Bæjarráð
Dagskrá
1.Úttekt á rekstri og fjárhag
2312188
Vinna tengd aðgerðaráætlun um fjárhagsleg markmið bæjarstjórnar.
Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þesum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 til og með 3.
Kristjana Helga Ólafsdóttir situr fundinn undir þesum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 til og með 3.
2.Mánaðayfirlit 2025
2503064
Mánaðayfirlit jan - feb 2025.
Lagt fram.
3.Skammtímafjármögnun
2504062
Minnisblað fjármálastjóra varðandi skammtímafjármögnun Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir skammtímafjármögnun Arion Banka að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,-, með lokagjalddaga þann 31. desember 2025.
Ástæður fyrir aukinni skammtímafjármögnun er vegna tekjufalls í væntum gatnagerðartekjum síðari hluta ársins 2024 og á sama tíma voru viðamiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir í gangi hjá sveitarfélaginu og verða áframhaldandi nú fram eftir vorinu.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita Haraldi Benediktssyni, bæjarstjóra, kt. 230166-5529, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar, að undirrita lánaskjöl við Arion banka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
Ástæður fyrir aukinni skammtímafjármögnun er vegna tekjufalls í væntum gatnagerðartekjum síðari hluta ársins 2024 og á sama tíma voru viðamiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir í gangi hjá sveitarfélaginu og verða áframhaldandi nú fram eftir vorinu.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita Haraldi Benediktssyni, bæjarstjóra, kt. 230166-5529, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar, að undirrita lánaskjöl við Arion banka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.
4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.
2409132
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 31. mars 2025 endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og vísaði málinu til meðferðar bæjarráðs.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
Gerð er ráð fyrir sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs þann 28. apríl nk.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
Gerð er ráð fyrir sameiginlegum fundi bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs þann 28. apríl nk.
Samþykkt 3:0
Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.
5.Höfði - ársreikningur 2024
2504043
Höfði - ársreikningur 2024.
Lagt fram.
6.Starfshópur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi rekstrarform Höfða
2405187
Fyrirtaka málsins sbr. samskipti við Hvalfjarðarsveit dags. 2. apríl 2025.
Bæjarráð telur mikilvægt að Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit fái nákvæma vitneskju um raunverulega þýðingu nýgerðs samkomulags ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hjúkrunarheimilið Höfða en að öðrum kosti verður m.a. ómögulegt að taka ákvörðun um mögulegt hentugt rekstrarform heimililsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska á ný eftir fundi með félags- og húsnæðismálaráðherra og frekari skýringum á stöðu málsins.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska á ný eftir fundi með félags- og húsnæðismálaráðherra og frekari skýringum á stöðu málsins.
Samþykkt 3:0
7.268. mál til umsagnar - Verndar- og orkunýtingaráætlun - frestur til og með 23. apríl 2025
2504035
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - 268. mál til umsagnar - Verndar- og orkunýtingaráætlun - frestur til og með 23. apríl 2025.
Lagt fram.
8.Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands (EBÍ) - fundargerð fulltrúaráðs frá 19. mars 2025.
2504038
EBÍ - fundargerð fulltrúaráðs frá 19. mars 2025.
Lagt fram.
9.Nýjar samþykktir Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ) - breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
2504037
Nýjar samþykktir EBÍ - breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ
Lagt fram.
Breyting samþykkta EBÍ, sem taka munu gildi ári eftir næstu sveitarstjórnarkosningar, kalla ekki á breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013 með síðari breytingum.
Breyting samþykkta EBÍ, sem taka munu gildi ári eftir næstu sveitarstjórnarkosningar, kalla ekki á breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013 með síðari breytingum.
10.KFÍA - tækifærisleyfi á karlakvöldi Knattspyrnufélagsins Í.A. þann 11. apríl 2025
2504023
KFÍA - tækifærisleyfi á karlakvöldi Knattspyrnufélagsins Í.A. þann 11. apríl 2025 (kl. 18:30 - 01:00).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum).
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
11.FVA - tækifærisleyfi - lokaball 30. apríl 2025
2504056
FVA tækifærisleyfi - lokaball 30. apríl 2025 (kl. 21:00 - 00:00).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum).
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
12.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum
2501063
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. mars 2025 tillögu valnefnar og skóla- og frístundaráðs um að hefja viðræður við Laugar ehf. (World Class).
Viðræður á milli Akraneskaupstaðar og Lauga ehf. (World Class) eru hafnar og búið að halda einn fund.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Viðræður á milli Akraneskaupstaðar og Lauga ehf. (World Class) eru hafnar og búið að halda einn fund.
Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
Dagný Hauksdóttir og Sigurður Páll Harðarson víkja af fundi.
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
Dagný Hauksdóttir og Sigurður Páll Harðarson víkja af fundi.
13.Fundir bæjarráðs 2025
2504070
Næsti reglulegi fundur bæjarráðs samkvæmt samþykktri fundaáætlun vegna ársins 2025 er þann 24. apríl nk. sem en það er sumardagurinn fyrsti.
Næsti reglulegi fundur bæjarráðs verður þann 22. apríl nk. kl. 13:00 en ekki þann 24. apríl nk. sem er lögboðinn frídagur.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
Fundi slitið - kl. 14:35.
Samþykkt 3:0