Bæjarráð
Dagskrá
1.Starfshópur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi rekstrarform Höfða
2405187
Minnisblað starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða frá 6. febrúar 2025.
Elsa Lára Arnardóttir formaður starfshópsins og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Einnig sat Valdís Eyjólfsdóttir fundinn en hún tekur við sem framkvæmdastjóri Höfða í byrjun apríl nk.
Elsa Lára Arnardóttir formaður starfshópsins og Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða sitja fundinn undir þessum dagskrárlið. Einnig sat Valdís Eyjólfsdóttir fundinn en hún tekur við sem framkvæmdastjóri Höfða í byrjun apríl nk.
2.Úttekt á rekstri og fjárhag
2312188
Ákvörðun varðandi fyrirkomulag á skipulagi vinnunnar.
Ákveðið að bæjarráð hittist á vinnufundum alla fimmtudaga sem ekki eru reglulegir bæjarráðsfundir og verði fundirnir eingöngu nýttir í þetta tiltekna verkefni. Gert er ráð fyrir að fyrsti vinnufundur bæjarráðs verði þann 6. mars næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Teams fundarboð vegna frumvarps um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
2502175
Fundur með fulltrúum ráðuneytisins vegna fyrirliggjandi draga að frumvarpi um Jöfunarsjóð sveitarfélaga.
Bæjarráð þakkar fulltrúum innviðaráðuneytisins fyrir komuna á fundinn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en frestur til að skila umsögn um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið framlengdur til kl. 12:00 miðvikudaginn 5. mars næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en frestur til að skila umsögn um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið framlengdur til kl. 12:00 miðvikudaginn 5. mars næstkomandi.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.
4.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða
2004058
Upplýsingagjöf um stöðu málsins.
Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun liggur nú fyrir kröfuhafasamkomulag við Leigufélag aldraðra (um 83% endurheimt samþykktra krafna).
Lagt fram.
Lagt fram.
5.Stytting vinnuvikunnar í leikskólum Akraneskaupstaðar
2412026
Skóla- og frístundaráð hefur unnið að því, í samráði við leikskólastjóra, að finna leiðir til að mæta styttingu vinnuviku starfsfólks í leikskólum Akraneskaupstaðar án þess að til þjónustuskerðingar komi. Ráðið leggur til að sviðsmynd 2 verði innleidd í skrefum. Hún tekur m.a. á nýrri útfærslu á gjaldskrá leikskólanna ásamt breytingum á fyrirkomulagi skráningardaga. Skóla- og frístundaráð leggur til að gjaldskrárbreyting taki gildi 1. apríl n.k. og útfærsla á fyrirkomulagi skráningardaga verði kynnt í vor. Málinu er vísar til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 6.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárlið nr. 6.
Bæjarráð er samþykkt því að sviðsmynd 2 verði útfærð frekar og innleidd í áföngum. Bæjarráð gerir ráð fyrir að möguleg útfærsla verði fullmótuð um miðjan mars nk. og samhliða því verði endanlega ákveðið tímamark breytinganna og vandað mjög til allrar upplýsingagjafar vegna þeirra.
Samþykkt 2:0, RBS situr hjá
Samþykkt 2:0, RBS situr hjá
6.Áfengissala á íþróttaviðburðum - áskorun á sveitarfélög
2501292
Ályktun frá haustfundi Félags íþrótta, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Félagið telur að sala á áfengi á íþróttaviðburðum gangi þvert gegn tilgangi íþrótta og sendi röng skilaboð til barna og ungmenna um tilgang íþróttastarfsemi.
Brúin, forvarnarhópur tekur undir ályktun FÍÆT að öllu leyti og bendir á yfirlýsta stefnu Íþróttabandalags Akraness um að öll neysla vímuefna á íþróttaferðalögum og á öðrum opinberum vettvangi tengt íþróttastarfi ÍA er bönnuð.
Skóla- og frístundaráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 og bókaði að það deildi áhyggjum FÍÆT af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum með sölu og neyslu áfengis á íþróttaviðburðum.
Ráðið fól sviðsstjóra að afla upplýsinga um áfengissölu hjá aðildarfélögum ÍA á íþróttaviðburðum sem börn og ungmenni sækja á þeirra vegum.
Brúin, forvarnarhópur tekur undir ályktun FÍÆT að öllu leyti og bendir á yfirlýsta stefnu Íþróttabandalags Akraness um að öll neysla vímuefna á íþróttaferðalögum og á öðrum opinberum vettvangi tengt íþróttastarfi ÍA er bönnuð.
Skóla- og frístundaráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 og bókaði að það deildi áhyggjum FÍÆT af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum með sölu og neyslu áfengis á íþróttaviðburðum.
Ráðið fól sviðsstjóra að afla upplýsinga um áfengissölu hjá aðildarfélögum ÍA á íþróttaviðburðum sem börn og ungmenni sækja á þeirra vegum.
Lagt fram.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að málið verði áfram til umræðu á vettvangi Akraneskaupstaðar í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness.
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.
