Bæjarráð
Dagskrá
1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 - A hluti
2502248
Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 - A hluti.
Ársreikningar Aðalsjóðs, Eignarsjóðs, Byggðarsafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskausptaðar slf.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri, situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 og 3.
Ársreikningar Aðalsjóðs, Eignarsjóðs, Byggðarsafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskausptaðar slf.
Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri, situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 og 3.
2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 - B-hluti
2502247
Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 - B hluti.
Ársreikningar Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf., Gámu, Háhita ehf og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Ársreikningar Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf., Gámu, Háhita ehf og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2024 verði samþykktir.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 - samstæða
2502246
Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2024.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar 2024 með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundinum.
Samþykkt 3:0
Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundinum.
4.Tækifærisleyfi vegna pílumóts 3. og 4. júlí 2025
2504091
Tækifærisleyfi vegna pílumóts 3. og 4. júlí 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum (umsagnaraðilum).
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
5.Sementsverksmiðjan - áframhaldandi rekstur
2409322
Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á fundi sínum þann 14. apríl 2025 sbr. ósk bæjarráðs frá fundi ráðsins þann 27. apríl 2025.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að samkvæmt samþykktu skipulagi reitsins er ekki gert ráð fyrir sementsinnflutingi til frambúðar og leggur til við bæjarráð að sú afstaða bæjaryfirvalda sé ítrekuð við umsækjanda.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að samkvæmt samþykktu skipulagi reitsins er ekki gert ráð fyrir sementsinnflutingi til frambúðar og leggur til við bæjarráð að sú afstaða bæjaryfirvalda sé ítrekuð við umsækjanda.
Bæjarráð áréttar fyrri afstöðu sbr. fyrirliggjandi skipulagsáform og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekarí úrvinnslu málsins í samvinnu við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
6.Tilboðsgögn Miðbæjarreitur - Suðurgata 57, Suðurgata 47, Skólabraut 24
2411193
Óskað var eftir tilboðum í Miðbæjarreit sem tók til lóða Suðurgötu nr. 57, Suðugötu nr. 47a og Skólarbrautar nr. 24, auglýst var til 9. febrúar síðastliðinn. Enginn tilboð bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að málinu sé haldið opnu. Áhugsamir aðilar geti nálgast Akraneskaupstað með hugmyndir um uppbyggingu á reitnum í takt við þá aðferðafræði sem lagt var upp með í tilboðsgögnum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að málinu sé haldið opnu. Áhugsamir aðilar geti nálgast Akraneskaupstað með hugmyndir um uppbyggingu á reitnum í takt við þá aðferðafræði sem lagt var upp með í tilboðsgögnum.
Lagt fram.
7.Suðurgata 122 - fyrirspurn um kaup á húsi
2503217
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 27. mars 2025 og vísaði til efnislegrar umfjöllun í skipulags- og umhverfisráði.
Skipulags- og umhverfisráð sér ekki fram á að ástæða sé fyrir Akraneskaupstað að kaupa hús við Suðurgötu 122.
Ráðið leggur því til við bæjarráð að húsið verði ekki keypt.
Skipulags- og umhverfisráð sér ekki fram á að ástæða sé fyrir Akraneskaupstað að kaupa hús við Suðurgötu 122.
Ráðið leggur því til við bæjarráð að húsið verði ekki keypt.
Bæjarráð þakkar erindið en Akraneskaupstaður hefur ekki áform um kaup á mannvirkinu.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
8.Akrafjall Ultra 2025
2504103
Styrkbeiðni frá Ultraform vegna utanvegahlaupsins Akrafjall Ultra 2025.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að Akrafjall Ultra sé að festa sig í sessi og fellur vel að áherslum Akraneskaupstaðar sem íþróttabær og heilsueflandi samfélag. Ráðið leggur til við bæjarráð að styrkja verkefnið með því að bjóða þátttakendum hlaupsins gjaldfrjálsan aðgang í sund í Jaðarsbakkalaug og Guðlaugu á hlaupadegi.
Skóla- og frístundaráð fagnar því að Akrafjall Ultra sé að festa sig í sessi og fellur vel að áherslum Akraneskaupstaðar sem íþróttabær og heilsueflandi samfélag. Ráðið leggur til við bæjarráð að styrkja verkefnið með því að bjóða þátttakendum hlaupsins gjaldfrjálsan aðgang í sund í Jaðarsbakkalaug og Guðlaugu á hlaupadegi.
Bæjarráð samþykkir að styðja verkefnið með þeim hætti að veita þátttakendum gjaldfrjálsan aðgang að sundlauginni og í Guðlaugu þann 17. maí nk. er viðburðurinn fer fram.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
9.Hljóðkerfi fyrir Akranesvöll
2504104
KFÍA óskar eftir því við Akraneskaupstað að keypt verði nýtt hljóðkerfi fyrir Akranesvöll, þar sem núverandi búnaður er úr sér genginn og kominn til ára sinna. Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu hjá bæjarráði.
Bæjarráð er vel meðvitað um að komið er að endurnýjun búnaðarins en ekki er rými til þessa í samþykktri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og erindinu því hafnað.
Samþykkt 3:0
Samþykkt 3:0
10.Líkamsrækt á Jaðarsbökkum
2501063
Viðræður standa yfir á milli Akraneskauðstaðar og forsvarsmann Laugar ehf. (Word Class).
Lagt fram.
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt 3:0
11.Sumardagurinn fyrsti 2025 - frítt í sund
2504141
Ákvörðun bæjarstjórnar um bjóða Akurnesingum frítt í sund á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir tillögu um hafa gjaldfrjálst í sund á Jaðarsbökkum sumardaginn fyrsta 2025.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð telur áhrif ákvörðunarinnar á fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbakka mjög óverulega og ekki kalla á gerð viðauka af hálfu bæjarráðs.
Samþykkt 3:0
Bæjarráð telur áhrif ákvörðunarinnar á fjárhagsáætlun íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbakka mjög óverulega og ekki kalla á gerð viðauka af hálfu bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Samþykkt 3:0