Fara í efni  

Bæjarráð

3586. fundur 13. febrúar 2025 kl. 08:15 - 13:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Fjárhagsleg markmiðasetning bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulag vinnunnar mun liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs þann 27. febrúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

2.FVA - tækifærisleyfi - árshátíðarball 19.02.2025

2501375

Tækifærisleyfi - FVA árshátíðarball 19.02.2025
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins og að viðburðurinn standi frá kl. 21:00 - 00:00 þann 19. febrúar næstkomandi, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Slökkviliðs Akraness, Heilbrigðiseftirlitsins og lögreglunnar.

Samþykkt 3:0

3.Heima-Skagi - samstarfssamningur

2412180

Upplýsingar um fyrirkomulag tveggja sveitarfélaga vegna tónlistarhátíða.



Lagt fram.

Bæjarráð bendir á að fyrir liggur samþykkt viðburðaáætlun menningar- og safnanefndar fyrir árið 2025 til samræmis við fjárheimildir og ekki er rými til þess að veita auknu fjármagni til viðburðarhalds á árinu.

Heimaskaga hátíðin hefur fest sig í sessi á Akranesi og bæjarráð beinir því til menninga- og safnanefndar að kanna hvort tækifæri geti falist í að tengja saman hátíðina við Vökudaga með svipuðum hætti og gert var með góðum árangi hjá Hafnarfjarðarbæ með Tónlistarhátíðinni "HEIMA í Hafnarfirði" og bæjarhátíðinni "Bjartir dagar".

Samþykkt 3:0

4.Dalbraut 6 - vanefndir á greiðslum vegna byggingar fasteignar Leigufélags aldraðra

2502045

Bréf lögmanns f.h. tiltekinna verktaka á Akranesi vegna vanefnda á greiðslum vegna byggingar fasteignar Leigufélags aldraðra að Dalbraut 6 á Akranesi.
Lagt fram.

Stefnt að sameiginlegum fundi stofnunarinnar með Akraneskaupstað í kjölfar kröfuhafafundar sem verður þann 14. febrúar nk.

Akraneskaupstaður hefur lagt áherslu á uppgjör við verktaka á Akranesi vegna framkvæmdarinnar en eðli máls samkvæmt verður að gæta jafnræðis kröfuhafa í því sambandi og einnig ber Akraneskaupstað að standa vörð um hagsmuni kaupstaðarins í tengslum við fyrirliggjandi stofnframlag og tilgang og eðli verkefna sem falla undir lög um almennar íbúðir.

Samþykkt 3:0

5.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Stöðuskoðun byggingarfulltrúa 4. febrúar 2025.
Lagt fram.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi samvinnu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Akraneskaupstaðar í málinu og að hagsmunir ríkis- og sveitarfélagsins séu tryggðir m.t.t. til fyrirliggjandi stofnframlaga sem og hagsmunir þeirra skjólstæðinga kaupstaðarins sem íbúðakjarnanum var ætlað að þjóna.

Upphafleg markmið byggingaraðila voru þau að íbúðakjarninn væri tilbúinn á síðasta ári en sem stendur er með öllu óljóst hvort verkefnið raungerist.

6.Skógarlundur 17 - umsókn um byggingarlóð (ÚTHLUTAÐ)

2409009

Skil á raðhúsalóðinni Skógarlundi 17 sem úthlutað var 26. september 2024.
Bæjarráð samþykkir skil byggingaraðila á lóðinni en einungis hefur verið greitt umsóknargjald og frestur til greiðslu staðfestingargjalds (áætluð 50% gatnagerðar- og e.a. bygginagarréttargjald) er liðinn. Umsóknargjaldið að frádregnu umsýslugjaldi verður því endurgreitt umsækjanda.

Lóðin fer því að nýju á listann yfir lausar lóðir Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

7.Skógarlundur 19 - Umsókn um byggingarlóð (ÚTHLUTAÐ)

2409008

Skil á raðhúsalóðinni Skógarlundi 19 sem úthlutað var 26. september 2024.
Bæjarráð samþykkir skil byggingaraðila á lóðinni en einungis hefur verið greitt umsóknargjald og frestur til greiðslu staðfestingargjalds (áætluð 50% gatnagerðar- og e.a. bygginagarréttargjald) er liðinn. Umsóknargjaldið að frádregnu umsýslugjaldi verður því endurgreitt umsækjanda.

Lóðin fer því að nýju á listann yfir lausar lóðir Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

8.Lækjarflói 14 - umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2501225

Umsókn Barium ehf. um lóð í Grænum Iðngörum í Flóahverfi. Sótt er um lóð fyrir atvinnustarfsemi. Óskað er eftir lóðinni Lækjarflóa 14.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar að Lækjarflóa 14 til umsækjanda og byggingar- og greiðsluskilmála lóðarinnar eru samkvæmt almennum úthlutunarreglum sbr. fyrirliggjandi gjaldskrá.

