan fjárhagsáætlunar.
Samþykkt 3:0
Vera Lindal Guðnadóttir víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Vera Lindal Guðnadóttir víkur af fundi.
6.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Fulltrúar HMS mæta á fund bæjarráðs í fjarfundarbúnaði.
Fyrir fundinum liggur fundargerð embættismanna Akraneskaupstaðar með tengilið Leigufélagsins Brú hses. frá 20. janúar 2025 en fulltrúar HMS funduðu með tengilið félagsins þann 16. janúar 2025.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Sigurður Páll situr einnig fundinn undir dagskrárliðum nr. 7 og nr. 8.
Fyrir fundinum liggur fundargerð embættismanna Akraneskaupstaðar með tengilið Leigufélagsins Brú hses. frá 20. janúar 2025 en fulltrúar HMS funduðu með tengilið félagsins þann 16. janúar 2025.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindaráðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Sigurður Páll situr einnig fundinn undir dagskrárliðum nr. 7 og nr. 8.
Bæjarráð þakkar fulltrúum HMS fyrir komuna á fundinn og lögð áhersla á mikilvægi náinnar samvinnu ríkis og sveitarfélagsins vegna verkefnisins og gott flæði upplýsinga.
Gestir víkja af fundi.
Gestir víkja af fundi.
7.Gáma - Breytt fyrirkomulag
2501066
Tillaga um að breyting á gjaldtöku fyrir losun í Gámu og niðurfelling á klippikorti taki gildi 3. febrúar 2025.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 7. janúar sl. breyttar reglur og gildistöku nýrrar gjaldskrá fyrir losun íbúa á úrgangi á starfsstöð Gámu og að klippikort falli jafnframt úr gildi. Breytingin verður kynnt vandlega á rafrænum miðlum og í Skessuhorni.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 7. janúar sl. breyttar reglur og gildistöku nýrrar gjaldskrá fyrir losun íbúa á úrgangi á starfsstöð Gámu og að klippikort falli jafnframt úr gildi. Breytingin verður kynnt vandlega á rafrænum miðlum og í Skessuhorni.
Bæjarráð leggur áherslu á að gott upplýsingastreymi til íbúa sbr. nýlega frétt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en nýtt fyrirkomulag vegna gjaldheimtu á starfsstöð Gámu gildir frá og með 3. febrúar næstkomandi og þá falla jafnframt klippikortin úr gildi. Frá og með þeim tíma þurfa íbúar sem hyggjast nýta þjónustu Gámu að reiða af hendi greiðslu á staðnum.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.KFÍA - Vallarhús
2410228
Afnot KFÍA af Vallarhúsi.
Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 16. desember 23024 og tók ráðið jákvætt í hugmyndir KFÍA um notkun á húsnæðinu og vísaði málinu til bæjarráðs.
Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 16. desember 23024 og tók ráðið jákvætt í hugmyndir KFÍA um notkun á húsnæðinu og vísaði málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð fellst á að gerður verði samningur við KFÍA um afnot af tilvitnuðu húsnæði og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að gerður verði formlegur samningur/samkomulag um afnotin á milli Akraneskaupstaðar og KFÍA sem komi til formlegrar afgreiðslu hjá hlutaðeigandi fagráðum.
Mikilvægt er að slíkur samningur taki m.a. til væntanlegra breytingar sem augljóslega verða á rýminu þegar búið verður að tengja saman eldri hluta hússins við nýja íþróttahúsið og samhliða því mögulega breytta nýtingu. Gert er ráð fyrir að samráð verði haft við forstöðumann íþróttamannvirkja og íþróttamála við gerð samningsins og að hann verði unnin í þéttu samstarfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Samþykkt 3:0
Mikilvægt er að slíkur samningur taki m.a. til væntanlegra breytingar sem augljóslega verða á rýminu þegar búið verður að tengja saman eldri hluta hússins við nýja íþróttahúsið og samhliða því mögulega breytta nýtingu. Gert er ráð fyrir að samráð verði haft við forstöðumann íþróttamannvirkja og íþróttamála við gerð samningsins og að hann verði unnin í þéttu samstarfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Samþykkt 3:0
9.Stefnumótun Akraneskaupstaðar
2209259
Lögð fram lokaskýrsla stýrihóps um aðgerðaáætlun vegna innleiðingu á heildarstefnu Akraneskaupstaðar.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stýrihópsins sitji fundinn undir þessum dagskrárlið á fjarfundi sem og Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir bæjarfulltrúi og formaður stýrihópsins sitji fundinn undir þessum dagskrárlið á fjarfundi sem og Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri.
Bæjarráð þakkar Sædísi Alexíu Sigurmundsdóttur og Valdísi Eyjólfsdóttur fyrir kynninguna og starfshópnum fyrir hans góðu störf.
Bæjarráð samþykkir aðgerðaráætlun vegna ársins 2025 en árið verður nýtt til að innleiða og útfæra/fínpússa verklag í kringum heildarstefnu Akraneskaupstaðar sem inniheldur m.a. stefnuáherslur og framtíðarsýn til ársins 2030 sem og markmið sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 27. febrúar 2024.
Gert er ráð fyrir að fagráð og nefndir fylgi aðgerðaráætluninni eftir í sínum störfum og taki hana reglubundið fyrir á árinu 2025.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn.