Bæjarráð gerir ráð fyrir að málið verði áfram til umræðu á vettvangi Akraneskaupstaðar í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness.
Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.
7.Færsla lífeyrisskuldbindingar Akraneskaupstaðar í ársuppgjöri 2024
2502234
Lagt verður fram minnisblað endurskoðanda um breytt fyrirkomulag færslu lífeyrisskuldbindinga vegna ársins 2024.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi Akraneskaupstaðar situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi Akraneskaupstaðar situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir breytingu á framsetningu á lífeyrisskuldbindingu Akraneskaupstaðar vegna starfsmanna sem eiga réttindi í B-deild Brúar lífeyrissjóðs sem verði framvegis færðar undir aðalsjóð í stað þess að þær færist á aðskildar einingar í A hluta (aðalsjóð og eignasjóð) annars vegar og Gámu í B hluta hins vegar. Skuldbinding Akraneskaupstaðar vegna þessa mun því framvegis færast í heild sinni hjá aðalsjóði en ekki hjá eignasjóði og Gámu. Breytt framsetning hefur engin áhrif samstæðuna.
Samþykkt 3:0
Jóhann Þórðarson víkur af fundi.
Samþykkt 3:0
Jóhann Þórðarson víkur af fundi.
8.Dalabyggð- beiðni um framkvæmd og rekstur á barnaverndarþjónustu
2303099
Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 19. desember sl. og gert ráð fyrir að málið kæmi að nýju fyrir bæjarráð í janúar 2025.
Ráðuneytið greinir frá því að ekki sé unnt að tryggja "skaðleysi" með óyggjandi hætti, þar sem réttaráhrif slíkt ákvæðis eru í reynd óviss.
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Ráðuneytið greinir frá því að ekki sé unnt að tryggja "skaðleysi" með óyggjandi hætti, þar sem réttaráhrif slíkt ákvæðis eru í reynd óviss.
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð tekur fram að málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar um alllangt skeið og í nánu og góðu samtali Akraneskaupstaðar og Dalabyggðar enda að mjög mörgu að hyggja í svo mikilvægri og viðkvæmri þjónustu.
Bæjarráð telur sérstaklega mikilvægt að við slíkt framsal valds á grundvelli þjónustusamnings, sé til framtíðar ljós ábyrgð þess sveitarfélags, sem tekur að sér slíkt verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélögin semji sérstaklega um "skaðleysi" þjónustuveitanda vegna þeirra ábyrgða sem eru undir samkvæmt þjónustusamningnum en að réttaráhrif slíks eða slíkra ákvæða séu í reynd óljós.
Með hliðsjón af framangreindu sem og þeirri verkefnastöðu sem almennt er uppi í velferðarþjónustu Akraneskaupstaðar ásamt yfirstandandi úttekt KPMG á sviðinu, er það mat bæjarráðs að falla frá áformum um gerð þjónustusamnings sveitarfélaganna um framkvæmd og rekstur á á barnaverndarþjónustu Dalabyggðar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins og upplýsa sveitarstjóra Dalabyggðar og starfsfólk velferðarþjónustu sveitarfélaganna um niðurstöðuna.
Samþykkt 3:0
Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.
Bæjarráð telur sérstaklega mikilvægt að við slíkt framsal valds á grundvelli þjónustusamnings, sé til framtíðar ljós ábyrgð þess sveitarfélags, sem tekur að sér slíkt verkefni. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er ekkert því til fyrirstöðu að sveitarfélögin semji sérstaklega um "skaðleysi" þjónustuveitanda vegna þeirra ábyrgða sem eru undir samkvæmt þjónustusamningnum en að réttaráhrif slíks eða slíkra ákvæða séu í reynd óljós.
Með hliðsjón af framangreindu sem og þeirri verkefnastöðu sem almennt er uppi í velferðarþjónustu Akraneskaupstaðar ásamt yfirstandandi úttekt KPMG á sviðinu, er það mat bæjarráðs að falla frá áformum um gerð þjónustusamnings sveitarfélaganna um framkvæmd og rekstur á á barnaverndarþjónustu Dalabyggðar.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins og upplýsa sveitarstjóra Dalabyggðar og starfsfólk velferðarþjónustu sveitarfélaganna um niðurstöðuna.
Samþykkt 3:0
Hildigunnur Árnadóttir víkur af fundi.
9.Tjaldsvæði í Kalmansvík - framlenging á samningi um rekstur
2502228
Tímabært er að taka ákvörðun um framlengingu samnings vegna Tjaldsvæðis.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs og tekur fram að ráðið gerir ekki athugasemd við framlengingu samningsins til eins árs sbr. fyrirliggjandi heimild í 4. gr. samningsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Fundi slitið - kl. 13:45.
Afgreiðslu málsins frestað og gert ráð fyrir samtali fari fram á milli eigenda um næstu skref í vinnunni.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja starfstíma starfshópsins skv. fyrirliggjandi erindisbréfi út árið 2025.
Samþykkt 3:0
Gestir víkja af fundi.