Fara í efni  

Bæjarráð

3587. fundur 25. febrúar 2025 kl. 14:00 - 15:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum

2501063

Tilboðsgögn lögð fram - líkamsrækt í Bragganum.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs og Arnór Már Guðmundsson verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti drögin á fundi sínum þann 18. febrúar 2025 og vísað til bæjarráðs til ákvörðunar.

Skóla- og frístundaráð samþykkti drögin á fundi sínum þann 19. febrúar 2025 og vísaði til bæjarráðs til ákvörðunar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboðsgögn og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð leggur áherslu á að tilboðsgögnin og væntanlegt fyrirkomulag breyta í engu fyrirliggjandi áformum samkvæmt samþykktri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun, svo sem byggingu nýrrar innisundlaugar. Mikilvægt er í ljósi þess að starfsemi Braggans færist í nýtt íþróttahús á komandi hausti, að Bragginn fái í framhaldinu tímabundið nýtt hlutverk.

Sigurður Páll Harðarson og Arnór Már Guðmundsson víkja af fundi.

Fundi slitið - kl. 15:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00