Samþykkt 3:0

9.Lóðir við Lækjarflóa - ósk um framlengingu á samningum

2407166

Bæjarráð fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins á fundi sínum þann 16. janúar 2025 og hittust fulltrúar Akraneskaupstaðar og Merkjaklappar á fundi þann 10. febrúar 2025.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um lausn málsins.

Lóðirnar Lækjarflói nr. 2, Lækjarflói nr. 4, Lækjarflói nr. 6 og Lækjarflói nr. 8 falla aftur til Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

10.Endurhæfingarhúsið Hver - aukning á stöðugildum

2501166

Beini um aukningu á stöðugildi um 0,3 stöðugildi sem dreifist á fjóra starfsmenn Hvers. Fjöldi þjónustuþega hefur aukist undanfarin ár án þess að aukning hafi verið á stöðugildum. Aukin þjónusta Hvers hefur dregið úr álagi í félagsþjónustu. Minnisblað Thelmu Hrundar Sigurbjörndsdóttur liggur fyrir ásamt útreikningi frá launadeild á viðbótarkostnaði vegna aukningar um 0,3 stöðugildi.

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 04.02.25 var bókað að ljóst þykir að ef ekki verður um aukningu að ræða þá gæti það komið niður í auknu álagi á félagsþjónustunni.

Velferðar- og mannréttindaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að það samþykki erindið.

Sveinborg Kristjánsdóttir deildarstjóri farsældar fullorðinna og Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að kanna hvort unnt sé að sækja meira fjármagn og styrki frá vegna átaks á vettvangi ríkisins til frekari atvinnuþátttöku einstaklinga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út af vinnumarkaði. Akraneskaupstaður ætti með hliðsjón af fjölgun þeirri sem orðið hefur í sveitarfélaginu að hafa notið hærri framlega og styrkja vegna þessa mikilvæga málefnis.

Bæjarráð væntir að frekari möguleikar til tekjuöflunar verði kannaðir áður en málið komi að nýju fyrir bæjarráðs á síðari stigum.

Samþykkt 3:0

Sveinborg Kristjánsdóttir og Hildigunnur Árnadóttir víkja af fundi.

11.Golfklúbburinn Leynir - ályktun aðalfundar vegna lóðarleigusamnings

2502085

Ályktun aðalfundar Golfklúbbsins Leynis frá 3. desember 2024.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

12.Samráð um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum

2502118

Innviðaráðuneytið vekur athygli á því að opið samráð stendur nú yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Frestur til að skila umsögn um áformin er til og með 17. febrúar.
Lagt fram.

13.Fjöliðjan og Hver Smiðjuvellir 28 - leigusamningur

2202071

Taka þarf ákvörðun um framlengingu vegna leigu Akraneskaupstaðar á aðstöðu fyrir Fjöliðjuna o.fl. að Smiðjuvöllum 28, 300 Akranes.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að eiga samtal við leigusala og forstöðumann Fjöliðjunnar um mögulegt fyrirkomulag til næstu ára.

Samþykkt 3:0

14.Fyrirspurn um afnot af gulu skemmunni

2502128

Fyrirspurn um afnot af gulu skemmunni.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs til ákvörðunar í samvinnu við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og rekstrarstjóra þjónustumiðstöðvar.

Samþykkt 3:0

15.Krafa Óbyggðanefndar - lýsing á kröfum, vegna eyja, hólma og skerja.

2502124

Óbyggðanefnd fyrir hönd íslenska ríkisins hefur sett fram kröfulýsingu um þjóðlendur í umdæmi Akraneskaupstaðar og er landeigendum veittur frestur til 14. febrúar 2025.

Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samráði við lögmenn Landslaga og að taka til varnar gegn kröfum Óbyggðanefndar.

Samþykkt 3:0

16.Uppbygging á Breið

2406159

Vinnuhópur um uppbyggingu á Breið.

Samkomulagsdrög lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samkomulag Akraneskaupstaðar og Brim hf. um skipan starfshóps um gerð samnings um frekari þróun skipulags og uppbyggingu á Breið á Akranesi og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

17.Vallarbraut 1 - sala á íbúð 0104

2502133

Gögn vegna fyrirhugaðrar sölu á íbúð 0104 á Vallarbraut 1.

Íbúðin skemmdist í bruna.
Bæjarráð samþykkir að farið verði með íbúðina í söluferli.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð gerir athugasemdir við fyrirliggjandi tjónamat frá Sjóvá og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins í samvinnu við rekstrarstjóra þjónustumiðstöðvar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 13:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00