Fara í efni  

Bæjarráð

3116. fundur 20. apríl 2011 kl. 15:30 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Málefni Sementsverksmiðjunnar.

1008094

Viðræður við framkvæmdastjóra og formann stjórnar Sementsverksmiðjunnar hf., kl. 16:00

Á fundinn mættu til viðræðna þeir Gunnlaugur Kristjánsson stjórnarformaður og Gunnar Sigurðsson forstjóri.

2.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerð starfshóps dags. 11. apríl 2011. Starfshópurinn hefur lokið störfum sínum og leggur til að hann verði lagður niður.

Bæjarráð þakkar starfshópnum störf hans og samþykkir að hann verði lagður niður.

3.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1104037

Bréf fjármálastjóra dags. 12. apríl 2011 þar sem óskað er staðfestingar á gjaldskrá slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2011.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði staðfest.

4.Uppgjör vegna framkv. í kirkjugarði.

1104039

Bréf stjórnar Kirkjugarða Akraness dags. 8. apríl 2011 þar sem óskað er leiðréttingar á uppgjöri á milli aðila frá 23. júlí 2010.

Bæjarritara falin afgreiðla málsins.

5.Útgáfa lóðasamninga.

1104046

Bréf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu dags. 13. apríl 2011, þar sem óskað er heimildar til útgáfu lóðarleigusamnings vegna húsa í þeim tilfellum sem byggingarleyfi hafi verið gefið út og gjöld greidd svo og að jarðvinna vegna undirstaða bygginar sé hafin.

Bæjarráð samþykkir erindið með gildistöku til 1. maí 2012, en þá verði ákvörðunin endurmetin.

6.Ráðstefna um orku- og auðlindamál sveitarfélaga.

1104048

Fundarboð Þingeyjarsveitar vegna ráðstefnu um orku- og auðlindarmál sveitarfélaga og hugsanlega stofnfund samtaka orkusveitarfélaga sem haldin verður föstudaginn 13. maí n.k. í Stórutjarnarskóla.

Lagt fram.

7.Framhaldsskólar á Vesturlandi.

1104047

Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 5. apríl 2011. Gert er grein fyrir að fyrirhugað er að efla samstarf framhaldsskólanna á Vesturlandi m.a. með stofnun sérstaks samstarfshóps skólanna með aðild sveitarfélaga á Vesturlandi.

Lagt fram.

8.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök.

1101010

Fundargerð 8. fundar frá 14. apríl 2011.

Lögð fram.

9.Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka.

1104065

Lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga ohf vegna lántöku að fjárhæð 180 milljónir króna, verðtryggt m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í maí 2011. Lánið er með jöfnum afborgunum til ársins 2024.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi verði samþykkt:

"Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 180.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jóni Pálma Pálssyni, kt. 270754-3929, bæjarritara, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

10.Fjölbrautaskóli Vesturlands - Endurskoðun samnings.

1010163

Drög að endurskoðun samnings um Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

11.Motus - samningur um innheimtuþjónustu.

1104069

Samningur Akraneskaupstaðar við Motus um innheimtuþjónustu.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

12.Frumvarp til laga - breyting á vatnalögum nr. 720.

1104070

Tölvupóstur dags 18. apríl 2011 frá nefndasviði Alþingis þar sem leitað er umsagnar á framlögðu lagafrumvarpi. Frumvarpið má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.althingi.is/altext/139/s/1244.html

Lagt fram.

13.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur.

1009067

Drög að samstarfs- og styrktarsamningi við Björgunarfélag Akraness lagður fram.

Bæjarráð samþykkir samninginn. Bæjarstjóra falin undirritun hans.

14.Afskriftir 2010

1012142

Bréf fjármálastjóra dags. 18. apríl 2011 þar sem gerð er tillaga að afskriftum vegna ársins 2010 að upphæð kr. 319.845,-

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.Aðalfundur - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1104077

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verður haldinn í Grundarfirði 2. maí 2011 kl. 14:00.

Bæjarritara falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

16.Fundargerðir 2011- skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands

1102041

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 5. apríl 2011.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00