Fara í efni  

Bæjarráð

3197. fundur 26. september 2013 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sementsreitur, íbúafundur.

1309103

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 17. september 2013, þar sem lagt er til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Kanon arkitekta um undirbúning íbúafundar vegna Sementsreits.

Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi tilboð frá Kanon arkitektum sem ber yfirskriftina "Miðbær Akraness: Blómstrandi mannlíf - framtíð við Faxaflóa" vegna íbúafundar um framtíð Sementsverksmiðjunar. Stefnt er að því að halda íbúafundinn 11. janúar 2014. Ennfremur felur bæjarráð bæjarstjóra að efna til viðræðna við forsvarsmenn verksmiðjunnar um skil á reitnum.

2.Grundaskóli - endurnýjun á borðbúnaði

1309146

Erindi Grundaskóla dags. 18. september 2013, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 700.000,- til endurnýjunar á borðbúnaði fyrir mötuneyti Grundaskóla. Tilboðið stendur til 2. október n.k.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til Grundarskóla vegna endurnýjunar á borðbúnaði alls kr. 700.000,- og upphæðin færð á lið 21-95-4660.

3.Vitinn - félag áhugaljósmyndara - húsnæðismál

1304032

Skýrsla frá Vitanum, félagi áhugaljósmyndara á Akranesi, um gæslu í Akranesvita sumarið 2013.

Lögð fram.

4.Skjalavarsla sveitarfélaga

1309104

Samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga um skjalavörslu sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafa lögbundnum skyldum að gegna í skjalavörslu, samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 með síðari breytingu. Þjóðskjalasafnið setur einnig reglur um skjalavörslu opinberra aðila, þ.m.t. sveitarfélaga og stofnana þeirra.

Lögð fram.

5.Brunabót - ágóðahlutagreiðsla 2013

1309102

Bréf Brunabótar þar sem gerð er grein fyrir ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2013.

Lagt fram.

6.Samstarfssamningur Landbúnaðarháskólans og Akraneskaupstaðar

1309013

Drög að samstarfssamningi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri lögð fram.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamning Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Akraneskaupstaðar.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2013

1309144

Fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fer á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík, 2. október n.k. og hefst hann kl. 16:00.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akraneskaupstaðar á fundinum.

8.Ferðamálaþing 2013

1301001

Fundarboð Skipulagsstofnunar og Ferðamálastofu, vegna ferðamálaþings sem haldið verður á Hótel Selfossi miðvikudaginn 2. október n.k. og hefst þingið kl. 10:00.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar á þinginu verði: Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður starfshóps um atvinnu- og ferðamál og Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs.

9.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2013

1309043

Fundarboð vegna landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður á Hvolsvelli 27. september n.k. og hefst hann kl. 10:00.

Bæjarráð samþykkir að Hjördís Garðarsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Margrét Þóra Jónsdóttir verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum.

10.SSV - aðalfundur 2013

1308158

Ályktanir aðalfundar SSV frá 12.- 13. september 2013.

Lagðar fram.

11.HB Grandi - tillaga að starfsleyfi

1305126

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 26. september 2013 vegna umsóknar HB Granda um starfsleyfi, ásamt meðfylgjandi umsögn.
Tillaga að starfsleyfi lögð fram.

Bæjarráð samþykkir umsögn bæjarstjóra.

12.Stjórn Byggðasafnsins að Görðum - 2

1308002

Fundargerð stjórnar Byggðasafnsins að Görðum frá 8. ágúst 2013.

Lögð fram.

13.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

10. fundargerð starfshóps um gerð jafnréttisstefnu og mannréttindastefnu Akraneskaupstaðar frá 11. september 2013.

Lögð fram.

14.SSV - fundargerðir 2013

1303069

Fundargerðir stjórnar SSV frá 19. ágúst og 12. september 2013.

Lagðar fram.

15.Fundargerðir 2013 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1301584

808. fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 13. september 2013.

Lögð fam.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00