Samþykkt 3:0
Sædís Alexía Sigurmundsóttir og Valdís Eyjólfsdóttir víkja af fundi.
Bæjarráð samþykkir aðgerðaráætlun vegna ársins 2025 en árið verður nýtt til að innleiða og útfæra/fínpússa verklag í kringum heildarstefnu Akraneskaupstaðar sem inniheldur m.a. stefnuáherslur og framtíðarsýn til ársins 2030 sem og markmið sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 27. febrúar 2024.
Gert er ráð fyrir að fagráð og nefndir fylgi aðgerðaráætluninni eftir í sínum störfum og taki hana reglubundið fyrir á árinu 2025.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn.
Samþykkt 3:0
Sædís Alexía Sigurmundsóttir og Valdís Eyjólfsdóttir víkja af fundi.
10.Þorrablót Skagamanna 2025 - tækifærisleyfi í íþróttahúsinu Vg.
2501293
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi í Íþróttahúsinu á Vesturgötu í tilefni Þorrablóts Skagamanna 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfis til skipuleggjenda árlegs Þorrablóts Skagamanna sem haldið verður í íþróttahúsinu á Vesturgötu þann 15. febrúar nk. og að viðburðurinn standi frá kl. 18:00 til kl. 03:00 þann 16. febrúar nk., með þeim fyrirvara þó að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, heilbrigðiseftirliti Vesturlands og lögreglustjóranum á Vesturlandi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
11.KFÍA - tækifærisleyfi - stuðningsmannahittingur 1. febrúar 2025
2501323
KFÍA - tækifærisleyfi - stuðningsmannahittingur 1. febrúar 2025.
Framlög umsögn bæjarstjóra.
Framlög umsögn bæjarstjóra.
Afgreiðsla bæjarstjóra á tækifærisleyfi lögð fram til kynningar en afgreiðslan er samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
12.Útgerðin bar - tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma 9. febrúar 2025
2501222
Útgerðin bar - tækifærisleyfi vegna lengri opnunartíma sunnudaginn 9. febrúar 2025.
Samkvæmt gildiandi rekstrarleyfi er heimild til að hafa opið til kl. 01:00 aðfararnætur virkra daga og til kl. 03:00 aðfararnætur frídaga. Samkvæmt umsókninni er óskað eftir opunartíma til kl. 04:00 en gert er ráð fyrir að NFL leiknum (superbowl) ljúki um kl. 03.00 en til að geta verið viss um að fylgja leiknum til enda er óskað eftir leyfi til kl. 04:00. Ekki er gert ráð fyrir miklum gestafjölda og er hann áætlaður um 20 manns.
Samkvæmt gildiandi rekstrarleyfi er heimild til að hafa opið til kl. 01:00 aðfararnætur virkra daga og til kl. 03:00 aðfararnætur frídaga. Samkvæmt umsókninni er óskað eftir opunartíma til kl. 04:00 en gert er ráð fyrir að NFL leiknum (superbowl) ljúki um kl. 03.00 en til að geta verið viss um að fylgja leiknum til enda er óskað eftir leyfi til kl. 04:00. Ekki er gert ráð fyrir miklum gestafjölda og er hann áætlaður um 20 manns.
Bæjarráð, með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga rekstrarleyfishafa um vænta gestakomu á viðburðinn, gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins vegna viðburðarins samkvæmt umbeðnum tíma. Mikilvægt er rekstraraðili taki tillit til þess að starfsemin er í miklu nábýli við íbúabyggð og þess gætt í hvívetna að sem minnst ónæði skapist enda í aðdraganda hefðbundins vinnudags þorra almennings.
Framangreint er sett fram með þeim fyrirvara að jákvæð umsögn berist frá lögreglustjóranum á Vesturlandi.
Samþykkt 3:0
Framangreint er sett fram með þeim fyrirvara að jákvæð umsögn berist frá lögreglustjóranum á Vesturlandi.
Samþykkt 3:0
13.Reglur um heilsueflingarstyrk
2412040
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar 2025 reglur um heilsuefling starfsmanna Akraneskaupstaðar en ekki var um neina breytingu að ræða á gildandi regluverki sem grundvallað var á bókun bæjarráðs frá árinu 2008.
Á fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2025 var óskað eftir að reglunum væri vísað til efnislegrar ákvörðunar í bæjarstjórn og beindi forseti því til bæjarráðs að beina málinu í þann farveg.
Á fundi bæjarstjórnar þann 28. janúar 2025 var óskað eftir að reglunum væri vísað til efnislegrar ákvörðunar í bæjarstjórn og beindi forseti því til bæjarráðs að beina málinu í þann farveg.
Bæjarráð áréttar að samþykktin felur ekki í sér neina efnisbreytingu reglnanna heldur formfestingu en áður var einfaldlega byggt á tilvísun til fundargerðar bæjarráðs frá 14. maí 2008.
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn og óskar eftir að þá liggi fyrir nánari greining á nýtingu starfsmanna á heilsueflingarstyrknum undanfarin ár.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð vísar málinu til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn og óskar eftir að þá liggi fyrir nánari greining á nýtingu starfsmanna á heilsueflingarstyrknum undanfarin ár.
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 14:00.