Bæjarráð
1.Málefni Sementsverksmiðjunnar.
1008094
2.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.
1010101
Bæjarráð þakkar starfshópnum störf hans og samþykkir að hann verði lagður niður.
3.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
1104037
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði staðfest.
4.Uppgjör vegna framkv. í kirkjugarði.
1104039
Bæjarritara falin afgreiðla málsins.
5.Útgáfa lóðasamninga.
1104046
Bæjarráð samþykkir erindið með gildistöku til 1. maí 2012, en þá verði ákvörðunin endurmetin.
6.Ráðstefna um orku- og auðlindamál sveitarfélaga.
1104048
Lagt fram.
7.Framhaldsskólar á Vesturlandi.
1104047
Lagt fram.
8.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.
1101010
Lögð fram.
9.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka.
1104065
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi verði samþykkt:
"Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 180.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, kt. 270754-3929, bæjarritara, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
10.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.
1010163
Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
11.Motus - samningur um innheimtuþjónustu.
1104069
Bæjarráð samþykkir samninginn.
12.Frumvarp til laga - breyting á vatnalögum nr. 720.
1104070
Lagt fram.
13.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur.
1009067
Bæjarráð samþykkir samninginn. Bæjarstjóra falin undirritun hans.
14.Afskriftir 2010
1012142
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
15.Aðalfundur - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
1104077
Bæjarritara falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.
16.Fundargerðir 2011- skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands
1102041
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Á fundinn mættu til viðræðna þeir Gunnlaugur Kristjánsson stjórnarformaður og Gunnar Sigurðsson forstjóri.