Fara í efni  

Bæjarráð

3590. fundur 27. mars 2025 kl. 08:15 - 13:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Úttekt á rekstri og fjárhag

2312188

Áframhaldandi vinna bæjarráðs vegna fjárhagslegrar markmiðasetningar o.fl.

kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 2.
Reglubundinn vinnufundur bæjarráðs í tengslum við verkefnið verður fimmtudaginn 2. apríl nk. kl. 08:15 en unnið er að útfærslu aðgerðaráætlunar til að ná settum markmiðum bæjarstjórnar Akraness.

Samþykkt 3:0

2.Afskriftir vegna ársins 2024

2501182

Afskriftarbeiðni frá sýslumanninum á Vesturlandi dags. 18. mars 2025.
Bæjarráð samþykkir erindi sýslumannsins um afskriftir en um er að ræða fyrndar kröfur vegna opinberra gjalda sem þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir og árangurslaus fjárnám hefur ekki tekist að innheimta. Elstu kröfurnar eru frá árinu 2018 og eru fyrndar. Samtals eru þessar kröfur að fjárhæð kr. 3.382.244.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

3.Sementsverksmiðjan - áframhaldandi rekstur

2409322

Fulltrúar Sementsverksmiðjunnar ehf. mæta á fund bæjarráðs til að fylgja eftir erindi sínu frá 30. september 2024 varðandi möguleikana á áframhaldandi rekstur á núverandi stað.

Þorsteinn Víglundsson og Gunnar Sigurðsson sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og komuna og býður Þorsteini og Gunnari á fund með öllum bæjarfulltrúum Akraneskaupstaðar sem haldinn verður þriðjudaginn 8. apríl nk. kl. 15:45 á Dalbraut 1 á Akranesi.

Bæjarráð vísar jafnframt erindinu til efnislegrar umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði sem fari fram á reglulegum fundi ráðsins eftir 8. apríl nk.

Samþykkt 3:0

Gestir víkja af fundi.

4.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum

2501063

Tveir aðilar skiluðu inn tilboðum þ.e. Laugar ehf. (World Class) og óstofnað hlutafélag (Sporthúsið ehf).

Niðurstaða valnefndar er að Laugar ehf. séu með hagstæðasta tilboðið miðað við forsendur fyrirliggjandi tilboðsgagna og leggur til við skóla- og frístundaráð að hefja viðræður um rekstur á líkamsrækt við félagið.

Skóla- og frístundaráð tekur undir tillögu valnefndar um að hafnar verði viðræður við Laugar ehf.( World Class) um rekstur á líkamsrækt á Jaðarsbökkum og vísar málinu til umfjöllunar hjá bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir tillögu valnefndar og skóla- og frístundaráðs um að farið verði í formlegar viðræður við Laugar ehf. (World Class).

Samþykkt 3:0

5.Skógarlundur 2 - Umsókn um byggingarlóð

2503175

Steinþór Böðvarsson og Hafdís Rán Sævarsdóttir sækja um einbýlishúsalóðina Skógarlund 2.

Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni Skógarlundur 2 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

6.Skógarlundur 3 - Umsókn um byggingarlóð

2503305

Halldór Ingi Stefánsson sækir um einbýlishúsalóðina Skógarlund 3.
Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni Skógarlundur 3 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

7.Suðurgata 122 - fyrirspurn um kaup á húsi

2503217

Suðurgata 122 - fyrirspurn um kaup á húsi.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.

Samþykkt 3:0

8.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Verkefnaskrá stjórnsýslu Akraneskaupstaðar með sérstaka áherslu á verkefni sem heyra undir bæjarráð tekin fyrir og kynnt.

Valdís Eyjólfsdóttir verkefnastjóri og Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir verkefnastjóri sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar Valdísi fyrir góða vinnu við uppsetningu verkefnaskrárinnar og Valdísi og Guðrúnu Þórbjörgu fyrir kynninguna.
Bæjarráð telur þetta vinnulag auðvelda mjög alla yfirsýn um stöðu verkefna bæði fyrir kjörna fulltrúa sem og embættismenn.

Bæjarráð þakkar Valdísi kærlega fyrir hennar störf hjá Akraneskaupstað, óskar henni velfarnaðar í nýju starfi sem framkvæmdastjóri Höfða og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Gestir víkja af fundi.

9.Ungmennaráð - endurskoðun á erindisbréfi

2503054

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 13. mars 2025 og gerði ekki efnislegar athugasemdir við tillöguna en óskaði eftir nánari greiningu á fjárhagslegri þýðingu breytinganna (fjölgun funda úr 5 í 7).

Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um erindisbréfið að undanskilinni breytingu í 3. gr. er varðar fjölda funda þar sem lagt er til að fundir séu að a.m.k. sjö á ári í stað fimm áður. Bæjarráð telur að a.m.k. 6 fundir á ári sé hæfileg tala, þrír að hausti og þrír að vori, að jafnaði.

Bæjarráð gerir ráð fyrir að auknum fjölda funda verði mætt innan gildandi fjárheimilda skóla- og frístundasviðs á árinu 2025 og framhaldið verði metið í fjárhagsáætlunargerð á komandi hausti.

Samþykkt 3:0

10.Fyrirspurn frá FEBAN varðandi púttaðstöðu á Garðavöllum

2503222

Erindi FEBAN, dags. 14. mars 2025, varðandi púttaðstöðu á Garðavöllum, bætt aðgengi, möguleiki á stækkun o.fl.
Lagt fram.

Bæjarráð hvetur félögin til að ræða beint saman um afnot FEBAN af aðstöðu Golfklúbbsins Leynis.



11.Sæli AK173 - skipaskrárnúmer 1794 forkaupsréttur

2503061

Beiðni um áritun á yfirlýsingu um að nýta ekki forkaupsrétt á skipi nr. 1794
Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt 3:0

12.147. mál til umsagnar - skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög.

2503173

Til umsagnar 147. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög -
Lagt fram.

13.158. mál til umsagnar - Borgarstefna

2503210

158. má til umsagnar - Borgarstefna
Lagt fram.

14.Samþykktur ársreikningur 2024 Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

2503171

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Samþykktur ársreikningur fyrir árið 2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 13:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00